Hættum að refsa fólki fyrir að vinna Kristjana Rut Atladóttir skrifar 5. maí 2021 12:30 Í fyrra varð mikið hneyksli meðal almennings þegar fréttir bárust af hjúkrunarfræðinemum sem gátu ekki aðstoðað við COVID19 faraldurinn vegna skerðinga á námslánum. Stjórnvöld brugðust við með tímabundnum lagabreytingum sem komu í veg fyrir að tekjur námsmanna, sem aflað var með vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðs- og velferðarþjónustu og lögreglunnar, kæmu til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanna. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu kom fram að tilgangur þessarar breytinga var að koma til móts við námsmenn sem kæmu á vinnumarkað vegna sérstakra aðstæðna á árinu 2020. En hvað með langvarandi skort á vinnuafli í hjúkrunarheimilum, leikskólum, þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, o.s.frv. Væri ekki almennt æskilegt ef námsfólk gæti starfað samhliða námi án þess að eiga það á hættu að missa rétt til framfærslu námslána? Þannig getur það fengið starfsreynslu, styrkt atvinnulífið og borgað hærri skatta. Á Íslandi eru ekki bara nemendum refsað fyrir að vinna. Íslensk lög virðast líka hafa það að markmiði að koma í veg fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Atvinnutekjur þeirra eru skertar með svo ofsafengnum hætti að fjárhagslegur ábati verður nánast enginn. Árið 2017 birti Félag eldri borgara í Reykjavík greinargerð um fjárhagslega stöðu aldraðra. Þar kom fram að afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnutekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og að hugsanlega gæti ríkissjóður haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Það er því með öllu óverjandi að öldruðum sem vilja vinna sé refsað fyrir atvinnuþátttöku í formi slíkra skerðinga. Öryrkjar sem afla sér atvinnutekna eiga einnig von á ýmiss konar refsingum. Örorkumat er gjarnan veitt tímabundið og margir óttast skerðingu bóta ef heilsu þeirra hrakar eftir að þeir hefja vinnu. Öryrkjar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum ef þeir gera tilraun til að hefja vinnu á ný. Því hefur Flokkur fólksins lagt til að öryrkjum verði veitt sérstök heimild sem þeir geta nýtt sér þegar þeir vilja reyna að hefja störf á ný eða auka starfsgetu sína. Fari svo að sú tilraun heppnist ekki þarf öryrkinn ekki að óttast frekari skerðingar lífeyrisgreiðslna eða endurmat örorku á grundvelli þeirrar tilraunar. Svipað úrræði skilaði góðum árangri í Svíþjóð. Þar sneri fjöldi þátttakenda aftur á vinnumarkaðinn eftir að hafa gert tilraun til að starfa. Það mun ekki kosta íslenskt samfélag að afnema refsingar sem ríkið hefur sett á nemendur, aldraða og öryrkja sem geta og vilja vinna. Þvert á móti munum við græða á því. Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að allir þegnar þess hafi hvata til vinnu og aukinn starfskraftur er samfélaginu til góðs. Ríkissjóður fær skatttekjur af atvinnutekjum og andleg heilsa batnar gjarnan ef fólk getur tekið virkan þátt í samfélaginu. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram þingmál til þess að afnema skerðingar á atvinnutekjur. Ríkisstjórnin hunsar þessi mál og svæfir þau í nefndum. Þegar kjósendur mæta á kjörstað 25. september geta þeir breytt þessari illa ígrunduðu stefnu og lagt sitt af mörkum í baráttunni fyrir því að allir landsmenn fái að vinna án refsinga. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Í fyrra varð mikið hneyksli meðal almennings þegar fréttir bárust af hjúkrunarfræðinemum sem gátu ekki aðstoðað við COVID19 faraldurinn vegna skerðinga á námslánum. Stjórnvöld brugðust við með tímabundnum lagabreytingum sem komu í veg fyrir að tekjur námsmanna, sem aflað var með vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðs- og velferðarþjónustu og lögreglunnar, kæmu til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanna. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu kom fram að tilgangur þessarar breytinga var að koma til móts við námsmenn sem kæmu á vinnumarkað vegna sérstakra aðstæðna á árinu 2020. En hvað með langvarandi skort á vinnuafli í hjúkrunarheimilum, leikskólum, þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, o.s.frv. Væri ekki almennt æskilegt ef námsfólk gæti starfað samhliða námi án þess að eiga það á hættu að missa rétt til framfærslu námslána? Þannig getur það fengið starfsreynslu, styrkt atvinnulífið og borgað hærri skatta. Á Íslandi eru ekki bara nemendum refsað fyrir að vinna. Íslensk lög virðast líka hafa það að markmiði að koma í veg fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Atvinnutekjur þeirra eru skertar með svo ofsafengnum hætti að fjárhagslegur ábati verður nánast enginn. Árið 2017 birti Félag eldri borgara í Reykjavík greinargerð um fjárhagslega stöðu aldraðra. Þar kom fram að afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnutekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og að hugsanlega gæti ríkissjóður haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Það er því með öllu óverjandi að öldruðum sem vilja vinna sé refsað fyrir atvinnuþátttöku í formi slíkra skerðinga. Öryrkjar sem afla sér atvinnutekna eiga einnig von á ýmiss konar refsingum. Örorkumat er gjarnan veitt tímabundið og margir óttast skerðingu bóta ef heilsu þeirra hrakar eftir að þeir hefja vinnu. Öryrkjar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum ef þeir gera tilraun til að hefja vinnu á ný. Því hefur Flokkur fólksins lagt til að öryrkjum verði veitt sérstök heimild sem þeir geta nýtt sér þegar þeir vilja reyna að hefja störf á ný eða auka starfsgetu sína. Fari svo að sú tilraun heppnist ekki þarf öryrkinn ekki að óttast frekari skerðingar lífeyrisgreiðslna eða endurmat örorku á grundvelli þeirrar tilraunar. Svipað úrræði skilaði góðum árangri í Svíþjóð. Þar sneri fjöldi þátttakenda aftur á vinnumarkaðinn eftir að hafa gert tilraun til að starfa. Það mun ekki kosta íslenskt samfélag að afnema refsingar sem ríkið hefur sett á nemendur, aldraða og öryrkja sem geta og vilja vinna. Þvert á móti munum við græða á því. Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að allir þegnar þess hafi hvata til vinnu og aukinn starfskraftur er samfélaginu til góðs. Ríkissjóður fær skatttekjur af atvinnutekjum og andleg heilsa batnar gjarnan ef fólk getur tekið virkan þátt í samfélaginu. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram þingmál til þess að afnema skerðingar á atvinnutekjur. Ríkisstjórnin hunsar þessi mál og svæfir þau í nefndum. Þegar kjósendur mæta á kjörstað 25. september geta þeir breytt þessari illa ígrunduðu stefnu og lagt sitt af mörkum í baráttunni fyrir því að allir landsmenn fái að vinna án refsinga. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun