Methelgi í komu ferðamanna og hraðpróf til skoðunar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. maí 2021 21:02 Heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að draga úr því álagi sem mun skapast vegna fjölgunar ferðamanna. Vísir/Vilhelm Búist er við methelgi í komu farþegaflugvéla um helgina og gætu ferðamenn þurft að bíða klukkustundunum saman á meðan landamæraverðir fara yfir vottorð þeirra allra. Heilbrigðisráðherra segir svokölluð hraðpróf vera til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Sautján farþegaflugvélar eru væntanlegar til landsins um helgina og hefur slíkur fjöldi ekki sést það sem af er ári í það minnsta. Þar af er búist við hátt í þúsund farþegum á morgun, meðal annars um þrjú hundruð manns frá Bandaríkjunum á milli klukkan sex og átta í fyrramálið. Óttast er að sóttvarnarhótelin muni sprengja utan af sér en þau eru þrjú talsins í dag. „Ég veit að það erverið að gera ráðstafanir til að fjölga plássum og svo verðum við bara að sjá í hversu langan tíma til viðbótar við þurfum að viðhafa þetta úrræði þegar okkur gengur svona vel,” segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Hún fagnar því að ferðamenn séu að koma til landsins. „Mér líst vel á þessa þróun. Við sjáum að hlutfall bólusettra farþega er að aukst mjög verulega af þeim sem eru að koma inn til landsins og af þessu millibilsástandi þar sem við erum að bólusetja alla hér að þá er það jákvætt og við finnum bara að það hefur mjög jákvæð áhrif að sjálfsögðu. Fólk er að koma hérna og dvelja í lengri tíma og er að bæði styðja þannig við fyrirtækin og þannig líka við ríkissjóð,” segir hún. Þá hefur veirudeild Landspítala lýst áhyggjum af því að ráða ekki við álagið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að leysa það. „Það eru ýmsar leiðir sem við erum með til skoðunar þar. Bæði af því er varðar sýnatöku á þeim sem eru komin með bólusetningavottorð og hafa farið í eina sýnatöku. Við þurfum að hafa hraðar hendur, ég ræddi þetta líka á ríkisstjórnarfundi með sérstöku minnisblaði, hvernig við gætum komið til móts við þetta aukna álag á bæði sýnatökuna, vottorðaskoðun á landamærunum og greiningagetuna hér innanlands,” segir Svandís. Skyndiskimanir séu til skoðunar. „Það er eitt af því sem hefur verið skoðað, þá sérstaklega fyrir þau sem eru á leiðinni út, hvort sem það eru Íslendingar á leiðinni utan eða ferðamenn sem eru á leiðinni aftur heim, ef að hraðpróf duga til þess að uppfylla þær kröfur sem eru á hinum endanum, að þá kunni það að vera eitthvað sem við getum boðið upp á hér. Þetta er allt saman í mjög hraðri vinnslu í mínu ráðuneyti.” Viðbúið er að raðir muni myndast og að farþegar þurfi að bíða í einhverjar klukkustundir til þess að komast í gegnum flugvöllinn, að sögn Sigurgeirs Ómars Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. „Það er algjörlega viðbúið að það verði mjög tafsamt með Bandaríkjaflugið í fyrramálið því þetta eru um 300 manns úr þremur vélum og þeir sem koma þaðan eru nánast allir bólusettir.Við höfum takmarkaðq aðstöðu, bara þrjú hlið til þess að skoða bólsuetningavottorð en við reynum,” segir Sigurgeir. Verkferlum hefur verið breytt þannig að sýnatökur og afgreiðslur vottorða verði færðar úr landamærasalnum. „Þá erum við að fara út í komusal fyrir utan tollinn og í gámaeiningar sem er verið að setja saman fyrir utan komusalinn, úti á bílastæði.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Sautján farþegaflugvélar eru væntanlegar til landsins um helgina og hefur slíkur fjöldi ekki sést það sem af er ári í það minnsta. Þar af er búist við hátt í þúsund farþegum á morgun, meðal annars um þrjú hundruð manns frá Bandaríkjunum á milli klukkan sex og átta í fyrramálið. Óttast er að sóttvarnarhótelin muni sprengja utan af sér en þau eru þrjú talsins í dag. „Ég veit að það erverið að gera ráðstafanir til að fjölga plássum og svo verðum við bara að sjá í hversu langan tíma til viðbótar við þurfum að viðhafa þetta úrræði þegar okkur gengur svona vel,” segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Hún fagnar því að ferðamenn séu að koma til landsins. „Mér líst vel á þessa þróun. Við sjáum að hlutfall bólusettra farþega er að aukst mjög verulega af þeim sem eru að koma inn til landsins og af þessu millibilsástandi þar sem við erum að bólusetja alla hér að þá er það jákvætt og við finnum bara að það hefur mjög jákvæð áhrif að sjálfsögðu. Fólk er að koma hérna og dvelja í lengri tíma og er að bæði styðja þannig við fyrirtækin og þannig líka við ríkissjóð,” segir hún. Þá hefur veirudeild Landspítala lýst áhyggjum af því að ráða ekki við álagið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að leysa það. „Það eru ýmsar leiðir sem við erum með til skoðunar þar. Bæði af því er varðar sýnatöku á þeim sem eru komin með bólusetningavottorð og hafa farið í eina sýnatöku. Við þurfum að hafa hraðar hendur, ég ræddi þetta líka á ríkisstjórnarfundi með sérstöku minnisblaði, hvernig við gætum komið til móts við þetta aukna álag á bæði sýnatökuna, vottorðaskoðun á landamærunum og greiningagetuna hér innanlands,” segir Svandís. Skyndiskimanir séu til skoðunar. „Það er eitt af því sem hefur verið skoðað, þá sérstaklega fyrir þau sem eru á leiðinni út, hvort sem það eru Íslendingar á leiðinni utan eða ferðamenn sem eru á leiðinni aftur heim, ef að hraðpróf duga til þess að uppfylla þær kröfur sem eru á hinum endanum, að þá kunni það að vera eitthvað sem við getum boðið upp á hér. Þetta er allt saman í mjög hraðri vinnslu í mínu ráðuneyti.” Viðbúið er að raðir muni myndast og að farþegar þurfi að bíða í einhverjar klukkustundir til þess að komast í gegnum flugvöllinn, að sögn Sigurgeirs Ómars Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. „Það er algjörlega viðbúið að það verði mjög tafsamt með Bandaríkjaflugið í fyrramálið því þetta eru um 300 manns úr þremur vélum og þeir sem koma þaðan eru nánast allir bólusettir.Við höfum takmarkaðq aðstöðu, bara þrjú hlið til þess að skoða bólsuetningavottorð en við reynum,” segir Sigurgeir. Verkferlum hefur verið breytt þannig að sýnatökur og afgreiðslur vottorða verði færðar úr landamærasalnum. „Þá erum við að fara út í komusal fyrir utan tollinn og í gámaeiningar sem er verið að setja saman fyrir utan komusalinn, úti á bílastæði.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira