Boltastrákur Keflvíkinga með Liverpool-frammistöðu í fyrra markinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 09:31 Boltastrákurinn Tristan Vilmar Guðlaugsson beið með boltann og Keflvíkingar gátu tekið innkastið strax. Anton Freyr Haukssson sagði frá litla bróður sínum á Twitter eftir leikinn. Samsett/Twitter og S2 Sport Guðmundur Benediktsson, Ólafur Jóhannesson og Reynir Leósson gagnrýndu allir vítaspyrnudóm Vilhjálms Alvars Þórarinssonar í Pepsi Max stúkunni í gær. Boltastrákur Keflvíkinga á aftur á móti mikið hrós skilið og fékk það líka. Nýliðar Keflavíkur unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu en fyrra markið kom úr mjög umdeildi vítaspyrnu. Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Ólaf Jóhannesson og Reyni Leósson með sér í Pepsi Max stúkunni í gær og þar var meðal annars farið yfir vítaspyrnudóminn. „Það er ekki að sjá að Brynjar Gauti geri mikið þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leið og brotið var sýnt þar sem Stjörnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson átti að hafa brotið á Keflvíkingnum Kian Williams. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Vítaspyrnudómurinn í Keflavík „Ég get ekki séð það, því miður,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Þetta var aldrei víti að mínu viti. Ég get ekki séð það,“ sagði Reynir Leósson. Pepsi Max Stúkan skoðaði líka betur aðdraganda marksins en þar kom boltastrákur á Nettóvellinum í Keflavík mikið við sögu. „Getum við spólað aftur á boltastrákinn,“ spurði Guðmundur tæknistjórnin sína og fékk í framhaldinu að sjá lengri aðdraganda af vítaspyrnudómnum. Boltastrákurinn fylgdi því sem var að gerast og stillti sér upp við boltann. Hann kom honum síðan á Keflvíkinginn um leið. Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var í skógahlaupi og því skiptu þessar sekúndur öllu máli. Boltastrákurinn hja kef hann Tristan Vilmar Guðlaugsson litli bróðir minn!Með frábæra frammistöðu i kvöld vona að hann verði valinn aftur i liðið i næsta heimaleik! @GummiBen @pepsimaxdeildin @FcKeflavik #pepsimaxdeildin pic.twitter.com/PFmItqeRbB— Anton Freyr (@AntonFreyrHauks) May 9, 2021 „Hann er svona: Ég er klár með boltann ef eitthvað gerist hérna. Búmm. Fljótur að kasta honum á Rúnar og Rúnar kastar honum inn á teiginn. Þeir geta þakkað boltastráknum helling fyrir þetta,“ sagði Guðmundur. „Þetta er eins og við vorum að tala um fyrir leikinn að það hafa allir trú á þessu í samfélaginu í Keflavík í dag. Það eru allir bjartir núna og það skilar sér í boltastrákana og alla. Það eru allir með og boltastrákurinn gerir þetta rosalega vel,“ sagði Reynir. Boltastrákurinn sem var svona vel vakandi heitir Tristan Vilmar Guðlaugsson en bróðir hans sagði frá honum á samfélagsmiðlum eins og sést hér fyrir ofan. Hann lék þarna eftir afrek boltastráksins hjá Liverpool í frægum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019 þar sem Liverpool skoraði fjórða markið sem réð úrslitum í einvíginu eftir útsjónarsemi boltastráks. Það má sjá alla þessa umræðu í myndbandinu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Pepsi Max stúkan Reykjanesbær Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Nýliðar Keflavíkur unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu en fyrra markið kom úr mjög umdeildi vítaspyrnu. Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Ólaf Jóhannesson og Reyni Leósson með sér í Pepsi Max stúkunni í gær og þar var meðal annars farið yfir vítaspyrnudóminn. „Það er ekki að sjá að Brynjar Gauti geri mikið þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leið og brotið var sýnt þar sem Stjörnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson átti að hafa brotið á Keflvíkingnum Kian Williams. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Vítaspyrnudómurinn í Keflavík „Ég get ekki séð það, því miður,“ sagði Ólafur Jóhannesson. „Þetta var aldrei víti að mínu viti. Ég get ekki séð það,“ sagði Reynir Leósson. Pepsi Max Stúkan skoðaði líka betur aðdraganda marksins en þar kom boltastrákur á Nettóvellinum í Keflavík mikið við sögu. „Getum við spólað aftur á boltastrákinn,“ spurði Guðmundur tæknistjórnin sína og fékk í framhaldinu að sjá lengri aðdraganda af vítaspyrnudómnum. Boltastrákurinn fylgdi því sem var að gerast og stillti sér upp við boltann. Hann kom honum síðan á Keflvíkinginn um leið. Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, var í skógahlaupi og því skiptu þessar sekúndur öllu máli. Boltastrákurinn hja kef hann Tristan Vilmar Guðlaugsson litli bróðir minn!Með frábæra frammistöðu i kvöld vona að hann verði valinn aftur i liðið i næsta heimaleik! @GummiBen @pepsimaxdeildin @FcKeflavik #pepsimaxdeildin pic.twitter.com/PFmItqeRbB— Anton Freyr (@AntonFreyrHauks) May 9, 2021 „Hann er svona: Ég er klár með boltann ef eitthvað gerist hérna. Búmm. Fljótur að kasta honum á Rúnar og Rúnar kastar honum inn á teiginn. Þeir geta þakkað boltastráknum helling fyrir þetta,“ sagði Guðmundur. „Þetta er eins og við vorum að tala um fyrir leikinn að það hafa allir trú á þessu í samfélaginu í Keflavík í dag. Það eru allir bjartir núna og það skilar sér í boltastrákana og alla. Það eru allir með og boltastrákurinn gerir þetta rosalega vel,“ sagði Reynir. Boltastrákurinn sem var svona vel vakandi heitir Tristan Vilmar Guðlaugsson en bróðir hans sagði frá honum á samfélagsmiðlum eins og sést hér fyrir ofan. Hann lék þarna eftir afrek boltastráksins hjá Liverpool í frægum leik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni 2019 þar sem Liverpool skoraði fjórða markið sem réð úrslitum í einvíginu eftir útsjónarsemi boltastráks. Það má sjá alla þessa umræðu í myndbandinu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Pepsi Max stúkan Reykjanesbær Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð