Skagfirðingar bíða niðurstaðna til að ákveða næstu skref Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. maí 2021 22:43 Hátt í 200 manns fóru í skimun í dag eftir að fjögur greindust með kórónuveiruna í Skagafirði. Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að niðurstöður úr sýnatökum hátt í 200 Skagfirðinga frá því í dag liggi fyrir fyrr en á morgun. Sveitarstjórinn segir að viðbrögðin við mögulegu hópsmiti ráðist af þeim niðurstöðum og að fólki í samfélaginu sé brugðið. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við að niðurstöður skimunar liggi fyrir í kvöld. Á annað hundrað Skagfirðinga fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir einstaklingar greindust með kórónuveiruna á svæðinu. Af þeim sem fóru í sýnatöku í dag eru um 80 í úrvinnslusóttkví, þar sem þeir hafi verið í einhvers konar tengslum við þau sem greindust. Ákveðið var að bjóða fleirum á svæðinu upp á skimun, sem varúðarráðstöfun. „Þetta var þó nokkur fjöldi sem fór [í skimun] sem hefur sennilega lítil eða engin tengsl við þessa aðila. Þetta er varúðarráðstöfun og fólk beðið um að hafa hægt um sig,“ segir Sigfús. Skellur Sigfús segir að fólki sé brugðið við möguleikann á því að hópsýkingin sé að koma upp í Skagafirði. „Auðvitað voru menn, eins og þjóðin, vongóðir um að við værum á réttri leið og bólusetningar ganga vel. Það hefur gengið vel á okkar svæði þannig að þetta er auðvitað skellur. Við vonum að þetta verði sem minnst,“ segir Sigfús. Hann segir viðbrögðin við mögulegri hópsýkingu velta á því hversu stór fjöldi komi til með að greinast jákvæður og hvort viðkomandi hafi tengsl inn í skóla og annað slíkt á svæðinu. „Það áttu að koma niðurstöður í kvöld eða fyrramálið, eftir því hvað það gengur hratt að greina. Þetta ræðst bara rosalega mikið af því,“ segir Sigfús. Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við að niðurstöður skimunar liggi fyrir í kvöld. Á annað hundrað Skagfirðinga fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir einstaklingar greindust með kórónuveiruna á svæðinu. Af þeim sem fóru í sýnatöku í dag eru um 80 í úrvinnslusóttkví, þar sem þeir hafi verið í einhvers konar tengslum við þau sem greindust. Ákveðið var að bjóða fleirum á svæðinu upp á skimun, sem varúðarráðstöfun. „Þetta var þó nokkur fjöldi sem fór [í skimun] sem hefur sennilega lítil eða engin tengsl við þessa aðila. Þetta er varúðarráðstöfun og fólk beðið um að hafa hægt um sig,“ segir Sigfús. Skellur Sigfús segir að fólki sé brugðið við möguleikann á því að hópsýkingin sé að koma upp í Skagafirði. „Auðvitað voru menn, eins og þjóðin, vongóðir um að við værum á réttri leið og bólusetningar ganga vel. Það hefur gengið vel á okkar svæði þannig að þetta er auðvitað skellur. Við vonum að þetta verði sem minnst,“ segir Sigfús. Hann segir viðbrögðin við mögulegri hópsýkingu velta á því hversu stór fjöldi komi til með að greinast jákvæður og hvort viðkomandi hafi tengsl inn í skóla og annað slíkt á svæðinu. „Það áttu að koma niðurstöður í kvöld eða fyrramálið, eftir því hvað það gengur hratt að greina. Þetta ræðst bara rosalega mikið af því,“ segir Sigfús.
Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira