Guðspjallið spilaði ... Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. maí 2021 09:49 Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. Tónlist hans og annarra meistara kirkjutónlistarinnar opnar svið innra með hlustandanum sem rökhugsunin nær ekki fyllilega til, orðin eða frásagnirnar. Þegar vel tekst til skynjar hlustandinn voldugar kenndir hrærast innra með sér, sem fátækleg orð ná ekki að lýsa. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Að baki býr mikil vinna, sérstök færni og djúp þekking. Hörður Áskelsson hefur í yfir fjörutíu ár staðið fyrir slíkum tónlistarflutningi í Hallgrímskirkju. Hann hefur laðað til sín margt af besta söngfólki landsins og starfrækt tvo afburða kóra, Mótettukórinn og Schola Cantorum. Þetta er ævistarf hans, og Hallgrímskirkja hefur verið vettvangur þess starfs. Hann hefur lært á hljóm kirkjunnar, fundið hvernig má láta undrið gerast, þegar ómur nær að senda ljósgeisla inn í sálina. Hann hefur spilað guðspjallið. Hann hefur gert manna mest til að gera Hallgrímskirkju að höfuðkirkju. Og nú þegar líður að leiðarlokum skyldi maður ætla að fulltrúar Hallgrímskirkju, prestar hennar og þjóðkirkjan öll þakkaði mikið og gott starf og stuðlaði að farsælum starfslokum sem sómi væri að, ekki síst til að tryggja að tónlistin ómi áfram um hvelfingar kirkjunnar. En það er öðru nær. Herði er gert að yfirgefa þennan starfsvettvang sinn með skömm. Að baki býr vanmat á Herði sem listamanni, vanmat á hlut listarinnar í kirkjustarfinu, vanmat á samstöðu annarra listamanna með honum. Fyrir vikið er tónlistarstarf í kirkjunni í uppnámi, kórarnir tveir á förum og guðspjall fimmta guðspjallamannsins við það að hljóðna. Það hlýtur að vera hægt að vinda ofan af þessu klúðri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímskirkja Tónlist Þjóðkirkjan Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. Tónlist hans og annarra meistara kirkjutónlistarinnar opnar svið innra með hlustandanum sem rökhugsunin nær ekki fyllilega til, orðin eða frásagnirnar. Þegar vel tekst til skynjar hlustandinn voldugar kenndir hrærast innra með sér, sem fátækleg orð ná ekki að lýsa. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Að baki býr mikil vinna, sérstök færni og djúp þekking. Hörður Áskelsson hefur í yfir fjörutíu ár staðið fyrir slíkum tónlistarflutningi í Hallgrímskirkju. Hann hefur laðað til sín margt af besta söngfólki landsins og starfrækt tvo afburða kóra, Mótettukórinn og Schola Cantorum. Þetta er ævistarf hans, og Hallgrímskirkja hefur verið vettvangur þess starfs. Hann hefur lært á hljóm kirkjunnar, fundið hvernig má láta undrið gerast, þegar ómur nær að senda ljósgeisla inn í sálina. Hann hefur spilað guðspjallið. Hann hefur gert manna mest til að gera Hallgrímskirkju að höfuðkirkju. Og nú þegar líður að leiðarlokum skyldi maður ætla að fulltrúar Hallgrímskirkju, prestar hennar og þjóðkirkjan öll þakkaði mikið og gott starf og stuðlaði að farsælum starfslokum sem sómi væri að, ekki síst til að tryggja að tónlistin ómi áfram um hvelfingar kirkjunnar. En það er öðru nær. Herði er gert að yfirgefa þennan starfsvettvang sinn með skömm. Að baki býr vanmat á Herði sem listamanni, vanmat á hlut listarinnar í kirkjustarfinu, vanmat á samstöðu annarra listamanna með honum. Fyrir vikið er tónlistarstarf í kirkjunni í uppnámi, kórarnir tveir á förum og guðspjall fimmta guðspjallamannsins við það að hljóðna. Það hlýtur að vera hægt að vinda ofan af þessu klúðri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun