Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 11:21 Mikinn reyk lagði frá gróðureldunum í Heiðmörk í gærkvöldi. Slökkviliðið telur að um tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið. Vísir/Vilhelm Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. Um sextíu menn frá slökkviliðinu auk björgunarsveitarfólks og lögreglu tók þátt í glímunni við eldinn þegar mest lét í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í slökkvistarfinu um tíma þar til að vatnsskjóða hennar bilaði. Slökkviliðið telur að rúmir tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið í gær. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að slökkviliðsmenn hefðu verið á svæðinu töluvert fram yfir miðnætti í nótt og þeim hafi á endanum tekist að slökkva í eldinum. Vind lægði í gærkvöldi og þá var kalt og rakt í nótt sem hann segir hafa hjálpað til. Ekkert liggur þó fyrir ennþá um upptökin. „Við vitum eiginlega ekki hvar það byrjaði eða hvers vegna,“ sagði Sigurjón í viðtalin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Algengast sé að sinueldar af þessu tagi kvikni út frá fikti manna eða óhöppum. Áður fyrr hafi verið algengt að kviknaði í sinu út frá sígarettum. „Eins og Heiðmörkin var í gær, þetta er mikið af svona skjólgóðum stöðum þar sem verður mjög heitt og hlýtt í. Svo getur þetta bara komið út frá speglun af gömlum glerjum eða einhverju,“ sagði varðstjórinn. Lítill vindur gerði þyrlunni erfitt fyrir Erfitt var fyrir slökkvilið að athafna sig í Heiðmörk í gær þar sem lítið er um greiðar aðkomuleiðir að svæðinu og langt að sækja vatn. Sigurjón segir að þá sé enn nokkuð frost í jörðu og nokkrir bílar slökkviliðsins hefðu fest sig. Bílar slökkviliðsins voru með töluvert af vatni en Sigurjón segir að þegar eldurinn sé orðinn eins mikill og í gær reynist tíu tonn af vatni óskaplega lítið. Tankbílar frá fyrirtækinu Hreinsitækni hafi lagt slökkvistarfinu lið með því að ferja vatn á staðinn og þá kom Landhelgisgæsluna með vatnskjóðuna sína. Kaldhæðnislega var vindur, sem blæs lífi í sinuelda, ekki nógu mikill í gær fyrir þyrlu Gæslunnar. „Það var smágola en kannski ekki nógu mikill vindur fyrir þá því þá fer reykurinn svo mikið upp og þá eiga þeir svo erfitt með að sleppa vatninu úr lægri hæð. Þeir voru svolítið hátt uppi og þá kannski minnka áhrifin. Það var margt sem var að gera okkur aðeins erfitt fyrir í gær,“ sagði Sigurjón. Aðstæður torvelduðu slökkvistarf í gær. Það lægði með kvöldinu og þá átti þyrla Gæslunnar erfitt með að komast nærri eldinum til að sleppa vatni yfir hann.Vísir/Vilhelm Viðkvæmur tími fyrir dýrin Þurrt og sólríkt hefur verið í veðri í marga daga í röð á suðvesturhorninu og víðar á landinu. Gróður og jarðvegur er því víða skraufþurr. Sigurjón segir að vorin séu alltaf erfiður tími hvað þetta varðar og maí geti verið hættulegur sinutími. Leiðinlegt sé að sjá land sem hefur verið ræktar og grætt upp fara í svona bruna. „Þetta er töluvert svæði, þetta voru einhverjir hektarar sem fóru þarna gær. Svo er þetta ofsalega viðkvæmur tími fyrir fugla- og dýralífið,“ sagði varðstjórinn. Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Um sextíu menn frá slökkviliðinu auk björgunarsveitarfólks og lögreglu tók þátt í glímunni við eldinn þegar mest lét í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í slökkvistarfinu um tíma þar til að vatnsskjóða hennar bilaði. Slökkviliðið telur að rúmir tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið í gær. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að slökkviliðsmenn hefðu verið á svæðinu töluvert fram yfir miðnætti í nótt og þeim hafi á endanum tekist að slökkva í eldinum. Vind lægði í gærkvöldi og þá var kalt og rakt í nótt sem hann segir hafa hjálpað til. Ekkert liggur þó fyrir ennþá um upptökin. „Við vitum eiginlega ekki hvar það byrjaði eða hvers vegna,“ sagði Sigurjón í viðtalin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Algengast sé að sinueldar af þessu tagi kvikni út frá fikti manna eða óhöppum. Áður fyrr hafi verið algengt að kviknaði í sinu út frá sígarettum. „Eins og Heiðmörkin var í gær, þetta er mikið af svona skjólgóðum stöðum þar sem verður mjög heitt og hlýtt í. Svo getur þetta bara komið út frá speglun af gömlum glerjum eða einhverju,“ sagði varðstjórinn. Lítill vindur gerði þyrlunni erfitt fyrir Erfitt var fyrir slökkvilið að athafna sig í Heiðmörk í gær þar sem lítið er um greiðar aðkomuleiðir að svæðinu og langt að sækja vatn. Sigurjón segir að þá sé enn nokkuð frost í jörðu og nokkrir bílar slökkviliðsins hefðu fest sig. Bílar slökkviliðsins voru með töluvert af vatni en Sigurjón segir að þegar eldurinn sé orðinn eins mikill og í gær reynist tíu tonn af vatni óskaplega lítið. Tankbílar frá fyrirtækinu Hreinsitækni hafi lagt slökkvistarfinu lið með því að ferja vatn á staðinn og þá kom Landhelgisgæsluna með vatnskjóðuna sína. Kaldhæðnislega var vindur, sem blæs lífi í sinuelda, ekki nógu mikill í gær fyrir þyrlu Gæslunnar. „Það var smágola en kannski ekki nógu mikill vindur fyrir þá því þá fer reykurinn svo mikið upp og þá eiga þeir svo erfitt með að sleppa vatninu úr lægri hæð. Þeir voru svolítið hátt uppi og þá kannski minnka áhrifin. Það var margt sem var að gera okkur aðeins erfitt fyrir í gær,“ sagði Sigurjón. Aðstæður torvelduðu slökkvistarf í gær. Það lægði með kvöldinu og þá átti þyrla Gæslunnar erfitt með að komast nærri eldinum til að sleppa vatni yfir hann.Vísir/Vilhelm Viðkvæmur tími fyrir dýrin Þurrt og sólríkt hefur verið í veðri í marga daga í röð á suðvesturhorninu og víðar á landinu. Gróður og jarðvegur er því víða skraufþurr. Sigurjón segir að vorin séu alltaf erfiður tími hvað þetta varðar og maí geti verið hættulegur sinutími. Leiðinlegt sé að sjá land sem hefur verið ræktar og grætt upp fara í svona bruna. „Þetta er töluvert svæði, þetta voru einhverjir hektarar sem fóru þarna gær. Svo er þetta ofsalega viðkvæmur tími fyrir fugla- og dýralífið,“ sagði varðstjórinn.
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira