„Stubbur hefur staðið sig eins og hetja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2021 21:10 Arnar Grétarsson, þjálfari KA, hrósaði markverðinum Steinþóri Má Auðunssyni eftir sigurinn á KR. vísir/hulda margrét Það var skiljanlega létt yfir Arnari Grétarssyni, þjálfara KA, eftir sigurinn á KR á Meistaravöllum í kvöld. KA-menn léku vel og unnu með þremur mörkum gegn einu. „Ég var virkilega ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Fyrsta hálftímann réðum við ferðinni, skoruðum tvö góð mörk og hefðum getað skorað fleiri. Svo fengum við á okkur mark rétt fyrir hálfleik sem er alltaf slæmt,“ sagði Arnar við íþróttadeild eftir leikinn. „Við vissum að KR-ingar myndu koma ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks og mér fannst við falla full aftarlega. Þeir réðu ferðinni án þess að skapa sér mikið. Svo fengum við algjört dauðafæri þegar Hallgrímur tók hann með hælnum. Ég veit ekki alveg hvað hann var að gera. En sem betur fer kláraði hann fyrir okkur á skemmtilegan hátt. Það gerði hlutina léttara síðustu mínúturnar. KR var auðvitað mun meira með boltann í seinni hálfleik og áttu fullt af fyrirgjöfum. En ég er mjög ánægður með Stubb. Hann er að standa sig eins og hetja,“ sagði Arnar og vísaði til markvarðarins Steinþórs Más Auðunssonar sem hefur staðið milli stanganna í fyrstu tveimur leikjum KA á tímabilinu. Nokkrir KA-menn meiddust í leiknum og Rodrigo Mateo Gomes og Jonathan Hendrickx þurftu báðir að fara af velli. „Rodri fékk höfuðhögg, það opnaðist ár og honum varð flökurt í hálfleik svo við tókum hann út af. Jonathan fékk svo högg á fótinn,“ sagði Arnar og bætti við Hendrickx yrði væntanlega ekki með gegn Leikni á miðvikudaginn. „Fyrir mót töluðum við um að við værum með stóran hóp og þyrftum kannski að lána menn en það hefur heldur betur snúist upp í andhverfu sína. Við þurfum frekar að ná í leikmenn,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
„Ég var virkilega ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Fyrsta hálftímann réðum við ferðinni, skoruðum tvö góð mörk og hefðum getað skorað fleiri. Svo fengum við á okkur mark rétt fyrir hálfleik sem er alltaf slæmt,“ sagði Arnar við íþróttadeild eftir leikinn. „Við vissum að KR-ingar myndu koma ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks og mér fannst við falla full aftarlega. Þeir réðu ferðinni án þess að skapa sér mikið. Svo fengum við algjört dauðafæri þegar Hallgrímur tók hann með hælnum. Ég veit ekki alveg hvað hann var að gera. En sem betur fer kláraði hann fyrir okkur á skemmtilegan hátt. Það gerði hlutina léttara síðustu mínúturnar. KR var auðvitað mun meira með boltann í seinni hálfleik og áttu fullt af fyrirgjöfum. En ég er mjög ánægður með Stubb. Hann er að standa sig eins og hetja,“ sagði Arnar og vísaði til markvarðarins Steinþórs Más Auðunssonar sem hefur staðið milli stanganna í fyrstu tveimur leikjum KA á tímabilinu. Nokkrir KA-menn meiddust í leiknum og Rodrigo Mateo Gomes og Jonathan Hendrickx þurftu báðir að fara af velli. „Rodri fékk höfuðhögg, það opnaðist ár og honum varð flökurt í hálfleik svo við tókum hann út af. Jonathan fékk svo högg á fótinn,“ sagði Arnar og bætti við Hendrickx yrði væntanlega ekki með gegn Leikni á miðvikudaginn. „Fyrir mót töluðum við um að við værum með stóran hóp og þyrftum kannski að lána menn en það hefur heldur betur snúist upp í andhverfu sína. Við þurfum frekar að ná í leikmenn,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira