Með 27 mörk í síðustu tveimur leikjum: Besta frammistaðan síðan í Hjartasteini Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 14:31 Blær Hinriksson hefur verið óstöðvandi í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar. vísir/hulda margrét Sennilega hefur enginn leikmaður Olís-deildar karla komið betur undan hléinu sem gert var vegna kórónuveirufaraldursins og Blær Hinriksson. Hann hefur skorað samtals 27 mörk í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar. Blær skoraði þrettán mörk þegar Afturelding laut í lægra haldi fyrir Haukum í gær, 33-25. Hann fylgdi þar með eftir fjórtán marka frammistöðu sinni í 35-33 tapinu fyrir Stjörnunni í fyrsta leik Aftureldingar eftir hléið. Samtals hefur Blær því skorað 27 mörk í síðustu tveimur leikjum Mosfellinga. Og það úr aðeins 33 skotum. Það gerir 82 prósent skotnýtingu sem er lygilega góð fyrir útispilara. Í leiknum gegn Stjörnunni skoraði Blær helming marka sinna, eða sjö, af vítalínunni. Í gær komu aðeins fjögur mörk af vítalínunni. Í leikjunum tveimur hefur hann aðeins klikkað á einu víti, því fyrsta gegn Stjörnunni. Síðan þá hefur hann skorað úr ellefu vítum í röð. Mörk Blæs í leikjunum gegn Stjörnunni og Haukum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mörk Blæs gegn Stjörnunni og Haukum Auk markanna 27 hefur Blær gefið sex stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar og því komið með beinum hætti að 33 af 58 mörkum liðsins. Úrslitin hafa vissulega ekki verið hagstæð fyrir Aftureldingu eftir hléið en það er lítið við Blæ að sakast. Blæ hafa ekki haldið nein bönd í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar.vísir/hulda margrét Í ellefu leikjum fyrir síðasta hléið skoraði Blær samtals 53 mörk. Þau eru nú alls orðin áttatíu og Blær hefur klifrað hratt upp listann yfir markahæstu leikmenn Olís-deildarinnar. Hann er núna í 10.-11. sæti markalistans. Blær þreytti frumraun sína í Olís-deildinni með HK á síðasta tímabili. Hann lék ekki mikið vegna meiðsla en skoraði samt 5,1 mark að meðaltali í leik. Skotnýtingin var þó aðeins 47 prósent en núna er hún 65 prósent. Hinn nítján ára Blær gekk í raðir Aftureldingar í sumar og hefur fengið mikla ábyrgð og stórt hlutverk í þeim miklu meiðslum sem hafa dunið á liðinu. Og það er óhætt að segja að hann hafi staðið undir ábyrgðinni. Blær ásamt Baldri Einarssyni, mótleikara sínum í Hjartasteini.getty/Jalal Morchidi Margir kannast eflaust við Blæ úr kvikmyndinni Hjartasteini frá 2016. Myndin fékk afar góðar viðtökur og Blær fékk Edduverðlaun fyrir frammistöðu sína í henni. Segja má að leiklistin sé Blæ í blóð borin. Faðir hans, Hinrik Ólafsson, er þekktur leikari og föðurbróðir hans er sjálfur Egill Ólafsson. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Blær skoraði þrettán mörk þegar Afturelding laut í lægra haldi fyrir Haukum í gær, 33-25. Hann fylgdi þar með eftir fjórtán marka frammistöðu sinni í 35-33 tapinu fyrir Stjörnunni í fyrsta leik Aftureldingar eftir hléið. Samtals hefur Blær því skorað 27 mörk í síðustu tveimur leikjum Mosfellinga. Og það úr aðeins 33 skotum. Það gerir 82 prósent skotnýtingu sem er lygilega góð fyrir útispilara. Í leiknum gegn Stjörnunni skoraði Blær helming marka sinna, eða sjö, af vítalínunni. Í gær komu aðeins fjögur mörk af vítalínunni. Í leikjunum tveimur hefur hann aðeins klikkað á einu víti, því fyrsta gegn Stjörnunni. Síðan þá hefur hann skorað úr ellefu vítum í röð. Mörk Blæs í leikjunum gegn Stjörnunni og Haukum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mörk Blæs gegn Stjörnunni og Haukum Auk markanna 27 hefur Blær gefið sex stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar og því komið með beinum hætti að 33 af 58 mörkum liðsins. Úrslitin hafa vissulega ekki verið hagstæð fyrir Aftureldingu eftir hléið en það er lítið við Blæ að sakast. Blæ hafa ekki haldið nein bönd í síðustu tveimur leikjum Aftureldingar.vísir/hulda margrét Í ellefu leikjum fyrir síðasta hléið skoraði Blær samtals 53 mörk. Þau eru nú alls orðin áttatíu og Blær hefur klifrað hratt upp listann yfir markahæstu leikmenn Olís-deildarinnar. Hann er núna í 10.-11. sæti markalistans. Blær þreytti frumraun sína í Olís-deildinni með HK á síðasta tímabili. Hann lék ekki mikið vegna meiðsla en skoraði samt 5,1 mark að meðaltali í leik. Skotnýtingin var þó aðeins 47 prósent en núna er hún 65 prósent. Hinn nítján ára Blær gekk í raðir Aftureldingar í sumar og hefur fengið mikla ábyrgð og stórt hlutverk í þeim miklu meiðslum sem hafa dunið á liðinu. Og það er óhætt að segja að hann hafi staðið undir ábyrgðinni. Blær ásamt Baldri Einarssyni, mótleikara sínum í Hjartasteini.getty/Jalal Morchidi Margir kannast eflaust við Blæ úr kvikmyndinni Hjartasteini frá 2016. Myndin fékk afar góðar viðtökur og Blær fékk Edduverðlaun fyrir frammistöðu sína í henni. Segja má að leiklistin sé Blæ í blóð borin. Faðir hans, Hinrik Ólafsson, er þekktur leikari og föðurbróðir hans er sjálfur Egill Ólafsson. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira