Brottreksturinn grátbroslegur nú þegar leyfa á heimaslátrun: „Óska engum þess að fara í gegnum þetta“ Eiður Þór Árnason skrifar 9. maí 2021 20:01 Sveinn Margeirsson segir að ferill málsins hafi opinberað stóra galla í matvælaeftirlitskerfi Íslands. Samsett Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís, fagnar því að loks standi til að leyfa bændum að slátra sauðfé og geitum á búum sínum og dreifa á markaði. Sala á heimaslátruðu kjöti hefur lengi verið þyrnir í augum yfirvalda og er óhætt að segja að Sveinn hafi fundið það á eigin skinni. Hann var ákærður árið 2019 fyrir brot á lögum um slátrun og sláturaðferðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað var utan löggilts sláturhúss á bændamarkaði í Skagafirði. Á markaðnum var meðal annars selt kjöt af lömbum sem hafði verið slátrað á bænum Birkihlíð í samræmi við verklag sem Matís hafði lagt til. Tengdist slátrunin tilraunaverkefni sem átti meðal annars að kanna hvort gæði lambakjöts úr heimaslátrun og sláturhúsi væru sambærileg. Sveinn neitaði sök í málinu og var sýknaður af ákærunni í Héraðsdómi Norðurlands vestra í október á síðasta ári. Hann hafði þá verið rekinn frá Matís árið 2018, þremur vikum eftir að Matvælastofnun (MAST) fór þess á leit við lögreglu að rannsókn yrði hafin á málinu. Dómi héraðsdóms var ekki áfrýjað og hefur Sveinn farið fram á afsökunarbeiðni af hálfu Hákons Stefánssonar, núverandi stjórnarformanns Matís. Berist hún ekki segir hann það koma sterklega til greina að höfða skaðabótamál. Erfitt fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að eiga við eftirlitskerfið Sveinn viðurkennir að brottrekstur hans verði að teljast frekar grátbrotlegur nú þegar útlit er fyrir að heimaslátrun verði loks leyfð næsta haust. „Ég fagna þessu, það er engin spurning um það. Ég verð að fá að hrósa ráðherra fyrir það sem hann hefur gert í þessu máli. Mér finnst hins vegar á margan hátt að málið opinberi hegðun tiltekinna starfsmanna eftirlitskerfisins sem er fyrir neðan allar hellur satt best að segja.“ Vísar hann þar meðal annars til ákærunnar á hendur sér og segir að menn hafi reglulega hlaupið á sig í þessu ferli. Hann bætir við að ferlið hafi opinberað stóra galla í matvælaeftirlitskerfi Íslands að fólkið innan þess kerfis þurfi að svara fyrir sín mistök. Á dögunum var gengið frá regluverki sem gerir sauðfjár- og geitabændum kleift að slátra og markaðssetja vöru sína sjálfir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á von á því að þetta muni þeir geta gert strax í haust ef áætlanir ganga eftir.Vísir/vilhelm Héraðsdómur komst í sýknun sinni að þeirri niðurstöðu að ákvæði laga um slátrun og sláturafurðir, sem Sveinn var ákærður fyrir að brjóta, tæki einungis til slátrunar gripa en ekki til sölu eða dreifingar sláturafurða. Því hafi meint brot Sveins ekki verið refsivert samkvæmt lögum. „Í raun og veru finnst mér hroki dálítið einkenna framgöngu sumra starfsmanna Matvælastofnunar í þessu máli. Það er greinilega búið að vera ströggl af hálfu ráðherra að eiga við þessa hagsmuni sem liggja hjá eftirlitskerfinu,“ segir Sveinn. Sáttur við hvar hann er í dag Sveinn telur að áðurnefnt tilraunaverkefni Matís og sú vegferð sem hún og MAST hafi leitt hann í hafi átt þátt í því að loks standi til að leyfa sölu á heimaslátruðu kjöti. „Ég óska engum þess að fara í gegnum þetta ferli sem ég hef upplifað en í dag er ég sveitarstjóri í Skútustaðahreppi og finnst það starf mjög skemmtilegt og gefandi og gaman að sjá kraftinn í bændum verandi í nærsamfélagi landbúnaðarins. Svo þegar öllu er á botninn hvolft þá í raun og veru er ég bara mjög sáttur við hvar ég stend í dag en það er búið að vera gríðarlega mikil vinna sem hefur fylgt því.“ Námafjall og Hverarönd eru meðal fjölmargra náttúruperlna í Skútustaðahreppi þar sem Sveinn er nú sveitarstjóri.Vísir/vilhelm Að lokum vill Sveinn hvetja bændur til að nýta þetta tækifæri til að auka nýsköpun og verðmæti framleiðslu sinnar. „Það er auðvitað algjörlega ljóst að sauðfjárrækt er ákveðinn hornsteinn í byggðum landsins víða um land og menn þurfa auðvitað að sýna hvað í þeim býr.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Skútustaðahreppur Matvælaframleiðsla Landbúnaður Dómsmál Tengdar fréttir Sveinn Margeirsson telur ákæruna og tildrög hin einkennilegustu Fyrrverandi forstjóri Matís ákærður fyrir að hafa brotið lög um slátrun. 