Handbolti

Arnar Daði: Létum dóma fara í taugarnar á okkur

Andri Már Eggertsson skrifar
Arnar Daði var svekktur með niðurstöðu leiksins
Arnar Daði var svekktur með niðurstöðu leiksins Vísir/Vilhelm

Grótta náði ekki að fylgja eftir sigrinum á ÍR og töpuðu á móti ÍBV. Leikurinn var jafn framan af en góður kafli ÍBV í seinni hálfleik fór með leikinn fyrir Gróttu.

„Úrslit leiksins gáfu rétta mynd af leiknum, við vorum slakir í seinni hálfleik og því endaði þetta svona," sagði Arnar Daði þjálfari Gróttu

Arnar var svekktur með að fá á sig mark í blálokinn á fyrri hálfleik þar sem þeir höfðu rétt á undan klikkað víti og ÍBV tveimur mörkum yfir í hálfleik 14 - 16.

„Það var svekkjandi að skora ekki úr vítinu sem við fengum síðan í bakið á okkur og gerði það að verkum að við fórum að elta í enn eitt skiptið." 

Arnar var ekki sáttur með hvernig liðið spilaði eftir að Grótta jafnaði í 19 - 19 og fannst einnig hallað á hans lið í dómgæslunni.

„Það voru margir 50/50 dómar sem féllu ekki með okkur sem við létum fara í taugarnar á okkur sem hefur ekki gerst oft í vetur, þetta fór sérstaklega í taugarnar á mér vegna þess þetta eru góðir strákar sem voru að dæma leikinn," sagði Arnar en viðurkenndi að þetta gætu hafa verið réttir dómar þó honum hafi ekki fundist það þá.

„Þetta voru sóknarbrot, menn að stíga útaf og á línu, þegar við ætlum að stoppa Kára verðum við að velja og hafna, við gerðum þá ráð fyrir að fá varða bolta frá Stefáni Huldar sem komu ekki, svo það var margt sem fór úrskeiðis á þessum kafla."

Arnar talaði um að miða við að Stefán Huldar varði aðeins 6 bolta þá hefði ÍBV alveg getað skorað fleiri mörk en barrátta liðsins gerði það að verkum að svo var ekki.

„Ég var ánægður með hvernig strákarnir djöfluðust í Kára, hann er naut sterkur og það þurfa að vera tveir á honum. Kári gerði 10 mörk á okkur seinast en aðeins 3 mörk í dag, en þá opnaðist bara önnur svæði." 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×