Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2021 07:53 Að minnsta kosti fjörutíu hafa fallið í árásunum síðustu daga og er um að ræða mestu átök í áraraðir. Kveikt hefur verið í bílum í borginni Lod. AP Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. Vígamenn Palestínumanna hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael frá Gasa og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum sprengjuárásum á svæðið. BBC segir frá því að fjörutíu hið minnsta hafi fallið í árásunum síðustu daga og er um að ræða mestu átök í áraraðir. Á annað þúsund eldflauga Talsmenn Ísraelshers segja herinn nú beina sjónum sínum að palestínskum vígamönnum á Gasa vegna eldflaugaárása þeirra á Jerúsalem og fleiri staði síðustu daga. Á annað þúsund eldflauga hefur verið skotið á Ísrael síðan á mánudagskvöld þegar aukin harka færðist í átökin. Palestínskir vígamenn segja að þeir hafi skotið á borgina Tel Aviv eftir að tvær íbúablokkir á Gasa, þar af ein þrettán hæða, eyðilögðust í loftárás Ísraelshers í gær. Greint var frá því í gær að íbúar í al-Jawhara turninum hafi verið varaðir við að yfirgefa heimili sín áður en loftárásin var gerð, en talsmenn palestrínskra yfirvalda segja að einhverjir hafi þrátt fyrir það látist í árásinni. Palestínumenn segjast hafa svarað árásunum með því að skjóta tvö hundruð eldflaugum á Tel Avív og Beersheba. Mikil spenna á svæðinu síðustu vikur Átökin nú blossa upp eftir að vaxandi spennu síðustu vikna. Til átaka kom milli ísraelskra lögreglumanna og palesstínskra mótmælenda á helgum stað bæði múslima og gyðinga í Jerúsalem um helgina. Stop the fire immediately. We re escalating towards a full scale war. Leaders on all sides have to take the responsibility of deescalation. The cost of war in Gaza is devastating & is being paid by ordinary people. UN is working w/ all sides to restore calm. Stop the violence now— Tor Wennesland (@TWennesland) May 11, 2021 Tor Wennesland, friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt deiluaðila til að leggja niður vopn og að sem standi stefni í allsherjarstríð milli Ísraela og Palestínumanna. Að minnsta kosti 35 Palestínumenn, þar af tíu börn, og fimm Ísraelsmenn hafa látist í átökum síðustu daga, að því er breska ríkisútvarpið hefur eftir fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á svæðinu. Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Vígamenn Palestínumanna hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael frá Gasa og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum sprengjuárásum á svæðið. BBC segir frá því að fjörutíu hið minnsta hafi fallið í árásunum síðustu daga og er um að ræða mestu átök í áraraðir. Á annað þúsund eldflauga Talsmenn Ísraelshers segja herinn nú beina sjónum sínum að palestínskum vígamönnum á Gasa vegna eldflaugaárása þeirra á Jerúsalem og fleiri staði síðustu daga. Á annað þúsund eldflauga hefur verið skotið á Ísrael síðan á mánudagskvöld þegar aukin harka færðist í átökin. Palestínskir vígamenn segja að þeir hafi skotið á borgina Tel Aviv eftir að tvær íbúablokkir á Gasa, þar af ein þrettán hæða, eyðilögðust í loftárás Ísraelshers í gær. Greint var frá því í gær að íbúar í al-Jawhara turninum hafi verið varaðir við að yfirgefa heimili sín áður en loftárásin var gerð, en talsmenn palestrínskra yfirvalda segja að einhverjir hafi þrátt fyrir það látist í árásinni. Palestínumenn segjast hafa svarað árásunum með því að skjóta tvö hundruð eldflaugum á Tel Avív og Beersheba. Mikil spenna á svæðinu síðustu vikur Átökin nú blossa upp eftir að vaxandi spennu síðustu vikna. Til átaka kom milli ísraelskra lögreglumanna og palesstínskra mótmælenda á helgum stað bæði múslima og gyðinga í Jerúsalem um helgina. Stop the fire immediately. We re escalating towards a full scale war. Leaders on all sides have to take the responsibility of deescalation. The cost of war in Gaza is devastating & is being paid by ordinary people. UN is working w/ all sides to restore calm. Stop the violence now— Tor Wennesland (@TWennesland) May 11, 2021 Tor Wennesland, friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt deiluaðila til að leggja niður vopn og að sem standi stefni í allsherjarstríð milli Ísraela og Palestínumanna. Að minnsta kosti 35 Palestínumenn, þar af tíu börn, og fimm Ísraelsmenn hafa látist í átökum síðustu daga, að því er breska ríkisútvarpið hefur eftir fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á svæðinu.
Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02
Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01
Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20