Hugi biður Stojanovic afsökunar Anton Ingi Leifsson skrifar 3. maí 2021 19:34 Stradan Stojanovic er hér lengst til vinstri í mynd. vísir/hulda Hugi Halldórsson, þáttarstjórnandi hlaðvarsþáttarins The Mike Show, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í þættinum í gærkvöldi. Í þættinum The Mike Show greindi Hugi frá því að hann hefði heyrt sögusagnir af því að Srdjan Stojanovic, leikmaður Þórs, hafi verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leikinn hafi verið krísufundur þar sem þetta var rætt við hann. Í yfirlýsingunni frá Þór fyrr í dag er þessum fullyrðingum Huga vísað til föðurhúsanna. Félagið telji að ekki hafi verið maðkur í mysunni og segja að enginn fundur hafi átt sér stað fyrir leikinn. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér. Síðar í kvöld sendi Hugi sjálfur svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á ummælunum og ítrekar orð sín frá því í þættinum, að hann vonist til að orðrómurinn „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Alla yfirlýsingu Huga má sjá lesa hér að neðan. Til þeirra er málið varðar. Vegna fréttar karfan.is vil ég ítreka orð mín í þættinum The Mike Show að það er mín einlæga ósk sé einhver grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í leik Njarðvíkur og Þórs frá Akureyri verði það rannsakað af réttum aðilum. Orð mín í umræddum þætti á ekki að skilja á þann veg að verið væri að saka leikman Þórs um veðmálasvindl heldur var átt við að fundur hefði verið tekinn með leikmanni Þórs Akureyri og ekkert hafi verið við hans frammistöðu að athuga. Einnig ítreka ég orð mín, sem féllu síðar í þættinum, að það er von mín að þessi orðrómur „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Ég harma og biðst afsökunar á að hafa gefið í skyn að umræddur leikmaður hafi eitthvað saknæmt unnið og þannig verið dreginn inní þessa umræðu. Af þessum sökum bið ég Stradan Stojanovic, kkd. Þórs og þá sem að honum og liðinu standa afsökunar. Því miður kemur reglulega upp hávær orðrómur um veðmálasvindl sem á ekkert skylt við íþróttir en sem betur fer hefur slíkur orðrómur ekki verið sannreyndur. Hins vegar ber að hafa augu og eyru opin við þessu meini sem er því miður stærri partur af íþróttum en fólk grunar. Virðingafyllst, Hugi Halldórsson Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira
Í þættinum The Mike Show greindi Hugi frá því að hann hefði heyrt sögusagnir af því að Srdjan Stojanovic, leikmaður Þórs, hafi verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leikinn hafi verið krísufundur þar sem þetta var rætt við hann. Í yfirlýsingunni frá Þór fyrr í dag er þessum fullyrðingum Huga vísað til föðurhúsanna. Félagið telji að ekki hafi verið maðkur í mysunni og segja að enginn fundur hafi átt sér stað fyrir leikinn. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér. Síðar í kvöld sendi Hugi sjálfur svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á ummælunum og ítrekar orð sín frá því í þættinum, að hann vonist til að orðrómurinn „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Alla yfirlýsingu Huga má sjá lesa hér að neðan. Til þeirra er málið varðar. Vegna fréttar karfan.is vil ég ítreka orð mín í þættinum The Mike Show að það er mín einlæga ósk sé einhver grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í leik Njarðvíkur og Þórs frá Akureyri verði það rannsakað af réttum aðilum. Orð mín í umræddum þætti á ekki að skilja á þann veg að verið væri að saka leikman Þórs um veðmálasvindl heldur var átt við að fundur hefði verið tekinn með leikmanni Þórs Akureyri og ekkert hafi verið við hans frammistöðu að athuga. Einnig ítreka ég orð mín, sem féllu síðar í þættinum, að það er von mín að þessi orðrómur „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Ég harma og biðst afsökunar á að hafa gefið í skyn að umræddur leikmaður hafi eitthvað saknæmt unnið og þannig verið dreginn inní þessa umræðu. Af þessum sökum bið ég Stradan Stojanovic, kkd. Þórs og þá sem að honum og liðinu standa afsökunar. Því miður kemur reglulega upp hávær orðrómur um veðmálasvindl sem á ekkert skylt við íþróttir en sem betur fer hefur slíkur orðrómur ekki verið sannreyndur. Hins vegar ber að hafa augu og eyru opin við þessu meini sem er því miður stærri partur af íþróttum en fólk grunar. Virðingafyllst, Hugi Halldórsson
Til þeirra er málið varðar. Vegna fréttar karfan.is vil ég ítreka orð mín í þættinum The Mike Show að það er mín einlæga ósk sé einhver grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í leik Njarðvíkur og Þórs frá Akureyri verði það rannsakað af réttum aðilum. Orð mín í umræddum þætti á ekki að skilja á þann veg að verið væri að saka leikman Þórs um veðmálasvindl heldur var átt við að fundur hefði verið tekinn með leikmanni Þórs Akureyri og ekkert hafi verið við hans frammistöðu að athuga. Einnig ítreka ég orð mín, sem féllu síðar í þættinum, að það er von mín að þessi orðrómur „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Ég harma og biðst afsökunar á að hafa gefið í skyn að umræddur leikmaður hafi eitthvað saknæmt unnið og þannig verið dreginn inní þessa umræðu. Af þessum sökum bið ég Stradan Stojanovic, kkd. Þórs og þá sem að honum og liðinu standa afsökunar. Því miður kemur reglulega upp hávær orðrómur um veðmálasvindl sem á ekkert skylt við íþróttir en sem betur fer hefur slíkur orðrómur ekki verið sannreyndur. Hins vegar ber að hafa augu og eyru opin við þessu meini sem er því miður stærri partur af íþróttum en fólk grunar. Virðingafyllst, Hugi Halldórsson
Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira