NBA dagsins: Golden State vann næstbesta lið deildarinnar þrátt fyrir kaldan Curry Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2021 15:00 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors sýndu mikinn styrk gegn Phoenix Suns. ap/Jeff Chiu Golden State Warriors þurfti ekki stórleik frá Stephen Curry til að vinna liðið með næstbesta árangurinn í NBA-deildinni, Phoenix Suns, í nótt, 122-116. Golden State hefur unnið fjóra leiki í röð en tveir síðustu sigrarnir hafa komið gegn liðunum með besta árangurinn í NBA, Utah Jazz og Phoenix. Með sigrinum á Utah á mánudaginn tryggði Golden State sér sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Curry, sem hefur verið óstöðvandi undanfarnar vikur og er stigahæsti leikmaður NBA, var kaldur í skotunum fyrir utan í nótt líkt og gegn Utah. Curry hitti aðeins úr einu af ellefu þriggja stiga skotum sínum og endaði með 21 stig. Sem betur fer fyrir Golden State átti Andrew Wiggins stórleik og skoraði 38 stig úr aðeins 24 skotum. Hann tók einnig sjö fráköst. Draymond Green heldur áfram að spila vel og var með þrefalda tvennu; ellefu stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Þá stal hann boltanum fjórum sinnum. Phoenix var sterkari framan af leik og náði mest sextán stiga forskoti. En Golden State var sterkari á svellinu undir lokin. Curry fór langt með að klára leikinn þegar hann setti niður gríðarlega erfitt skot þegar 46 sekúndur voru eftir. Jordan Poole setti svo niður tvö vítaskot og Golden State fagnaði sex stiga sigri, 122-116. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Golden State og Phoenix, Charlotte Hornets og Denver Nuggets og Los Angeles Lakers og New York Knicks auk flottustu tilþrifa leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 12. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Golden State hefur unnið fjóra leiki í röð en tveir síðustu sigrarnir hafa komið gegn liðunum með besta árangurinn í NBA, Utah Jazz og Phoenix. Með sigrinum á Utah á mánudaginn tryggði Golden State sér sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Curry, sem hefur verið óstöðvandi undanfarnar vikur og er stigahæsti leikmaður NBA, var kaldur í skotunum fyrir utan í nótt líkt og gegn Utah. Curry hitti aðeins úr einu af ellefu þriggja stiga skotum sínum og endaði með 21 stig. Sem betur fer fyrir Golden State átti Andrew Wiggins stórleik og skoraði 38 stig úr aðeins 24 skotum. Hann tók einnig sjö fráköst. Draymond Green heldur áfram að spila vel og var með þrefalda tvennu; ellefu stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar. Þá stal hann boltanum fjórum sinnum. Phoenix var sterkari framan af leik og náði mest sextán stiga forskoti. En Golden State var sterkari á svellinu undir lokin. Curry fór langt með að klára leikinn þegar hann setti niður gríðarlega erfitt skot þegar 46 sekúndur voru eftir. Jordan Poole setti svo niður tvö vítaskot og Golden State fagnaði sex stiga sigri, 122-116. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Golden State og Phoenix, Charlotte Hornets og Denver Nuggets og Los Angeles Lakers og New York Knicks auk flottustu tilþrifa leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 12. maí NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira