Erlent

Khan náði endurkjöri í London

Kjartan Kjartansson skrifar
Gleði Khan var hóflega eftir að hann tryggði sér endurkjör sem borgarstjóri London gær. Verkamannaflokkurinn átti enn einar slæmu kosningarnar.
Gleði Khan var hóflega eftir að hann tryggði sér endurkjör sem borgarstjóri London gær. Verkamannaflokkurinn átti enn einar slæmu kosningarnar. Vísir/EPA

Þrátt fyrir slakt gegni Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á Bretlandi í gær náði Sadiq Khan endurkjöri sem borgarstjóri í London. Leiðtogi Verkamannaflokksins ætlar að hrista upp í forystusveit flokksins í ljósi úrslitanna annars staðar.

Khan var fyrsti músliminn til að verða borgarstjóri stórrar vestrænnar borgar þegar hann náði fyrst kjöri árið 2016. Hann hlaut 55,2% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum í gær gegn 44,8% Shauns Baily, frambjóðanda Íhaldsflokksins. Sigur Khan var naumari nú en fyrir fimm árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Verkamannaflokkurinn reið þó ekki feitum hesti frá sveitarstjórnarkosningunum almennt. Hann tapaði í bæjum og sveitum í sögulega sterkum vígum sínum á Mið- og Norður-Englandi þar sem hann hlaut slæma útreið sömuleiðis í þingkosningum fyrir tveimur árum.

 The Guardian segir að Keir Starmer, leiðtogi flokksins, ætli sér að gera breytingar í framvarðarsveit hans til að bregðast við úrslitunum. Ætlun hans sé að fleiri þungavigtarmenn sem geta vafið fjölmiðlum um fingur sér í leiðtogastöður.

Á meðal þeirra sem eru nefndir til sögunnar eru Yvette Cooper, fyrrverandi vinnumála- og eftirlaunaráðherra, og Hilary Benn, fyrrverandi þróunarmálaráðherra, sem gætu fengið aukið vægi innan Verkamannaflokksins á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×