Ríflega 6.500 einstaklingar voru bólusettir bóluefninu frá Janssen á miðvikudag, aðallega leik- og grunnskólakennarar. Og í gær bárust fréttir af því að erfitt væri að reynast að manna marga leikskóla vegna veikinda af völdum aukaverkana.
Klukkan 11 í gær, þegar tölur voru uppfærðar, hafði Lyfjastofnun þó aðeins borist ein tilkynning um aukaverkanir af völdum bóluefnisins en í dag voru þær orðnar sjö.
Ef marka má samfélagsmiðla var aðallega um að ræða hita, beinverki og þreytu.
Alls hafa 7.931 verið bólusettur með bóluefninu frá Janssen.