Um helmingur hópsins kominn á toppinn: „Víðsýni og fegurð blasir við á toppnum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 09:47 Á toppi Hvannadalshnjúks, eða Kvennadalshnjúks líkt og hópurinn kallar þennan hæsta tind Íslands. Vísir/RAX Fyrstu hópar kvennana 126, sem lögðu á stað seint í gærkvöldi upp á topp Hvannadalshnjúks í nafni Lífskrafts, náðu toppnum snemma í morgun. Markmið ferðarinnar var að safna fé til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans. „Það er þvílík blíða hérna. Ég held að það sé ekki hægt að toppa hnjúkinn á betri degi en svona degi. Ekki ský á himni þannig að það er bara víðsýni og fegurð sem blasir við á toppnum,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, almannatengill og Snjódrífa sem er meðal þeirra sem fer fyrir leiðangrinum. Það var ekki ský á himni þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson flaug yfir tindinn í morgun og konurnar veifuðu fyrir myndavélina frá toppnum. Vísir/RAX Þegar Vísir náði tali af Soffíu nú á tíunda tímanum í morgun gerði hún ráð fyrir að sé rúmlega helmingur kvennanna væri búinn að ná toppnum en fyrsti hópurinn toppaði um klukkan hálf átta í morgun. Hún segir að nóttin hafi gengið vel en aðstæður hafi verið með besta móti. Auður Kjartansdóttir jöklaleiðsögukona leiddi ferðina en þetta var í 79. sinn sem Auður fer á þennan hæsta tind Íslands. „Hún er algjör fyrirmynd í þessum hóp,“ segir Soffía. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir voru jafnframt leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Ljósmyndarinn RAX flaug yfir snemma í morgun og náði meðfylgjandi myndum af hópnum, að því er virðist í blíðskaparveðri, þegar fyrstu hópar náðu toppnum í morgun. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Aðstæður voru með besta móti.Vísir/RAX Á leið á toppinn í bongó blíðu.Vísir/RAX Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsti tindur Íslands. Aldrei hafa jafn margar konur lagt í þennan leiðangur í einu.Vísir/RAX Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Hvannadalshnjúkur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
„Það er þvílík blíða hérna. Ég held að það sé ekki hægt að toppa hnjúkinn á betri degi en svona degi. Ekki ský á himni þannig að það er bara víðsýni og fegurð sem blasir við á toppnum,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, almannatengill og Snjódrífa sem er meðal þeirra sem fer fyrir leiðangrinum. Það var ekki ský á himni þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson flaug yfir tindinn í morgun og konurnar veifuðu fyrir myndavélina frá toppnum. Vísir/RAX Þegar Vísir náði tali af Soffíu nú á tíunda tímanum í morgun gerði hún ráð fyrir að sé rúmlega helmingur kvennanna væri búinn að ná toppnum en fyrsti hópurinn toppaði um klukkan hálf átta í morgun. Hún segir að nóttin hafi gengið vel en aðstæður hafi verið með besta móti. Auður Kjartansdóttir jöklaleiðsögukona leiddi ferðina en þetta var í 79. sinn sem Auður fer á þennan hæsta tind Íslands. „Hún er algjör fyrirmynd í þessum hóp,“ segir Soffía. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir voru jafnframt leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Ljósmyndarinn RAX flaug yfir snemma í morgun og náði meðfylgjandi myndum af hópnum, að því er virðist í blíðskaparveðri, þegar fyrstu hópar náðu toppnum í morgun. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Aðstæður voru með besta móti.Vísir/RAX Á leið á toppinn í bongó blíðu.Vísir/RAX Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsti tindur Íslands. Aldrei hafa jafn margar konur lagt í þennan leiðangur í einu.Vísir/RAX
Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Hvannadalshnjúkur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira