Spænski miðillinn Marca greinir frá þessu en Hazard kom til Real árið 2019. þá borgaði Real 90 milljónir punda fyrir stórstjörnuna en það hefur ekki gegnið sem skildi.
Hazard hefur verið mikið á meiðslalistanum og ekki skánaði ástandið í vikunni er myndir birtust af honum hlægjandi eftir tapið gegn Chelsea í Meistaradeildinni. Allt varð vitlaust í Madríd.
Marca greinir þó frá því að atvikið á Stamford Bridge hafi ekki haft áhrif á stöðu Hazard en Madrídarmenn voru byrjaðir fyrir það að íhuga að selja Hazard.
Þeir eru taldir vilja losa hann í sumar en hann er talinn falur fyrir 90 milljónir punda. Þó er talið að Real sé tilbúið að gefa smá afslátt á Hazard í sumar, sem og mörgum leikmönnum liðsins.
Real tapaði í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Chelsea í vikunni en liðið er í harðri toppbaráttu á Spáni. Þeir mæta Sevilla um helgina á meðan Barcelona og Atletico Madrid mætast.
Real Madrid 'will listen to ANY offers for Eden Hazard' just two years after his £90m move https://t.co/F00M0yyXuP
— MailOnline Sport (@MailSport) May 7, 2021

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.