Líkti Zvonko við remúlaði í bragðaref Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2021 12:01 Zvonko með boltann í leik gegn Keflavík fyrr á leiktíðinni. Benedikt Guðmundsson, körfuboltaspekingur, er ekki hrifinn af Zvonko Buljan leikmanni ÍR. Þetta kom fram í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá í gærkvöldi. ÍR tapaði fyrir Njarðvík í miklum fallbaráttuslag á fimmtudagskvöldið en Breiðhyltingar geta enn fallið eftir tapið. Rætt var um frammistöðu Zvonko í þættinum í gær en hann gekk í raðir liðsins í lok janúar. Hann hefur ekki hrifið Benedikt. „Þetta er ekta Zvonko. Hann vill bara stela boltanum til að setja tvö stig hinu megin. Ég verð bara að segja: Ég get hann ekki. Þetta er orðið of mikið af hinu góða,“ sagði Benedikt. „Hann gerir bara hluti sem koma fram á tölfræðiblaðinu. Hann er til í að eltast við einhver fráköst, ekki öll. Hann er alltaf til í að skora. Hann er til í að gefa hann ef hann fær stoðsendingu en hann gerir ekkert fyrir varnarleikinn nema að þeir eru fjórir í vörn.“ Sævar Sævarsson tók í sama streng og hrífst ekki af varnarleik ÍR-liðsins. „Það er einn leikmaður í liðinu sem nennir að spila vörn af fullum krafti. Það er Colin Pryor og hann var ekki með í þessum leik,“ en Colin var ekki með vegna veikinda eftir bólusetningu vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég hef talað um að Milka og Deane séu eins og skinka og ostur, því þeir passi svo vel saman. Fyrir mér er Zvonko eins og að setja remúlaði í bragðarefinn.“ „Þú ert með góðan ís og ert kominn með kökudeigið, jarðarberið og kókósbolluna en svo mátti Borce bæta við einu nammi; hann setti remúlaði. Eftir það finnst mér liðið orðið ónýtt. Þetta er kannski ýkt en þetta passar ekki í þennan bragðaref.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Zvonko og ÍR Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
ÍR tapaði fyrir Njarðvík í miklum fallbaráttuslag á fimmtudagskvöldið en Breiðhyltingar geta enn fallið eftir tapið. Rætt var um frammistöðu Zvonko í þættinum í gær en hann gekk í raðir liðsins í lok janúar. Hann hefur ekki hrifið Benedikt. „Þetta er ekta Zvonko. Hann vill bara stela boltanum til að setja tvö stig hinu megin. Ég verð bara að segja: Ég get hann ekki. Þetta er orðið of mikið af hinu góða,“ sagði Benedikt. „Hann gerir bara hluti sem koma fram á tölfræðiblaðinu. Hann er til í að eltast við einhver fráköst, ekki öll. Hann er alltaf til í að skora. Hann er til í að gefa hann ef hann fær stoðsendingu en hann gerir ekkert fyrir varnarleikinn nema að þeir eru fjórir í vörn.“ Sævar Sævarsson tók í sama streng og hrífst ekki af varnarleik ÍR-liðsins. „Það er einn leikmaður í liðinu sem nennir að spila vörn af fullum krafti. Það er Colin Pryor og hann var ekki með í þessum leik,“ en Colin var ekki með vegna veikinda eftir bólusetningu vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég hef talað um að Milka og Deane séu eins og skinka og ostur, því þeir passi svo vel saman. Fyrir mér er Zvonko eins og að setja remúlaði í bragðarefinn.“ „Þú ert með góðan ís og ert kominn með kökudeigið, jarðarberið og kókósbolluna en svo mátti Borce bæta við einu nammi; hann setti remúlaði. Eftir það finnst mér liðið orðið ónýtt. Þetta er kannski ýkt en þetta passar ekki í þennan bragðaref.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Zvonko og ÍR Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira