Félag atvinnurekenda flaggar röngu tré… enn einu sinni Erna Bjarnadóttir skrifar 5. maí 2021 15:31 Félag atvinnurekenda er óþreytandi í ávítum sínum í garð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að breyta fyrirkomulagi við útboð á tollkvótum landbúnaðarvara frá ESB. Svo langt ganga húskarlar þar á bæ að halda því fram að útboðsgjaldið hafi verið hækkað um síðustu áramót. Þessar sneiðar í garð ráðherrans og löggjafans standast vitaskuld ekki skoðun. Það eru innflytjendur sem sjálfir bjóða í kvótana og þau tilboð eru að hámarki sá hagnaður sem þau hafa af innflutningnum. Einföld markaðshagfræði Hafi tilboðsverð í útboðum á tollkvótum hækkað þýðir það einungis minni hagnað innflytjenda og meiri tekjur í ríkissjóð. Ástæðan er einföld. Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu, sem þeir hafa vissulega gert, verður ekki breyting á framboðnu magni á landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Það er því ekki enginn fótur fyrir þeirri fullyrðingu talsmanns Félags atvinnurekenda að með breyttu fyrirkomulagi við útboð tollkvóta hafi hagur neytenda verið skertur. Hagnaður innflytjenda af þessum innflutningi hefur á hinn bóginn verið rýrður. Það er auðvitað ástæðan fyrir hamagangi hagsmunasamtaka þeirra. Tekjur ríkissjóðs hafa hins vegar hækkað að sama skapi. Væntanlega kemur það heimilunum í landinu til góða. Árásir Félags atvinnurekenda á fyrirtæki bænda En Félag atvinnurekenda gengur enn lengra þegar það sneiðir sérstaklega að fyrirtækjum bænda í fréttatilkynningu 3. maí sl. þar sem segir: „Þessi lagabreyting ver aðallega kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsöluna fyrir samkeppni, en gerir ekkert til að bæta hag bænda. Hún bitnar hins vegar hart á almennum neytendum.“ (sjá vefútgáfu Mbl. þann 3. maí sl.). Í fyrsta lagi kemur skýrt fram í þessari sömu fréttatilkynningu að útboðsgjald fyrir osta hækkaði aðeins um 1,32% frá fyrra ári þegar almenn verðbólga er 4,6%. Það er nú öll hækkunin sem félagið gerir svo mikið úr. Það sem er þó alvarlegra er að félagið gerir því skóna að hagsmunir bænda og þeirra fyrirtækja sem þeir reka til að markaðssetja afurðir sínar, séu andstæðir. Kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsalan sem Félag atvinnurekenda tiltekur sérstaklega eru einfaldlega verkfæri bænda til að koma vinna vörur úr afurðum sínum með hagkvæmum hætti og koma þeim á markað. Án þessara vinnslu- og marksfyrirtækja getur landbúnaður á Íslandi ekki þrifist. Afurðastöðvar tryggja hag bænda og neytenda Það er því óhætt að fullyrða að starfsemi kjötvinnslustöðvanna og mjólkurvinnslustöðvanna er til að tryggja afkomu bænda og stöðugleika í rekstri þeirra og lækka jafnframt framleiðslukostnað og þar með verð til neytenda eins og unnt er. Það eru hreinar rangfærslur að reglur um útboð á tollkvótum og tollar á innfluttar búvörur geri „…ekkert til að bæta hag bænda“, eins og Félag atvinnurekenda fullyrðir í fréttatilkynningunni. Nærtækara væri fyrir félagið að berjast fyrir stöndugum afurðastöðvum í landbúnaði en með þeim hætti væri unnt að tryggja jafnvægi milli hags bænda og neytenda, en ólíklegt er að af því verði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda er óþreytandi í ávítum sínum í garð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að breyta fyrirkomulagi við útboð á tollkvótum landbúnaðarvara frá ESB. Svo langt ganga húskarlar þar á bæ að halda því fram að útboðsgjaldið hafi verið hækkað um síðustu áramót. Þessar sneiðar í garð ráðherrans og löggjafans standast vitaskuld ekki skoðun. Það eru innflytjendur sem sjálfir bjóða í kvótana og þau tilboð eru að hámarki sá hagnaður sem þau hafa af innflutningnum. Einföld markaðshagfræði Hafi tilboðsverð í útboðum á tollkvótum hækkað þýðir það einungis minni hagnað innflytjenda og meiri tekjur í ríkissjóð. Ástæðan er einföld. Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu, sem þeir hafa vissulega gert, verður ekki breyting á framboðnu magni á landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Það er því ekki enginn fótur fyrir þeirri fullyrðingu talsmanns Félags atvinnurekenda að með breyttu fyrirkomulagi við útboð tollkvóta hafi hagur neytenda verið skertur. Hagnaður innflytjenda af þessum innflutningi hefur á hinn bóginn verið rýrður. Það er auðvitað ástæðan fyrir hamagangi hagsmunasamtaka þeirra. Tekjur ríkissjóðs hafa hins vegar hækkað að sama skapi. Væntanlega kemur það heimilunum í landinu til góða. Árásir Félags atvinnurekenda á fyrirtæki bænda En Félag atvinnurekenda gengur enn lengra þegar það sneiðir sérstaklega að fyrirtækjum bænda í fréttatilkynningu 3. maí sl. þar sem segir: „Þessi lagabreyting ver aðallega kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsöluna fyrir samkeppni, en gerir ekkert til að bæta hag bænda. Hún bitnar hins vegar hart á almennum neytendum.“ (sjá vefútgáfu Mbl. þann 3. maí sl.). Í fyrsta lagi kemur skýrt fram í þessari sömu fréttatilkynningu að útboðsgjald fyrir osta hækkaði aðeins um 1,32% frá fyrra ári þegar almenn verðbólga er 4,6%. Það er nú öll hækkunin sem félagið gerir svo mikið úr. Það sem er þó alvarlegra er að félagið gerir því skóna að hagsmunir bænda og þeirra fyrirtækja sem þeir reka til að markaðssetja afurðir sínar, séu andstæðir. Kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsalan sem Félag atvinnurekenda tiltekur sérstaklega eru einfaldlega verkfæri bænda til að koma vinna vörur úr afurðum sínum með hagkvæmum hætti og koma þeim á markað. Án þessara vinnslu- og marksfyrirtækja getur landbúnaður á Íslandi ekki þrifist. Afurðastöðvar tryggja hag bænda og neytenda Það er því óhætt að fullyrða að starfsemi kjötvinnslustöðvanna og mjólkurvinnslustöðvanna er til að tryggja afkomu bænda og stöðugleika í rekstri þeirra og lækka jafnframt framleiðslukostnað og þar með verð til neytenda eins og unnt er. Það eru hreinar rangfærslur að reglur um útboð á tollkvótum og tollar á innfluttar búvörur geri „…ekkert til að bæta hag bænda“, eins og Félag atvinnurekenda fullyrðir í fréttatilkynningunni. Nærtækara væri fyrir félagið að berjast fyrir stöndugum afurðastöðvum í landbúnaði en með þeim hætti væri unnt að tryggja jafnvægi milli hags bænda og neytenda, en ólíklegt er að af því verði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun