Geta tekið annan titil í Safamýri: „Þurfum allar að eiga toppleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2021 10:30 Hulda Bryndís Tryggvadóttir og samherjar hennar fagna góðri vörn. vísir/hulda margrét KA/Þór sækir Fram heim í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í dag. Norðankonur nálgast leikinn eins og hvern annan þótt mikið sé undir. Liðin eru jöfn að stigum, bæði með tuttugu, en KA/Þór er fyrir ofan Fram vegna sigurs, 27-23, í fyrri leik liðanna. Vegna þeirra úrslita nægir Akureyringum því jafntefli í Safamýrinni í dag til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta leggst bara vel í okkur. Við nálgumst þennan leik eins og hvern annan í deildinni. Við förum í alla leiki til að vinna og það er ekkert öðruvísi með þennan leik,“ sagði Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, við Vísi. „Við vitum að Fram er með gríðarlega sterkt lið og við þurfum allar að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum.“ Meistaraleikurinn skiptir ekki máli KA/Þór er þegar búið að vinna einn titil í Safamýrinni á tímabilinu. Norðankonur sigruðu Frammara í Meistarakeppni HSÍ síðasta haust, 23-30. Hulda segir að sá sigur gefi lítið þegar út í leikinn í dag verður komið. „Það var óvænt en er búið og deildarkeppnin er öðruvísi. Við vitum innst inni að við getum farið í Safamýrina og unnið en þessi leikur aðstoðar okkur ekki neitt með þennan leik. Þetta er allt annar leikur,“ sagði Hulda. KA/Þór fagnar sigri í Meistarakeppninni í byrjun september á síðasta ári.vísir/hag Hún segir engu breyta þótt KA/Þór dugi jafntefli í leiknum í dag. Liðið ætli að spila til sigurs eins og alltaf. „Við erum ekki að fara að spila upp á jafntefli. Við erum ekki með þannig hugarfar. Við viljum vinna leikinn,“ sagði Hulda. KA/Þór hefur spilað tvo leiki eftir síðasta hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið gerði jafntefli við Stjörnuna, 25-25, í endurteknum „draugamarksleik“ og vann svo Val, 21-19. Huldu finnst KA/Þór hafa komið vel undan hléinu. Eru í góðu formi „Við spiluðum gegn Stjörnunni og fengum þar einn aukaleik fyrir framhaldið. Svo náðum við góðum úrslitum á móti Val og virkuðum í fínu formi. Við æfðum vel, gerðum það sem mátti og erum í þokkalegu standi,“ sagði Hulda. Hún segir að „draugamarkið“ fræga í Mýrinni og allir eftirmálar þess hafi ekki truflað leikmenn KA/Þórs. „Það hafði engin áhrif á hópinn sjálfan. Leikmennirnir lokuðu á þetta og það voru aðrir í þessu fyrir okkur,“ sagði Hulda. Rut best í deildinni KA/Þór hefur gengið mjög vel í vetur og aðeins tapað einum af þrettán deildarleikjum sínum. Leikmannahópurinn er mjög svipaður og í fyrra fyrir utan Rut Jónsdóttur sem hefur gjörbreytt liði KA/Þórs eftir komuna frá Danmörku. „Allir sjá að Rut er besti leikmaðurinn í deildinni og það eru þvílík forréttindi að fá að spila með henni,“ sagði Hulda. Rut Jónsdóttir hefur gert gott lið KA/Þórs enn betra.vísir/hulda margrét „Við höfum ekki verið örvhentan leikmann hægra megin fyrir utan og ég sjálf spilað þar. Þannig að Rut var púslið sem vantaði. Svo eru aðrir leikmenn árinu eldri og reynslunni ríkari og við erum að uppskera.“ Hulda segir að Rut geri aðra leikmenn í kringum sig betri. „Hún dregur mikið í sig og er geggjaður leikmaður. Það er frábært að spila með henni,“ sagði Hulda að lokum. Leikur Fram og KA/Þórs hefst klukkan 13:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Liðin eru jöfn að stigum, bæði með tuttugu, en KA/Þór er fyrir ofan Fram vegna sigurs, 27-23, í fyrri leik liðanna. Vegna þeirra úrslita nægir Akureyringum því jafntefli í Safamýrinni í dag til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta leggst bara vel í okkur. Við nálgumst þennan leik eins og hvern annan í deildinni. Við förum í alla leiki til að vinna og það er ekkert öðruvísi með þennan leik,“ sagði Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, við Vísi. „Við vitum að Fram er með gríðarlega sterkt lið og við þurfum allar að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum.“ Meistaraleikurinn skiptir ekki máli KA/Þór er þegar búið að vinna einn titil í Safamýrinni á tímabilinu. Norðankonur sigruðu Frammara í Meistarakeppni HSÍ síðasta haust, 23-30. Hulda segir að sá sigur gefi lítið þegar út í leikinn í dag verður komið. „Það var óvænt en er búið og deildarkeppnin er öðruvísi. Við vitum innst inni að við getum farið í Safamýrina og unnið en þessi leikur aðstoðar okkur ekki neitt með þennan leik. Þetta er allt annar leikur,“ sagði Hulda. KA/Þór fagnar sigri í Meistarakeppninni í byrjun september á síðasta ári.vísir/hag Hún segir engu breyta þótt KA/Þór dugi jafntefli í leiknum í dag. Liðið ætli að spila til sigurs eins og alltaf. „Við erum ekki að fara að spila upp á jafntefli. Við erum ekki með þannig hugarfar. Við viljum vinna leikinn,“ sagði Hulda. KA/Þór hefur spilað tvo leiki eftir síðasta hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið gerði jafntefli við Stjörnuna, 25-25, í endurteknum „draugamarksleik“ og vann svo Val, 21-19. Huldu finnst KA/Þór hafa komið vel undan hléinu. Eru í góðu formi „Við spiluðum gegn Stjörnunni og fengum þar einn aukaleik fyrir framhaldið. Svo náðum við góðum úrslitum á móti Val og virkuðum í fínu formi. Við æfðum vel, gerðum það sem mátti og erum í þokkalegu standi,“ sagði Hulda. Hún segir að „draugamarkið“ fræga í Mýrinni og allir eftirmálar þess hafi ekki truflað leikmenn KA/Þórs. „Það hafði engin áhrif á hópinn sjálfan. Leikmennirnir lokuðu á þetta og það voru aðrir í þessu fyrir okkur,“ sagði Hulda. Rut best í deildinni KA/Þór hefur gengið mjög vel í vetur og aðeins tapað einum af þrettán deildarleikjum sínum. Leikmannahópurinn er mjög svipaður og í fyrra fyrir utan Rut Jónsdóttur sem hefur gjörbreytt liði KA/Þórs eftir komuna frá Danmörku. „Allir sjá að Rut er besti leikmaðurinn í deildinni og það eru þvílík forréttindi að fá að spila með henni,“ sagði Hulda. Rut Jónsdóttir hefur gert gott lið KA/Þórs enn betra.vísir/hulda margrét „Við höfum ekki verið örvhentan leikmann hægra megin fyrir utan og ég sjálf spilað þar. Þannig að Rut var púslið sem vantaði. Svo eru aðrir leikmenn árinu eldri og reynslunni ríkari og við erum að uppskera.“ Hulda segir að Rut geri aðra leikmenn í kringum sig betri. „Hún dregur mikið í sig og er geggjaður leikmaður. Það er frábært að spila með henni,“ sagði Hulda að lokum. Leikur Fram og KA/Þórs hefst klukkan 13:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira