„Eftirtektarverð“ fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2021 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig sex prósentustigum á milli kannana hjá MMR. Vísir/Ragnar Stjórnmálafræðingur segir eftirtektarvert hversu miklu fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig frá því í byrjun mánaðar. Flokkurinn mældist síðast með sambærilegt fylgi við upphaf kórónuveirufaraldursins í fyrra. Þá virðist Sósíalistaflokkurinn kominn til að vera. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka á Alþingi með tuttugu og átta komma sjö prósent fylgi í nýrri könnun MMR. Flokkurinn bætir mjög við sig frá því í síðustu könnun, eða sex prósentustigum. Fylgi Samfylkingar dalar en flokkurinn mælist nú með rúmlega ellefu prósenta fylgi og þá minnkar fylgi Pírata um tæp fjögur prósentustig milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn tekur fram úr Miðflokknum og nær samkvæmt könnuninni sex prósenta fylgi - og þar með manni inn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi síðast mælst með svipað fylgi í upphafi kórónuveirufaraldursins. Það sé eftirtektarvert hversu mikið flokkurinn bæti við sig milli kannana. „Mögulega er einhver ánægja með hvernig Sjálfstæðislfokkurinn hefur verið að standa sig í þessum hremmingum öllum,“ segir Eva. „En það er eftirtektarvert hvað hann hækkar núna mikið í þessari könnun MMR miðað við síðustu könnun. En svo geta alltaf komið kannanir sem sýna ekki alveg réttu myndina enda eru kannanir þess eðlis. Til þess að sjá þróunina verður maður eiginlega að sjá næstu könnun til að sjá hvort þetta sé undantekningin eða ekki.“ Þá geti verið að Sjálfstæðisflokkurinn sæki aukið fylgi sitt til flokka á borð við Miðflokksins, hvers fylgi lækkar enn samkvæmt nýju könnuninni, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Sósíalistaflokkurinn sæki hins vegar sitt fylgi mögulega til óánægðra stuðningsmanna Vinstri grænna. „En hann er búinn að vera það lengi til staðar og það lengi með þetta í kringum fimm prósenta fylgi, þannig að þetta er flokkur sem virðist kominn til að vera.“ Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka á Alþingi með tuttugu og átta komma sjö prósent fylgi í nýrri könnun MMR. Flokkurinn bætir mjög við sig frá því í síðustu könnun, eða sex prósentustigum. Fylgi Samfylkingar dalar en flokkurinn mælist nú með rúmlega ellefu prósenta fylgi og þá minnkar fylgi Pírata um tæp fjögur prósentustig milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn tekur fram úr Miðflokknum og nær samkvæmt könnuninni sex prósenta fylgi - og þar með manni inn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi síðast mælst með svipað fylgi í upphafi kórónuveirufaraldursins. Það sé eftirtektarvert hversu mikið flokkurinn bæti við sig milli kannana. „Mögulega er einhver ánægja með hvernig Sjálfstæðislfokkurinn hefur verið að standa sig í þessum hremmingum öllum,“ segir Eva. „En það er eftirtektarvert hvað hann hækkar núna mikið í þessari könnun MMR miðað við síðustu könnun. En svo geta alltaf komið kannanir sem sýna ekki alveg réttu myndina enda eru kannanir þess eðlis. Til þess að sjá þróunina verður maður eiginlega að sjá næstu könnun til að sjá hvort þetta sé undantekningin eða ekki.“ Þá geti verið að Sjálfstæðisflokkurinn sæki aukið fylgi sitt til flokka á borð við Miðflokksins, hvers fylgi lækkar enn samkvæmt nýju könnuninni, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Sósíalistaflokkurinn sæki hins vegar sitt fylgi mögulega til óánægðra stuðningsmanna Vinstri grænna. „En hann er búinn að vera það lengi til staðar og það lengi með þetta í kringum fimm prósenta fylgi, þannig að þetta er flokkur sem virðist kominn til að vera.“
Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira