Hugi biður Stojanovic afsökunar Anton Ingi Leifsson skrifar 3. maí 2021 19:34 Stradan Stojanovic er hér lengst til vinstri í mynd. vísir/hulda Hugi Halldórsson, þáttarstjórnandi hlaðvarsþáttarins The Mike Show, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í þættinum í gærkvöldi. Í þættinum The Mike Show greindi Hugi frá því að hann hefði heyrt sögusagnir af því að Srdjan Stojanovic, leikmaður Þórs, hafi verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leikinn hafi verið krísufundur þar sem þetta var rætt við hann. Í yfirlýsingunni frá Þór fyrr í dag er þessum fullyrðingum Huga vísað til föðurhúsanna. Félagið telji að ekki hafi verið maðkur í mysunni og segja að enginn fundur hafi átt sér stað fyrir leikinn. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér. Síðar í kvöld sendi Hugi sjálfur svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á ummælunum og ítrekar orð sín frá því í þættinum, að hann vonist til að orðrómurinn „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Alla yfirlýsingu Huga má sjá lesa hér að neðan. Til þeirra er málið varðar. Vegna fréttar karfan.is vil ég ítreka orð mín í þættinum The Mike Show að það er mín einlæga ósk sé einhver grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í leik Njarðvíkur og Þórs frá Akureyri verði það rannsakað af réttum aðilum. Orð mín í umræddum þætti á ekki að skilja á þann veg að verið væri að saka leikman Þórs um veðmálasvindl heldur var átt við að fundur hefði verið tekinn með leikmanni Þórs Akureyri og ekkert hafi verið við hans frammistöðu að athuga. Einnig ítreka ég orð mín, sem féllu síðar í þættinum, að það er von mín að þessi orðrómur „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Ég harma og biðst afsökunar á að hafa gefið í skyn að umræddur leikmaður hafi eitthvað saknæmt unnið og þannig verið dreginn inní þessa umræðu. Af þessum sökum bið ég Stradan Stojanovic, kkd. Þórs og þá sem að honum og liðinu standa afsökunar. Því miður kemur reglulega upp hávær orðrómur um veðmálasvindl sem á ekkert skylt við íþróttir en sem betur fer hefur slíkur orðrómur ekki verið sannreyndur. Hins vegar ber að hafa augu og eyru opin við þessu meini sem er því miður stærri partur af íþróttum en fólk grunar. Virðingafyllst, Hugi Halldórsson Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Í þættinum The Mike Show greindi Hugi frá því að hann hefði heyrt sögusagnir af því að Srdjan Stojanovic, leikmaður Þórs, hafi verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leikinn hafi verið krísufundur þar sem þetta var rætt við hann. Í yfirlýsingunni frá Þór fyrr í dag er þessum fullyrðingum Huga vísað til föðurhúsanna. Félagið telji að ekki hafi verið maðkur í mysunni og segja að enginn fundur hafi átt sér stað fyrir leikinn. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér. Síðar í kvöld sendi Hugi sjálfur svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á ummælunum og ítrekar orð sín frá því í þættinum, að hann vonist til að orðrómurinn „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Alla yfirlýsingu Huga má sjá lesa hér að neðan. Til þeirra er málið varðar. Vegna fréttar karfan.is vil ég ítreka orð mín í þættinum The Mike Show að það er mín einlæga ósk sé einhver grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í leik Njarðvíkur og Þórs frá Akureyri verði það rannsakað af réttum aðilum. Orð mín í umræddum þætti á ekki að skilja á þann veg að verið væri að saka leikman Þórs um veðmálasvindl heldur var átt við að fundur hefði verið tekinn með leikmanni Þórs Akureyri og ekkert hafi verið við hans frammistöðu að athuga. Einnig ítreka ég orð mín, sem féllu síðar í þættinum, að það er von mín að þessi orðrómur „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Ég harma og biðst afsökunar á að hafa gefið í skyn að umræddur leikmaður hafi eitthvað saknæmt unnið og þannig verið dreginn inní þessa umræðu. Af þessum sökum bið ég Stradan Stojanovic, kkd. Þórs og þá sem að honum og liðinu standa afsökunar. Því miður kemur reglulega upp hávær orðrómur um veðmálasvindl sem á ekkert skylt við íþróttir en sem betur fer hefur slíkur orðrómur ekki verið sannreyndur. Hins vegar ber að hafa augu og eyru opin við þessu meini sem er því miður stærri partur af íþróttum en fólk grunar. Virðingafyllst, Hugi Halldórsson
Til þeirra er málið varðar. Vegna fréttar karfan.is vil ég ítreka orð mín í þættinum The Mike Show að það er mín einlæga ósk sé einhver grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í leik Njarðvíkur og Þórs frá Akureyri verði það rannsakað af réttum aðilum. Orð mín í umræddum þætti á ekki að skilja á þann veg að verið væri að saka leikman Þórs um veðmálasvindl heldur var átt við að fundur hefði verið tekinn með leikmanni Þórs Akureyri og ekkert hafi verið við hans frammistöðu að athuga. Einnig ítreka ég orð mín, sem féllu síðar í þættinum, að það er von mín að þessi orðrómur „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Ég harma og biðst afsökunar á að hafa gefið í skyn að umræddur leikmaður hafi eitthvað saknæmt unnið og þannig verið dreginn inní þessa umræðu. Af þessum sökum bið ég Stradan Stojanovic, kkd. Þórs og þá sem að honum og liðinu standa afsökunar. Því miður kemur reglulega upp hávær orðrómur um veðmálasvindl sem á ekkert skylt við íþróttir en sem betur fer hefur slíkur orðrómur ekki verið sannreyndur. Hins vegar ber að hafa augu og eyru opin við þessu meini sem er því miður stærri partur af íþróttum en fólk grunar. Virðingafyllst, Hugi Halldórsson
Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira