„Á tímabili fannst mér ég vera rosalega langt frá þessum draumi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 12:00 Hákon Daði Styrmisson hefur raðað inn mörkum í Olís-deildinni í vetur. Mörkin eru alls orðin 138 en enginn leikmaður deildarinnar hefur skorað meira. vísir/vilhelm Hákon Daði Styrmisson hlakkar til að læra við fótskör Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Í morgun var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við þýska B-deildarliðið. Þar hittir Hákon fyrir annan Eyjamann, Elliða Snæ Viðarsson. „Ég hefði eiginlega ekki getað fengið betra tækifæri, vera með Guðjón Val sem er sá besti í minni stöðu. Svo er algjör plús að vera með Elliða þarna. Ég er með smá öryggisnet þarna og þetta er líka gott lið,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. Gummersbach er sem stendur í 3. sæti þýsku B-deildarinnar, einu stigi frá efstu tveimur liðunum. Hákon vonast að sjálfsögðu til að Gummersbach komist upp í úrvalsdeildina en félagaskiptin velta ekki á því. Hann spilar með Gummersbach sama í hvorri deildinni liðið verður. „Það gerist bara ef það gerist,“ sagði Hákon. Ekki er langt síðan hann heyrði fyrst af áhuga Gummersbach. Greip mig strax „Það eru kannski tvær vikur síðan. Þetta hefur gerst frekar hratt,“ sagði Eyjamaðurinn. Aðrir kostir voru í stöðunni en Gummersbach var alltaf sá fyrsti eftir að félagið kom inn í myndina. „Það var áhugi frá öðru félagi sem mér fannst ekki alveg nógu heillandi. En þetta greip mig strax og var eina alvöru tilboðið sem ég fékk. Þetta var aldrei spurning,“ sagði hornamaðurinn sem er markahæstur í Olís-deildinni með 138 mörk. Hákon Daði getur eflaust lært margt af Guðjóni Val Sigurðssyni, einum besta hornamanni allra tíma.getty/Marius Becker Hákon hefur lengi sett stefnuna á að komast í atvinnumennsku en það markmið var nokkuð fjarlægt á tímabili. „Þetta er draumur manns, að komast að erlendis og spila á stærra sviði en heima og komast sem lengst í handboltaheiminum og í landsliðið. Á tímabili fannst mér ég vera rosalega langt frá þessum draumi. Þannig var tilfinningin. En síðustu tvö árin hef ég færst ótrúlega hratt nær draumnum,“ sagði Hákon. Hann ætlar sér að kveðja ÍBV með stæl. „Markmiðið hjá mér og liðunum sem ég hef verið í er alltaf að berjast um alla titla. Og það breytist ekkert. Maður heldur bara áfram að berjast fyrir Bandalagið.“ Finnur ekki svona samstöðu annars staðar Hákon segir að allt umhverfið hjá ÍBV komist eins nálægt því að vera eins og hjá atvinnumannafélagi og hægt er. „Ég er með Erling [Richardsson] sem er geðveikur þjálfari og hefur hjálpað mér mikið. Ég hef lent á mörgum veggjum undanfarin ár en hef fengið ótrúlega góða hjálp, bæði frá þjálfurum, leikmönnum og fólkinu í Eyjum,“ sagði Hákon. Hákon Daði á vítalínunni þar sem honum líður alla jafna vel.vísir/hulda margrét „Þetta kemst næst því að vera í atvinnumennsku eins og hægt er. Hvernig er æft og hversu mikið og hvað er haldið vel utan um leikmenn. Þú ert í svolítið vernduðu umhverfi í Vestmannaeyjum. Þú ert svo tengdur inn í samfélagið og allir spyrja þig úti í búð hvenær næsti leikur sé og ræða um frammistöðuna. Þú finnur ekki svona mikla samstöðu annars staðar.“ Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
„Ég hefði eiginlega ekki getað fengið betra tækifæri, vera með Guðjón Val sem er sá besti í minni stöðu. Svo er algjör plús að vera með Elliða þarna. Ég er með smá öryggisnet þarna og þetta er líka gott lið,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. Gummersbach er sem stendur í 3. sæti þýsku B-deildarinnar, einu stigi frá efstu tveimur liðunum. Hákon vonast að sjálfsögðu til að Gummersbach komist upp í úrvalsdeildina en félagaskiptin velta ekki á því. Hann spilar með Gummersbach sama í hvorri deildinni liðið verður. „Það gerist bara ef það gerist,“ sagði Hákon. Ekki er langt síðan hann heyrði fyrst af áhuga Gummersbach. Greip mig strax „Það eru kannski tvær vikur síðan. Þetta hefur gerst frekar hratt,“ sagði Eyjamaðurinn. Aðrir kostir voru í stöðunni en Gummersbach var alltaf sá fyrsti eftir að félagið kom inn í myndina. „Það var áhugi frá öðru félagi sem mér fannst ekki alveg nógu heillandi. En þetta greip mig strax og var eina alvöru tilboðið sem ég fékk. Þetta var aldrei spurning,“ sagði hornamaðurinn sem er markahæstur í Olís-deildinni með 138 mörk. Hákon Daði getur eflaust lært margt af Guðjóni Val Sigurðssyni, einum besta hornamanni allra tíma.getty/Marius Becker Hákon hefur lengi sett stefnuna á að komast í atvinnumennsku en það markmið var nokkuð fjarlægt á tímabili. „Þetta er draumur manns, að komast að erlendis og spila á stærra sviði en heima og komast sem lengst í handboltaheiminum og í landsliðið. Á tímabili fannst mér ég vera rosalega langt frá þessum draumi. Þannig var tilfinningin. En síðustu tvö árin hef ég færst ótrúlega hratt nær draumnum,“ sagði Hákon. Hann ætlar sér að kveðja ÍBV með stæl. „Markmiðið hjá mér og liðunum sem ég hef verið í er alltaf að berjast um alla titla. Og það breytist ekkert. Maður heldur bara áfram að berjast fyrir Bandalagið.“ Finnur ekki svona samstöðu annars staðar Hákon segir að allt umhverfið hjá ÍBV komist eins nálægt því að vera eins og hjá atvinnumannafélagi og hægt er. „Ég er með Erling [Richardsson] sem er geðveikur þjálfari og hefur hjálpað mér mikið. Ég hef lent á mörgum veggjum undanfarin ár en hef fengið ótrúlega góða hjálp, bæði frá þjálfurum, leikmönnum og fólkinu í Eyjum,“ sagði Hákon. Hákon Daði á vítalínunni þar sem honum líður alla jafna vel.vísir/hulda margrét „Þetta kemst næst því að vera í atvinnumennsku eins og hægt er. Hvernig er æft og hversu mikið og hvað er haldið vel utan um leikmenn. Þú ert í svolítið vernduðu umhverfi í Vestmannaeyjum. Þú ert svo tengdur inn í samfélagið og allir spyrja þig úti í búð hvenær næsti leikur sé og ræða um frammistöðuna. Þú finnur ekki svona mikla samstöðu annars staðar.“
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira