Arnór Ingvi lék 73 mínútur í góðum 2-1 sigir á Atlanta United. Lék hann í stöðu vinstri kantmanns. Guðmundur lék í stöðu vinstri vængbakvarðar er New York vann Philadelphia Union 2-0 á útivelli.
Þá er Nani, fyrrum leikmaður Manchester United, að gera það gott með Orlando City. Hann skoraði þetta líka glæsilega mark sem sjá má hér að neðan.
Now in an @orlandocitysc jersey but this is classic Nanipic.twitter.com/chLnIWX82T
— B/R Football (@brfootball) May 2, 2021
Líkt og NBA er MLS skipt upp í Vestur- og Austurhluta. Arnór Ingvi og liðsfélagar hans tróna á toppi Austurdeildarinnar með sjö stig að loknum þremur leikjum.
Guðmundur og samherjar hans í New York eru þar á eftir með sex stig á meðan Nani er með lið sitt í þriðja sæti með fimm stig.