Því vantaði flokkinn aðeins einn þingmann til þess að ná hreinum þingmeirihluta. Úrslit kosninganna eru engu að síður fagnaðarefni fyrir flokkinn, sem er fylgjandi sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Skoski græningjaflokkurinn, sem er einnig fylgjandi sjálfstæði, fékk átta sæti, tveimur meira en á síðasta kjörtímabili. Því er þingmeirihluti fylgjandi sjálfstæði.
Íhaldsflokkurinn fékk 31 sæti, líkt og í síðustu kosningum, Verkamannaflokkurinn tapaði tveimur sætum og fékk 22 sæti. Þá töpuðu Frjálslyndir demókratar einu sæti og fá fjögur.
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagði fyrr í dag að hún myndi berjast fyrir því að ráðist yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í kjölfar kosninganna. Bori Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagst ætla að koma í veg fyrir það.