Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. maí 2021 19:44 Gróðurinn logaði glatt í hrauninu í Garðabæ. Vísir/Helena Rakel Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. Í dag var aukamannskapur slökkviliðs kallaður út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Tilkynningin barst um tuttugu mínútur yfir tvö en slökkvilið hafði ráðið niðurlögum eldsins rétt upp úr klukkan fjögur. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu, allt frá Eyjafjöllum í austur að Snæfellsnesi í vestri. Ákvörðunin var byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir veðurspána áhyggjuefni þegar kemur að sinueldum. Frá Heiðmerkurbrunanum á fimmtudag hefur slökkviliðið farið í fjögur útköll vegna sinu- eða gróðurelda. Um er að ræða brunann í Garðabæ í dag, auk þriggja í Grafarvogi. Hann segir að í einhverjum tilfellum sé grunur um íkveikju. „Okkur grunar það oft, sérstaklega á svæðum þar sem er ekki mikil umferð,“ segir varðstjóri í samtali við Vísi. Oft finnist gler, til dæmis úr flöskubotni, sem kunni að hafa verið notað sem stækkunargler. Þá þarf oft ekki mikið til að stór sinubruni fari af stað. Eitt útkallið í Grafarvogi hafi til dæmis mátt rekja til þess að sígarettustubb var hent í grasið. Eldurinn breiddi fljótt úr sér og því var slökkvilið kallað á vettvang. Hér að neðan má sjá myndir frá vettvangi brunans í Garðabæ í dag. Aukamannskapur var kallaður út til að taka þátt í slökkvistarfi.Vísir/Helena Rakel Gróðurinn er illa leikinn eftir eldinn.Vísir/Helena Rakel Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Sinueldur í hrauni í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól. 9. maí 2021 14:54 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Í dag var aukamannskapur slökkviliðs kallaður út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Tilkynningin barst um tuttugu mínútur yfir tvö en slökkvilið hafði ráðið niðurlögum eldsins rétt upp úr klukkan fjögur. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu, allt frá Eyjafjöllum í austur að Snæfellsnesi í vestri. Ákvörðunin var byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir veðurspána áhyggjuefni þegar kemur að sinueldum. Frá Heiðmerkurbrunanum á fimmtudag hefur slökkviliðið farið í fjögur útköll vegna sinu- eða gróðurelda. Um er að ræða brunann í Garðabæ í dag, auk þriggja í Grafarvogi. Hann segir að í einhverjum tilfellum sé grunur um íkveikju. „Okkur grunar það oft, sérstaklega á svæðum þar sem er ekki mikil umferð,“ segir varðstjóri í samtali við Vísi. Oft finnist gler, til dæmis úr flöskubotni, sem kunni að hafa verið notað sem stækkunargler. Þá þarf oft ekki mikið til að stór sinubruni fari af stað. Eitt útkallið í Grafarvogi hafi til dæmis mátt rekja til þess að sígarettustubb var hent í grasið. Eldurinn breiddi fljótt úr sér og því var slökkvilið kallað á vettvang. Hér að neðan má sjá myndir frá vettvangi brunans í Garðabæ í dag. Aukamannskapur var kallaður út til að taka þátt í slökkvistarfi.Vísir/Helena Rakel Gróðurinn er illa leikinn eftir eldinn.Vísir/Helena Rakel
Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Sinueldur í hrauni í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól. 9. maí 2021 14:54 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Sinueldur í hrauni í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól. 9. maí 2021 14:54