Boltastrákur Keflvíkinga með Liverpool-frammistöðu í fyrra markinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 09:31 Boltastrákurinn Tristan Vilmar Guðlaugsson beið með boltann og Keflvíkingar gátu tekið innkastið strax. Anton Freyr Haukssson sagði frá litla bróður sínum á Twitter eftir leikinn. Samsett/Twitter og S2 Sport Guðmundur Benediktsson, Ólafur Jóhannesson og Reynir Leósson gagnrýndu allir vítaspyrnudóm Vilhjálms Alvars Þórarinssonar í Pepsi Max stúkunni í gær. Boltastrákur Keflvíkinga á aftur á móti mikið hrós skilið og fékk það líka. Nýliðar Keflavíkur unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu en fyrra markið kom úr mjög umdeildi vítaspyrnu. Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Ólaf Jóhannesson og Reyni Leósson með sér í Pepsi Max stúkunni í gær og þar var meðal annars farið yfir vítaspyrnudóminn. „Það er ekki að sjá að Brynjar Gauti geri mikið þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leið og brotið var sýnt þar sem Stjörnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson átti að hafa brotið á Keflvíkingnum Kian Williams. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Vítaspyrnudómurinn í Keflavík „Ég get ekki séð það, því miður,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Þetta var aldrei víti að mínu viti. Ég get ekki séð það,“ sagði Reynir Leósson. Pepsi Max Stúkan skoðaði líka betur aðdraganda marksins en þar kom boltastrákur á Nettóvellinum í Keflavík mikið við sögu. „Getum við spólað aftur á boltastrákinn,“ spurði Guðmundur tæknistjórnin sína og fékk í framhaldinu að sjá lengri aðdraganda af vítaspyrnudómnum. Boltastrákurinn fylgdi því sem var að gerast og stillti sér upp við boltann. Hann kom honum síðan á Keflvíkinginn um leið. Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var í skógahlaupi og því skiptu þessar sekúndur öllu máli. Boltastrákurinn hja kef hann Tristan Vilmar Guðlaugsson litli bróðir minn!Með frábæra frammistöðu i kvöld vona að hann verði valinn aftur i liðið i næsta heimaleik! @GummiBen @pepsimaxdeildin @FcKeflavik #pepsimaxdeildin pic.twitter.com/PFmItqeRbB— Anton Freyr (@AntonFreyrHauks) May 9, 2021 „Hann er svona: Ég er klár með boltann ef eitthvað gerist hérna. Búmm. Fljótur að kasta honum á Rúnar og Rúnar kastar honum inn á teiginn. Þeir geta þakkað boltastráknum helling fyrir þetta,“ sagði Guðmundur. „Þetta er eins og við vorum að tala um fyrir leikinn að það hafa allir trú á þessu í samfélaginu í Keflavík í dag. Það eru allir bjartir núna og það skilar sér í boltastrákana og alla. Það eru allir með og boltastrákurinn gerir þetta rosalega vel,“ sagði Reynir. Boltastrákurinn sem var svona vel vakandi heitir Tristan Vilmar Guðlaugsson en bróðir hans sagði frá honum á samfélagsmiðlum eins og sést hér fyrir ofan. Hann lék þarna eftir afrek boltastráksins hjá Liverpool í frægum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019 þar sem Liverpool skoraði fjórða markið sem réð úrslitum í einvíginu eftir útsjónarsemi boltastráks. Það má sjá alla þessa umræðu í myndbandinu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Pepsi Max stúkan Reykjanesbær Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Nýliðar Keflavíkur unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu en fyrra markið kom úr mjög umdeildi vítaspyrnu. Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Ólaf Jóhannesson og Reyni Leósson með sér í Pepsi Max stúkunni í gær og þar var meðal annars farið yfir vítaspyrnudóminn. „Það er ekki að sjá að Brynjar Gauti geri mikið þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leið og brotið var sýnt þar sem Stjörnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson átti að hafa brotið á Keflvíkingnum Kian Williams. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Vítaspyrnudómurinn í Keflavík „Ég get ekki séð það, því miður,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Þetta var aldrei víti að mínu viti. Ég get ekki séð það,“ sagði Reynir Leósson. Pepsi Max Stúkan skoðaði líka betur aðdraganda marksins en þar kom boltastrákur á Nettóvellinum í Keflavík mikið við sögu. „Getum við spólað aftur á boltastrákinn,“ spurði Guðmundur tæknistjórnin sína og fékk í framhaldinu að sjá lengri aðdraganda af vítaspyrnudómnum. Boltastrákurinn fylgdi því sem var að gerast og stillti sér upp við boltann. Hann kom honum síðan á Keflvíkinginn um leið. Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var í skógahlaupi og því skiptu þessar sekúndur öllu máli. Boltastrákurinn hja kef hann Tristan Vilmar Guðlaugsson litli bróðir minn!Með frábæra frammistöðu i kvöld vona að hann verði valinn aftur i liðið i næsta heimaleik! @GummiBen @pepsimaxdeildin @FcKeflavik #pepsimaxdeildin pic.twitter.com/PFmItqeRbB— Anton Freyr (@AntonFreyrHauks) May 9, 2021 „Hann er svona: Ég er klár með boltann ef eitthvað gerist hérna. Búmm. Fljótur að kasta honum á Rúnar og Rúnar kastar honum inn á teiginn. Þeir geta þakkað boltastráknum helling fyrir þetta,“ sagði Guðmundur. „Þetta er eins og við vorum að tala um fyrir leikinn að það hafa allir trú á þessu í samfélaginu í Keflavík í dag. Það eru allir bjartir núna og það skilar sér í boltastrákana og alla. Það eru allir með og boltastrákurinn gerir þetta rosalega vel,“ sagði Reynir. Boltastrákurinn sem var svona vel vakandi heitir Tristan Vilmar Guðlaugsson en bróðir hans sagði frá honum á samfélagsmiðlum eins og sést hér fyrir ofan. Hann lék þarna eftir afrek boltastráksins hjá Liverpool í frægum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019 þar sem Liverpool skoraði fjórða markið sem réð úrslitum í einvíginu eftir útsjónarsemi boltastráks. Það má sjá alla þessa umræðu í myndbandinu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Pepsi Max stúkan Reykjanesbær Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira