Alls eru fjögur lið á eftir enska vængmanninum Jadon Sancho. Þar á meðal Manchester United sem var nálægt því að festa kaup á honum síðasta sumar.
Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála, hjá Dortmund sagði í viðtali við Sky Sports að Sancho mætti fara í sumar samkvæmt heiðursmannasamkomulagi svo lengi sem „ákveðnum skilyrðum sér mætt.“
Zorc staðfesti að Man United hefði verið nálægt því að kaupa hann síðasta sumar en téðum skilyrðum hafi ekki verið mætt.
Four clubs are interested in signing Jadon Sancho this summer, while Borussia Dortmund are unwilling to sell Erling Haaland for less than £150m.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 6, 2021
Þýska félagið vildi fá allt að 108 milljónir evra fyrir enska landsliðsmanninn síðasta sumar en talið er að kaupverðið verði töluvert lægra í sumar eða í kringum 80 milljónir samkvæmt Sky. Þá er talið að Sancho vilji spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Real Madrid, Barcelona, Manchester United, Manchester City og Chelsea eru öll á eftir norska framherjanum Erling Braut Håland. Hann fer þó ekki fet nema borgað verði uppsett verð, 150 milljónir evra.
Sem stendur er Dortmund í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir Eintracht Frankfurt þegar þrjár umferðir eru eftir.