VG vill leiða næstu ríkisstjórn Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. maí 2021 17:48 Katrín Jakobsdóttir formaður Viinstri grænna og forsætisráðherra ávarpar landsfund flokksins fyrr í dag. Stöð 2/Einar Í stjórnmálaályktun Landsfundar Vinstri grænna sem hófst í dag er lögð áhersla á að flokkurinn leiði næstu ríkisstjórn að loknum kosningum í lok semptember. Þrátt fyrir umdeilt stjórnarsamstarf í upphafi þessa kjörtímabils sé málefnalegur árangur flokksins í samstarfinu óumdeildur. Landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var streymt að þessu sinni eins og svo mörgum fundum um þessar mundir. Í raun verður þetta aðeins fyrri hluti landsfundar sem hófst í dag og lýkur á morgun en fyrirhugað er að halda seinni hlutan þegar nær dregur kosningum í haust. Í setningarræðu sinni fór Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfir tjórnarsamstarfið og hvað hefði áunnist í því. Flokkurinn hefði ákveðið að vera í hlutverki vegvísis en ekki vindhana. Flokkurinn þyrði bæði að hafa óvinsælar skoðanir og taka óvinsælar ákvarðanir. Katrín Jakobsdóttir segir VG flokk sem þori að vera vegvísir til framtíðar, hafa óvinsælar skoðanir og taka óvinsælar ákvarðanir til samfélaginu til framdráttar.Stöð 2/Einar „Núverandi stjórnarsamstarf var óvinsælt af mörgum sem ákváðu fyrirfram að að við fengjum engu ráðið og myndum engu koma í framkvæmd. En annað hefur komið á daginn," sagði Katrín meðal annars. „Það er drifkraftur okkar hreyfingar, það sem lætur okkur vakna á morgnana og halda áfram – að vita að það sem gerum skiptir máli fyrir fólkið í landinu og við stefnum í rétta átt,“ sagði formaður Vinstri grænna og talaði þar í takti við stjórnmálaályktun landsfundarins. „Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs haldinn í fjarfundi 7.og 8. maí 2021 leggur áherslu á að hreyfingin leiði næstu ríkisstjórn að loknum kosningum í haust.Þó að núverandi stjórnarsamstarf hafi verið umdeiltí upphafi þess kjörtímabils sem lýkur senn er málefnalegur árangur Vinstri-grænna af samstarfinu óumdeildur,“ segir í upphafi stjórnmálaályktunarinnar. Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands ávarpaði landsfundinn á myndbandi. En hún bíður nú niðurstöðu þingkosninga í Skotlandi þar sem úrslit eiga að liggja fyrir í kvöld. „Ef ég næ endurkjöri sem fyrsti ráðherra Skotlands er ég staðráðin í að viðhalda vináttu landa okkar sambandinu á milli ríkisstjórna okkar og þessara tveggja flokka,“ sagði Sturgeon meðal annars. Hún lagði áherslu á samstarf ríkjanna í loftslagsmálum og áherslum á velferðarsamfélagið þar sem ekki væri eingöngu eiblínt á hagvöxt heldur vellíðan almennings. Heilbrigðismál og menntamál. Ekki farsælt að útiloka tiltekin samstörf Katrín sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það sé ekki gefið að núverandi ríkisstjórn haldi áfram samstarfi hljóti hún meirihluta í kosningum í haust. „Við höfum sagt að þetta hefur gengið ótrúlega vel á þessu kjörtímabili en við göngum óbundin til kosninga. Við útilokum engan frá samstarfi. En eðli málsins samkvæmt ef þessi stjórn heldur meirihluta hlýtur hún að koma til greina sem valkostur,“ sagði Katrín. Hún sagðist telja flokkinn hafa náð góðum málefnalegum árangri á kjörtímabilinu og að ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í faraldrinum, sem hafi verið sérstakt verkefni. „Við verðum svo auðvitað að sjá hvað kemur upp úr kössunum.“ Þá sagðist hún ekki geta útilokað áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokkinn en það hafi sýnt sig að ekki sé heillvænlegt að útiloka samstarf við aðra flokka fyrir fram. „Þetta ríkisstjórnarsamstarf var ekki sjálfgefið síðast en við höfum líka lært það og lærðum það árið 2016 þegar mjög erfitt var að mynda ríkisstjórn að það er ekki endilega mjög farsælt að útiloka fyrir fram einhver tiltekin samstörf og ég myndi segja að þetta samstarf hafi verið nokkuð heillaríkt,“ sagði Katrín. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var streymt að þessu sinni eins og svo mörgum fundum um þessar mundir. Í raun verður þetta aðeins fyrri hluti landsfundar sem hófst í dag og lýkur á morgun en fyrirhugað er að halda seinni hlutan þegar nær dregur kosningum í haust. Í setningarræðu sinni fór Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfir tjórnarsamstarfið og hvað hefði áunnist í því. Flokkurinn hefði ákveðið að vera í hlutverki vegvísis en ekki vindhana. Flokkurinn þyrði bæði að hafa óvinsælar skoðanir og taka óvinsælar ákvarðanir. Katrín Jakobsdóttir segir VG flokk sem þori að vera vegvísir til framtíðar, hafa óvinsælar skoðanir og taka óvinsælar ákvarðanir til samfélaginu til framdráttar.Stöð 2/Einar „Núverandi stjórnarsamstarf var óvinsælt af mörgum sem ákváðu fyrirfram að að við fengjum engu ráðið og myndum engu koma í framkvæmd. En annað hefur komið á daginn," sagði Katrín meðal annars. „Það er drifkraftur okkar hreyfingar, það sem lætur okkur vakna á morgnana og halda áfram – að vita að það sem gerum skiptir máli fyrir fólkið í landinu og við stefnum í rétta átt,“ sagði formaður Vinstri grænna og talaði þar í takti við stjórnmálaályktun landsfundarins. „Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs haldinn í fjarfundi 7.og 8. maí 2021 leggur áherslu á að hreyfingin leiði næstu ríkisstjórn að loknum kosningum í haust.Þó að núverandi stjórnarsamstarf hafi verið umdeiltí upphafi þess kjörtímabils sem lýkur senn er málefnalegur árangur Vinstri-grænna af samstarfinu óumdeildur,“ segir í upphafi stjórnmálaályktunarinnar. Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands ávarpaði landsfundinn á myndbandi. En hún bíður nú niðurstöðu þingkosninga í Skotlandi þar sem úrslit eiga að liggja fyrir í kvöld. „Ef ég næ endurkjöri sem fyrsti ráðherra Skotlands er ég staðráðin í að viðhalda vináttu landa okkar sambandinu á milli ríkisstjórna okkar og þessara tveggja flokka,“ sagði Sturgeon meðal annars. Hún lagði áherslu á samstarf ríkjanna í loftslagsmálum og áherslum á velferðarsamfélagið þar sem ekki væri eingöngu eiblínt á hagvöxt heldur vellíðan almennings. Heilbrigðismál og menntamál. Ekki farsælt að útiloka tiltekin samstörf Katrín sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það sé ekki gefið að núverandi ríkisstjórn haldi áfram samstarfi hljóti hún meirihluta í kosningum í haust. „Við höfum sagt að þetta hefur gengið ótrúlega vel á þessu kjörtímabili en við göngum óbundin til kosninga. Við útilokum engan frá samstarfi. En eðli málsins samkvæmt ef þessi stjórn heldur meirihluta hlýtur hún að koma til greina sem valkostur,“ sagði Katrín. Hún sagðist telja flokkinn hafa náð góðum málefnalegum árangri á kjörtímabilinu og að ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í faraldrinum, sem hafi verið sérstakt verkefni. „Við verðum svo auðvitað að sjá hvað kemur upp úr kössunum.“ Þá sagðist hún ekki geta útilokað áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokkinn en það hafi sýnt sig að ekki sé heillvænlegt að útiloka samstarf við aðra flokka fyrir fram. „Þetta ríkisstjórnarsamstarf var ekki sjálfgefið síðast en við höfum líka lært það og lærðum það árið 2016 þegar mjög erfitt var að mynda ríkisstjórn að það er ekki endilega mjög farsælt að útiloka fyrir fram einhver tiltekin samstörf og ég myndi segja að þetta samstarf hafi verið nokkuð heillaríkt,“ sagði Katrín.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira