Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. maí 2021 19:44 Gróðurinn logaði glatt í hrauninu í Garðabæ. Vísir/Helena Rakel Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. Í dag var aukamannskapur slökkviliðs kallaður út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Tilkynningin barst um tuttugu mínútur yfir tvö en slökkvilið hafði ráðið niðurlögum eldsins rétt upp úr klukkan fjögur. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu, allt frá Eyjafjöllum í austur að Snæfellsnesi í vestri. Ákvörðunin var byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir veðurspána áhyggjuefni þegar kemur að sinueldum. Frá Heiðmerkurbrunanum á fimmtudag hefur slökkviliðið farið í fjögur útköll vegna sinu- eða gróðurelda. Um er að ræða brunann í Garðabæ í dag, auk þriggja í Grafarvogi. Hann segir að í einhverjum tilfellum sé grunur um íkveikju. „Okkur grunar það oft, sérstaklega á svæðum þar sem er ekki mikil umferð,“ segir varðstjóri í samtali við Vísi. Oft finnist gler, til dæmis úr flöskubotni, sem kunni að hafa verið notað sem stækkunargler. Þá þarf oft ekki mikið til að stór sinubruni fari af stað. Eitt útkallið í Grafarvogi hafi til dæmis mátt rekja til þess að sígarettustubb var hent í grasið. Eldurinn breiddi fljótt úr sér og því var slökkvilið kallað á vettvang. Hér að neðan má sjá myndir frá vettvangi brunans í Garðabæ í dag. Aukamannskapur var kallaður út til að taka þátt í slökkvistarfi.Vísir/Helena Rakel Gróðurinn er illa leikinn eftir eldinn.Vísir/Helena Rakel Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Sinueldur í hrauni í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól. 9. maí 2021 14:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Í dag var aukamannskapur slökkviliðs kallaður út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Tilkynningin barst um tuttugu mínútur yfir tvö en slökkvilið hafði ráðið niðurlögum eldsins rétt upp úr klukkan fjögur. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu, allt frá Eyjafjöllum í austur að Snæfellsnesi í vestri. Ákvörðunin var byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir veðurspána áhyggjuefni þegar kemur að sinueldum. Frá Heiðmerkurbrunanum á fimmtudag hefur slökkviliðið farið í fjögur útköll vegna sinu- eða gróðurelda. Um er að ræða brunann í Garðabæ í dag, auk þriggja í Grafarvogi. Hann segir að í einhverjum tilfellum sé grunur um íkveikju. „Okkur grunar það oft, sérstaklega á svæðum þar sem er ekki mikil umferð,“ segir varðstjóri í samtali við Vísi. Oft finnist gler, til dæmis úr flöskubotni, sem kunni að hafa verið notað sem stækkunargler. Þá þarf oft ekki mikið til að stór sinubruni fari af stað. Eitt útkallið í Grafarvogi hafi til dæmis mátt rekja til þess að sígarettustubb var hent í grasið. Eldurinn breiddi fljótt úr sér og því var slökkvilið kallað á vettvang. Hér að neðan má sjá myndir frá vettvangi brunans í Garðabæ í dag. Aukamannskapur var kallaður út til að taka þátt í slökkvistarfi.Vísir/Helena Rakel Gróðurinn er illa leikinn eftir eldinn.Vísir/Helena Rakel
Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Sinueldur í hrauni í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól. 9. maí 2021 14:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Sinueldur í hrauni í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól. 9. maí 2021 14:54