28. október 2019 15:55 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Sala á heimaslátruðu kjöti hefur lengi verið þyrnir í augum yfirvalda og er óhætt að segja að Sveinn hafi fundið það á eigin skinni. Hann var ákærður árið 2019 fyrir brot á lögum um slátrun og sláturaðferðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað var utan löggilts sláturhúss á bændamarkaði í Skagafirði. Á markaðnum var meðal annars selt kjöt af lömbum sem hafði verið slátrað á bænum Birkihlíð í samræmi við verklag sem Matís hafði lagt til. Tengdist slátrunin tilraunaverkefni sem átti meðal annars að kanna hvort gæði lambakjöts úr heimaslátrun og sláturhúsi væru sambærileg. Sveinn neitaði sök í málinu og var sýknaður af ákærunni í Héraðsdómi Norðurlands vestra í október á síðasta ári. Hann hafði þá verið rekinn frá Matís árið 2018, þremur vikum eftir að Matvælastofnun (MAST) fór þess á leit við lögreglu að rannsókn yrði hafin á málinu. Dómi héraðsdóms var ekki áfrýjað og hefur Sveinn farið fram á afsökunarbeiðni af hálfu Hákons Stefánssonar, núverandi stjórnarformanns Matís. Berist hún ekki segir hann það koma sterklega til greina að höfða skaðabótamál. Erfitt fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að eiga við eftirlitskerfið Sveinn viðurkennir að brottrekstur hans verði að teljast frekar grátbrotlegur nú þegar útlit er fyrir að heimaslátrun verði loks leyfð næsta haust. „Ég fagna þessu, það er engin spurning um það. Ég verð að fá að hrósa ráðherra fyrir það sem hann hefur gert í þessu máli. Mér finnst hins vegar á margan hátt að málið opinberi hegðun tiltekinna starfsmanna eftirlitskerfisins sem er fyrir neðan allar hellur satt best að segja.“ Vísar hann þar meðal annars til ákærunnar á hendur sér og segir að menn hafi reglulega hlaupið á sig í þessu ferli. Hann bætir við að ferlið hafi opinberað stóra galla í matvælaeftirlitskerfi Íslands að fólkið innan þess kerfis þurfi að svara fyrir sín mistök. Á dögunum var gengið frá regluverki sem gerir sauðfjár- og geitabændum kleift að slátra og markaðssetja vöru sína sjálfir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á von á því að þetta muni þeir geta gert strax í haust ef áætlanir ganga eftir.Vísir/vilhelm Héraðsdómur komst í sýknun sinni að þeirri niðurstöðu að ákvæði laga um slátrun og sláturafurðir, sem Sveinn var ákærður fyrir að brjóta, tæki einungis til slátrunar gripa en ekki til sölu eða dreifingar sláturafurða. Því hafi meint brot Sveins ekki verið refsivert samkvæmt lögum. „Í raun og veru finnst mér hroki dálítið einkenna framgöngu sumra starfsmanna Matvælastofnunar í þessu máli. Það er greinilega búið að vera ströggl af hálfu ráðherra að eiga við þessa hagsmuni sem liggja hjá eftirlitskerfinu,“ segir Sveinn. Sáttur við hvar hann er í dag Sveinn telur að áðurnefnt tilraunaverkefni Matís og sú vegferð sem hún og MAST hafi leitt hann í hafi átt þátt í því að loks standi til að leyfa sölu á heimaslátruðu kjöti. „Ég óska engum þess að fara í gegnum þetta ferli sem ég hef upplifað en í dag er ég sveitarstjóri í Skútustaðahreppi og finnst það starf mjög skemmtilegt og gefandi og gaman að sjá kraftinn í bændum verandi í nærsamfélagi landbúnaðarins. Svo þegar öllu er á botninn hvolft þá í raun og veru er ég bara mjög sáttur við hvar ég stend í dag en það er búið að vera gríðarlega mikil vinna sem hefur fylgt því.“ Námafjall og Hverarönd eru meðal fjölmargra náttúruperlna í Skútustaðahreppi þar sem Sveinn er nú sveitarstjóri.Vísir/vilhelm Að lokum vill Sveinn hvetja bændur til að nýta þetta tækifæri til að auka nýsköpun og verðmæti framleiðslu sinnar. „Það er auðvitað algjörlega ljóst að sauðfjárrækt er ákveðinn hornsteinn í byggðum landsins víða um land og menn þurfa auðvitað að sýna hvað í þeim býr.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Skútustaðahreppur Matvælaframleiðsla Landbúnaður Dómsmál Tengdar fréttir Sveinn Margeirsson telur ákæruna og tildrög hin einkennilegustu Fyrrverandi forstjóri Matís ákærður fyrir að hafa brotið lög um slátrun. 28. október 2019 15:55 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Sveinn Margeirsson telur ákæruna og tildrög hin einkennilegustu Fyrrverandi forstjóri Matís ákærður fyrir að hafa brotið lög um slátrun. 28. október 2019 15:55
Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55