Um 28,5 milljónir skammta hafa verið gefnir á Bretlandseyjum og hafa 242 tilvik blóðtappa verið tilkynnt. Af þeim sem hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar hafa 49 látist.
Yngra fólk er hins vegar í meiri hættu en eldra að fá blóðtappa.
Yfirvöld setja bólusetningar þegar hafa bjargað 10 þúsund lífum og vegna þess hversu vel bólusetningar ganga hafa þau ákveðið að ráðleggja einstaklingum á aldrinum 18 til 39 til að þiggja annað bóluefni en AstraZeneca, að því gefnu að þeir þjáist ekki af undirliggjandi sjúkdómum.
Áhættan á blóðtappa er sögð einn af hundrað þúsund hjá einstaklingum á fimmtugsaldri en einn af sextíu þúsund hjá einstaklingum á fertugsaldri.
Bresk yfirvöld hvetja þó þá sem hafa þegar fengið einn skammt af bóluefninu frá AstraZeneca til að þiggja skammt númer tvö, þar sem aukaverkunin alvarlega virðist oftast koma fram eftir fyrsta skammt.