Hlutverk dómara er að vernda leikmennina Andri Már Eggertsson skrifar 13. maí 2021 18:10 Gunnar var afar svekktur með dómgæsluna í kvöld Vísir/Hulda Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með að ná ekki að landa sigri gegn KA eftir að Mosfellingar voru yfir lungann af leiknum og missa hann niður í jafntefli 27-27. „Frammistaðan í kvöld var frábær, síðustu mínútur leiksins voru erfiðar en það var ekki við okkur að sakast þar, KA liðið er mjög gott, stigið er mikilvægt en svekktur að þau hafa ekki verið tvö,“ sagði Gunnar. Leikurinn var jafn framan af í fyrri hálfleik en Afturelding tók þá við sér með góðu áhlaupi og voru yfir í hálfleik 17-14. „Við héldum aganum betur í þessum leik miðað við aðra sem við höfum verið að spila í vetur sem ég er mjög ánægður með, vorum góðir á báðum endum vallarins sem gerði það að verkum að við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik.“ Gunnar talaði um að þeir spiluðu á fáum leikmönnum í restina þar sem margir af hans mönnum voru farnir útaf vegna meiðsla og því var róðurinn orðin mjög þungur undir restina. Dómgæslan í leiknum var afar sérstök og leyndi Gunnar því ekki að það sauð á honum vegna margra atvika sem voru metin á sérstakan hátt. „Þorsteinn Leó er á leiðinni upp á sjúkrahús í sjúkrabíl þar sem hann lenti illa eftir högg,“ sagði Gunnar sem vildi þó sjá brotið aftur í sjónvarpinu áður en hann myndi fella stóra dóminn. „KA gerði það tvisvar í leiknum að taka risa stórt skref þegar Úlfar Monsi fór í gegn sem er hættuleikur. Bergvin var líka tekinn hraustlega niður sem ég á eftir að sjá aftur,“ sagði þjálfarinn. „Ég er ekki að ásaka neinn um viljaverk en hlutverk dómara er að vernda leikmennina, þetta eru slys sem gerast en dómarar leiksins verða að vernda leikmennina þegar svona atvik eiga sér stað,“ sagði Gunnar að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Afturelding Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 27-27 | Liðin skiptu stigunum á milli sín Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. 13. maí 2021 17:45 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Frammistaðan í kvöld var frábær, síðustu mínútur leiksins voru erfiðar en það var ekki við okkur að sakast þar, KA liðið er mjög gott, stigið er mikilvægt en svekktur að þau hafa ekki verið tvö,“ sagði Gunnar. Leikurinn var jafn framan af í fyrri hálfleik en Afturelding tók þá við sér með góðu áhlaupi og voru yfir í hálfleik 17-14. „Við héldum aganum betur í þessum leik miðað við aðra sem við höfum verið að spila í vetur sem ég er mjög ánægður með, vorum góðir á báðum endum vallarins sem gerði það að verkum að við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik.“ Gunnar talaði um að þeir spiluðu á fáum leikmönnum í restina þar sem margir af hans mönnum voru farnir útaf vegna meiðsla og því var róðurinn orðin mjög þungur undir restina. Dómgæslan í leiknum var afar sérstök og leyndi Gunnar því ekki að það sauð á honum vegna margra atvika sem voru metin á sérstakan hátt. „Þorsteinn Leó er á leiðinni upp á sjúkrahús í sjúkrabíl þar sem hann lenti illa eftir högg,“ sagði Gunnar sem vildi þó sjá brotið aftur í sjónvarpinu áður en hann myndi fella stóra dóminn. „KA gerði það tvisvar í leiknum að taka risa stórt skref þegar Úlfar Monsi fór í gegn sem er hættuleikur. Bergvin var líka tekinn hraustlega niður sem ég á eftir að sjá aftur,“ sagði þjálfarinn. „Ég er ekki að ásaka neinn um viljaverk en hlutverk dómara er að vernda leikmennina, þetta eru slys sem gerast en dómarar leiksins verða að vernda leikmennina þegar svona atvik eiga sér stað,“ sagði Gunnar að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Afturelding Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 27-27 | Liðin skiptu stigunum á milli sín Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. 13. maí 2021 17:45 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KA 27-27 | Liðin skiptu stigunum á milli sín Afturelding leiddi leikinn lengst af en góður lokakafli KA varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 27-27. 13. maí 2021 17:45
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða