Segja það skammarlegt hvað FH-ingar gerðu lítið fyrir kvennaliðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 09:30 FH stelpurnar Aþena Arna Ágústsdóttir og Hildur Guðjónsdóttir ganga niðurlútar af velli eftir tap á móti Haukum. Eitt af þrettán tapleikjum FH-liðsins á tímabilinu. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar létu forráðamenn FH heyra það fyrir það hvað félagið gerði lítið fyrir kvennaliðið sitt í Olís deild kvenna í vetur. Það lítur út fyrir FH konur munu ekki fá stig í Olís deild kvenna í handbolta í vetur. Liðið kom upp úr Grill66-deild kvenna í fyrra en hefur tapað fyrstu þrettán leikjum sínum í Olís deildinni. Sigurlaug Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir voru sérfræðingar Svövu Kristínar Grétarsdóttur í síðustu Seinni bylgju og þar barst umræðan að liði FH og frammistöðu Hafnarfjarðarliðsins á tímabilinu. „Það lítur allt út fyrir það að FH sé að fara í gegnum þessa deild án þess að fá stig. Hvað getum við sagt? Er allt of mikill munur á milli Grillsins og Olís,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir og byrjaði umræðuna. „Það er getumunur. Þegar lið ætla að fara upp í Olís deildina og setja enga peninga í það þá er þetta ekki hægt. Ég held að þetta sé skólabókardæmi um það. Félög verða vara að pæla í þessu. Það er ekki hægt að fara upp í Olís ef þú ætlar ekki að gera neitt. Þær voru með smá baráttu fyrstu mínúturnar en svo ekki söguna meir. Þær eiga ekki möguleika í þetta eins leiðinlegt og það er,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um kvennalið FH „Nægu er eitt í karlaliðið, Hefði maður ekki haldið að klúbbur eins og FH ætti að geta alla vega sótt einhverja leikmenn,“ skaut Svava Kristín inn í. „Mér finnst félagið ekki sýna nægilega mikinn áhuga og kvennaliðinu eins og karlaliðinu. Þær fengu sænskan miðjumann en fór síðan í burtu af því að þeir borguðu ekki félagsgjaldið fyrir hana í byrjun. Þetta er bara eitt dæmi,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir. „Komdu upp í úrvalsdeildina og sýndu þessu smá áhuga með að fá fleiri leikmenn. Fáum útlendinga eða gerum eitthvað til þess að halda liðinu í deildinni. FH er alveg stórveldi,“ sagði Íris Ásta sem var mikið niðri fyrir. „FH er stórveldi og ekki bara í handbolta heldur í fullt af íþróttum. Það er skammarlegt að þeir hafi ekki gert þetta almennilega. Þú verður alla vega að fá tvo leikmenn þegar þú ferð upp. Ef þú ert efnilegan hóp þá verður þú að fá tvo leikmenn með til að hjálpa þeim. Að minnsta kosti því það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi. Ef þú ert ekki með fjármagn í það þá átti ekki að fara upp,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir ofan má finna alla umfjöllun Seinni bylgjunnar um FH og umgjörðina í kringum um FH-konur í Olís deild kvenna í vetur. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan FH Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira
Það lítur út fyrir FH konur munu ekki fá stig í Olís deild kvenna í handbolta í vetur. Liðið kom upp úr Grill66-deild kvenna í fyrra en hefur tapað fyrstu þrettán leikjum sínum í Olís deildinni. Sigurlaug Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir voru sérfræðingar Svövu Kristínar Grétarsdóttur í síðustu Seinni bylgju og þar barst umræðan að liði FH og frammistöðu Hafnarfjarðarliðsins á tímabilinu. „Það lítur allt út fyrir það að FH sé að fara í gegnum þessa deild án þess að fá stig. Hvað getum við sagt? Er allt of mikill munur á milli Grillsins og Olís,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir og byrjaði umræðuna. „Það er getumunur. Þegar lið ætla að fara upp í Olís deildina og setja enga peninga í það þá er þetta ekki hægt. Ég held að þetta sé skólabókardæmi um það. Félög verða vara að pæla í þessu. Það er ekki hægt að fara upp í Olís ef þú ætlar ekki að gera neitt. Þær voru með smá baráttu fyrstu mínúturnar en svo ekki söguna meir. Þær eiga ekki möguleika í þetta eins leiðinlegt og það er,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um kvennalið FH „Nægu er eitt í karlaliðið, Hefði maður ekki haldið að klúbbur eins og FH ætti að geta alla vega sótt einhverja leikmenn,“ skaut Svava Kristín inn í. „Mér finnst félagið ekki sýna nægilega mikinn áhuga og kvennaliðinu eins og karlaliðinu. Þær fengu sænskan miðjumann en fór síðan í burtu af því að þeir borguðu ekki félagsgjaldið fyrir hana í byrjun. Þetta er bara eitt dæmi,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir. „Komdu upp í úrvalsdeildina og sýndu þessu smá áhuga með að fá fleiri leikmenn. Fáum útlendinga eða gerum eitthvað til þess að halda liðinu í deildinni. FH er alveg stórveldi,“ sagði Íris Ásta sem var mikið niðri fyrir. „FH er stórveldi og ekki bara í handbolta heldur í fullt af íþróttum. Það er skammarlegt að þeir hafi ekki gert þetta almennilega. Þú verður alla vega að fá tvo leikmenn þegar þú ferð upp. Ef þú ert efnilegan hóp þá verður þú að fá tvo leikmenn með til að hjálpa þeim. Að minnsta kosti því það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi. Ef þú ert ekki með fjármagn í það þá átti ekki að fara upp,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir ofan má finna alla umfjöllun Seinni bylgjunnar um FH og umgjörðina í kringum um FH-konur í Olís deild kvenna í vetur.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan FH Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira