Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Samúel Karl Ólason og skrifa 12. maí 2021 14:44 Liz Cheney, eftir atkvæðagreiðsluna. AP/Scott Applewhite Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. Hún ætlar að sitja áfram á þingi en lýsti því yfir bæði fyrir og eftir atkvæðagreiðsluna að hún myndi halda áfram að standa í hárinu á Donald Trump, fyrrverandi forseta, og ekki taka þátt í lygum hans. „Ef þið viljið leiðtoga sem hjálpar við að dreifa hættulegum lygum hans, er ég ekki manneskjan fyrir ykkur. Þið hafið úr nógum öðrum að velja. Það verður þeirra arfleifð,“ sagði Cheney í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar við baul nokkurra annarra þingmanna, samkvæmt frétt Politico. „En ég lofa ykkur því, að eftir daginn í dag mun ég halda áfram baráttunni í því að koma aftur á íhaldssömum grunngildum flokks okkar og þjóðar, að sigrast á sósíalisma, að verja lýðveldi okkar og að gera Repúblikanaflokkinn aftur verðugan þess að vera kallaður flokkur Lincolns,“ bætti hún við. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ræddi hún svo við blaðamenn og sagðist ekki ætla að stíga til hliðar. Hún myndi gera allt sem hún gæti til að koma í veg fyrir að Trump kæmist einhvern tímann aftur í Hvíta húsið. Rep. Liz Cheney: "We must go forward based on truth. We cannot both embrace the big lie and embrace the Constitution...I will do everything I can to ensure that the former president never again gets anywhere near the Oval Office." pic.twitter.com/jrIwLTdP6t— CSPAN (@cspan) May 12, 2021 Atkvæðagreiðsla um hver tekur við af henni mun fara fram á föstudaginn. Líklegast þykir að það verði þingkonan Elise Stefanik, sem hefur á undanförnum mánuðum gengið sífellt meira í takt við Trump og staðið dyggilega við bakið á honum. Farið var ítarlega yfir ástæður atlögunnar gegn Cheney í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli sagt, þá hefur hún neitað að dreifa þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í fyrra og segir hún hann bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið í janúar. Hún var ein fárra þingmanna Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. Í ræðu sem Cheney hélt á þinginu í gærkvöldi kallaði hún Trump „ógn“ og sagðist óttast þá stefnu sem Repúblikanaflokkurinn væri á. Hún sagði það að þaga og hunsa lygar gæfi lygurum byr í báða vængi og neitaði hún að taka þátt í því. „Ég mun ekki sitja hjá og þaga meðan aðrir leiða flokk okkar frá réttarríkinu og gengur til liðs við krossför fyrrverandi forsetans í að grafa undna lýðræði okkar,“ sagði hún þá. Blaðamenn vestanhafs hafa sagt Cheney meðvitaða um að það að henni hafi verið vikið úr embætti myndi njóta mikillar athygli á landsvísu. Hún ætli sér að nýta þá athygli og nú haldi henni engin bönd lengur. Trump harðorður í garð Cheney Í kjölfar niðurstöðunnar í þingflokknum sendi Trump frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Cheney var „bitra, og hræðilega manneskju“. Hún væri slæm fyrir Repúblikanaflokkinn. Hún hefði engan persónuleika og ekkert gott til málanna að leggja. Þá væri hún sífellt að veita Demókrötum höggstað á Repúblikanaflokknum. Trump sagði einnig að hún væri stríðsmangari og fjölskylda hennar hefði leitt Bandaríkin í hernað í Mið-Austurlöndum, sem hefði verið versta ákvörðunin í sögu Bandaríkjanna. „Ég hlakka til þess að sjá hana brátt sem starfsmann CNN eða MSDNC,“ skrifaði Trump. Þar síðast á hann við MSNBC en er að bendla sjónvarpsstöðina við Landsnefnd Demókrataflokksins, sem kallast DNC. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hún ætlar að sitja áfram á þingi en lýsti því yfir bæði fyrir og eftir atkvæðagreiðsluna að hún myndi halda áfram að standa í hárinu á Donald Trump, fyrrverandi forseta, og ekki taka þátt í lygum hans. „Ef þið viljið leiðtoga sem hjálpar við að dreifa hættulegum lygum hans, er ég ekki manneskjan fyrir ykkur. Þið hafið úr nógum öðrum að velja. Það verður þeirra arfleifð,“ sagði Cheney í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar við baul nokkurra annarra þingmanna, samkvæmt frétt Politico. „En ég lofa ykkur því, að eftir daginn í dag mun ég halda áfram baráttunni í því að koma aftur á íhaldssömum grunngildum flokks okkar og þjóðar, að sigrast á sósíalisma, að verja lýðveldi okkar og að gera Repúblikanaflokkinn aftur verðugan þess að vera kallaður flokkur Lincolns,“ bætti hún við. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ræddi hún svo við blaðamenn og sagðist ekki ætla að stíga til hliðar. Hún myndi gera allt sem hún gæti til að koma í veg fyrir að Trump kæmist einhvern tímann aftur í Hvíta húsið. Rep. Liz Cheney: "We must go forward based on truth. We cannot both embrace the big lie and embrace the Constitution...I will do everything I can to ensure that the former president never again gets anywhere near the Oval Office." pic.twitter.com/jrIwLTdP6t— CSPAN (@cspan) May 12, 2021 Atkvæðagreiðsla um hver tekur við af henni mun fara fram á föstudaginn. Líklegast þykir að það verði þingkonan Elise Stefanik, sem hefur á undanförnum mánuðum gengið sífellt meira í takt við Trump og staðið dyggilega við bakið á honum. Farið var ítarlega yfir ástæður atlögunnar gegn Cheney í fréttinni hér að neðan. Í stuttu máli sagt, þá hefur hún neitað að dreifa þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í fyrra og segir hún hann bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið í janúar. Hún var ein fárra þingmanna Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. Í ræðu sem Cheney hélt á þinginu í gærkvöldi kallaði hún Trump „ógn“ og sagðist óttast þá stefnu sem Repúblikanaflokkurinn væri á. Hún sagði það að þaga og hunsa lygar gæfi lygurum byr í báða vængi og neitaði hún að taka þátt í því. „Ég mun ekki sitja hjá og þaga meðan aðrir leiða flokk okkar frá réttarríkinu og gengur til liðs við krossför fyrrverandi forsetans í að grafa undna lýðræði okkar,“ sagði hún þá. Blaðamenn vestanhafs hafa sagt Cheney meðvitaða um að það að henni hafi verið vikið úr embætti myndi njóta mikillar athygli á landsvísu. Hún ætli sér að nýta þá athygli og nú haldi henni engin bönd lengur. Trump harðorður í garð Cheney Í kjölfar niðurstöðunnar í þingflokknum sendi Trump frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Cheney var „bitra, og hræðilega manneskju“. Hún væri slæm fyrir Repúblikanaflokkinn. Hún hefði engan persónuleika og ekkert gott til málanna að leggja. Þá væri hún sífellt að veita Demókrötum höggstað á Repúblikanaflokknum. Trump sagði einnig að hún væri stríðsmangari og fjölskylda hennar hefði leitt Bandaríkin í hernað í Mið-Austurlöndum, sem hefði verið versta ákvörðunin í sögu Bandaríkjanna. „Ég hlakka til þess að sjá hana brátt sem starfsmann CNN eða MSDNC,“ skrifaði Trump. Þar síðast á hann við MSNBC en er að bendla sjónvarpsstöðina við Landsnefnd Demókrataflokksins, sem kallast DNC.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira