177 manns stukku í sjóinn fyrir Svenna Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2021 18:27 Skömmu fyrir upphafsstökkið. Frá vinstri: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra, Pétur Magnússon úr árgangi '71, Sigrún Guðný Pétursdóttir, formaður Björgunarfélags Akraness, dætur Sveinbjörs og Guðný Ósk Stefánsdóttir, eiginkona hans, Sveinbjörn sjálfur, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness og Hallgrímur Ólafsson leikari. Aðsend 177 manns stukku í sjóinn við Akraneshöfn í blíðskaparveðri í dag til að safna fyrir sérstöku rafhjóli fyrir Sveinbjörn Reyr Hjaltason sem lenti í alvarlegu mótorkrossslysi. Skagamennirnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness og Hallgrímur Ólafsson leikari voru meðal þeirra sem tóku stökkið á smábátasvæðinu á Akranesi. Var sá yngsti einungis fimm ára gamall en skorað var á einstaklinga, hópa, félagasamtök og fyrirtæki til að heita á fólk sem stökk í sjóinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá '71 árganginum á Akranesi sem stóð fyrir viðburðinum til að styðja við jafnaldra sinn og félaga. Fullyrða skipuleggjendur að með þessu hafi jafnvel verið sett óformlegt Íslandsmet í bryggjustökki. Vinir Sveinbjörns í árgangi '71 voru kampakátir áður en þeir stukku í sjóinnAðsend Lamaðist fyrir neðan brjóstkassa Sveinbjörn Reyr slasaðist í mótorkrossbrautinni við Akranes fyrir rúmu ári og brotnaði sjötti hryggjarliðurinn í slysinu. Hann er nú lamaður fyrir neðan brjóstkassa og er markmiðið með söfnuninni að safna fyrir áðurnefndu hjóli sem kostar um þrjár milljónir króna. Skagafréttir greina frá því að söfnunin hafi gengið gríðarlega vel og að allar líkur séu á því að markmiðinu verði náð á allra næstu dögum. Þórdís Kolbrún ráðherra tók fyrsta stökkið í dag en á meðal þeirra sem fylgdu á eftir voru útvarpsmaðurinn Óli Palli, Gísli Einarsson sjónvarpsmaður, Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og nokkrir bæjarfulltrúar Akraness. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikning átaksins. Reikningsnúmerið er 552-26-3071 og kennitala 540710-0150. Akranes Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Skagamennirnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness og Hallgrímur Ólafsson leikari voru meðal þeirra sem tóku stökkið á smábátasvæðinu á Akranesi. Var sá yngsti einungis fimm ára gamall en skorað var á einstaklinga, hópa, félagasamtök og fyrirtæki til að heita á fólk sem stökk í sjóinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá '71 árganginum á Akranesi sem stóð fyrir viðburðinum til að styðja við jafnaldra sinn og félaga. Fullyrða skipuleggjendur að með þessu hafi jafnvel verið sett óformlegt Íslandsmet í bryggjustökki. Vinir Sveinbjörns í árgangi '71 voru kampakátir áður en þeir stukku í sjóinnAðsend Lamaðist fyrir neðan brjóstkassa Sveinbjörn Reyr slasaðist í mótorkrossbrautinni við Akranes fyrir rúmu ári og brotnaði sjötti hryggjarliðurinn í slysinu. Hann er nú lamaður fyrir neðan brjóstkassa og er markmiðið með söfnuninni að safna fyrir áðurnefndu hjóli sem kostar um þrjár milljónir króna. Skagafréttir greina frá því að söfnunin hafi gengið gríðarlega vel og að allar líkur séu á því að markmiðinu verði náð á allra næstu dögum. Þórdís Kolbrún ráðherra tók fyrsta stökkið í dag en á meðal þeirra sem fylgdu á eftir voru útvarpsmaðurinn Óli Palli, Gísli Einarsson sjónvarpsmaður, Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og nokkrir bæjarfulltrúar Akraness. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikning átaksins. Reikningsnúmerið er 552-26-3071 og kennitala 540710-0150.
Akranes Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira