„Þetta eru svakalegar fréttir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 14:01 Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir eru spenntar fyrir endurkomu Thelmu Dísar Ágústsdóttir í Keflavíkurliðið. Pálína Gunnlaugsdóttir og sérfræðingar hennar fóru yfir einvígi Hauka og Keflavíkur í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en fyrsti leikurinn í einvíginu er í kvöld. Keflavík bætti við sig landsliðskonu fyrir úrslitakeppnina. Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Bæði lið Hauka og Keflavíkur hafa fengið til sín landsliðskonu á miðju tímabili og það eru miklar væntingar gerðar til þeirra í þessu einvígi. Sara Rún Hinriksdóttir verður þannig í stóru hlutverki í Haukaliðinu en hún er að fara að spila á móti sínu uppeldisfélagi. Bryndís Guðmundsdóttir þekkir það frá sínum ferli. „Hún fór fyrst í skóla í Bandaríkjunum og spilaði síðan með þessu liði í Englandi. Þetta er því öðruvísi en ef hún væri búin að vera í Keflavík allan tímann og færi svo í Hauka. Svo hefur hún systur sína við hliðina á sér og ég held að þetta hafi ekkert verið voðalega erfitt fyrir hana að fara í Hauka þegar hún kom aftur til baka,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Bryndís er á því að koma Söru hafi hjálpað hinni bandarísku Alyesha Lovett sem hefur blómstrað með Haukaliðinu í þremur leikjum maí. „Eftir að Sara Rún kemur þá létti yfir öllu, ekki bara henni heldur öllu Haukaliðinu. Ég veit ekki hvort maður geti sagt að Alyesha sé að njóta þess betur að spila eftir að Sara kemur. Hún virðist vera búin að gera meira og er vonandi búin að sýna að þetta sé hennar rétta andlit,“ sagði Bryndís. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Hauka og Keflavíkur Stelpurnar sögðu líka frá því að Thelma Dís Ágústsdóttir sé að fara að spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni en hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum í þrjú tímabil. „Þetta eru svakalegar fréttir,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir og Keflvíkingurinn Bryndís var líka kát með þetta. „Þetta verður svo geggjað. Þetta breytir svo miklu og pældu í því ef Þóranna og Birna væru með þeim líka,“ sagði Bryndís sem þekkir Thelma Dís vel eftir að hafa spilað með henni í Keflavík. „Við erum að fara að sjá allt því Thelma gerir allt. Hún var góð þegar hún fór í háskólaboltann en hún er orðin svo mikli betri,“ sagði Bryndís en dróg svo skyndilega aðeins í land. „Ég ætla ekki að setja of mikla pressu á hana en ég hlakka rosalega til að sjá hana,“ sagði Bryndís. „Þetta er það sem Keflavík þurfti til að gera þetta að seríu,“ sagði Ólöf Helga og Bryndís skaut inn í: „Nú vinna þær,“ sagði Bryndís létt. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna. Það má sjá alla umfjöllunina um einvígið hér fyrir ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöldi kvenna strax á eftir seinni leiknum. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld fjallaði um einvígi liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar en með Pálínu voru þær Bryndís Guðmundsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir. Bæði lið Hauka og Keflavíkur hafa fengið til sín landsliðskonu á miðju tímabili og það eru miklar væntingar gerðar til þeirra í þessu einvígi. Sara Rún Hinriksdóttir verður þannig í stóru hlutverki í Haukaliðinu en hún er að fara að spila á móti sínu uppeldisfélagi. Bryndís Guðmundsdóttir þekkir það frá sínum ferli. „Hún fór fyrst í skóla í Bandaríkjunum og spilaði síðan með þessu liði í Englandi. Þetta er því öðruvísi en ef hún væri búin að vera í Keflavík allan tímann og færi svo í Hauka. Svo hefur hún systur sína við hliðina á sér og ég held að þetta hafi ekkert verið voðalega erfitt fyrir hana að fara í Hauka þegar hún kom aftur til baka,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Bryndís er á því að koma Söru hafi hjálpað hinni bandarísku Alyesha Lovett sem hefur blómstrað með Haukaliðinu í þremur leikjum maí. „Eftir að Sara Rún kemur þá létti yfir öllu, ekki bara henni heldur öllu Haukaliðinu. Ég veit ekki hvort maður geti sagt að Alyesha sé að njóta þess betur að spila eftir að Sara kemur. Hún virðist vera búin að gera meira og er vonandi búin að sýna að þetta sé hennar rétta andlit,“ sagði Bryndís. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Einvígi Hauka og Keflavíkur Stelpurnar sögðu líka frá því að Thelma Dís Ágústsdóttir sé að fara að spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni en hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum í þrjú tímabil. „Þetta eru svakalegar fréttir,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir og Keflvíkingurinn Bryndís var líka kát með þetta. „Þetta verður svo geggjað. Þetta breytir svo miklu og pældu í því ef Þóranna og Birna væru með þeim líka,“ sagði Bryndís sem þekkir Thelma Dís vel eftir að hafa spilað með henni í Keflavík. „Við erum að fara að sjá allt því Thelma gerir allt. Hún var góð þegar hún fór í háskólaboltann en hún er orðin svo mikli betri,“ sagði Bryndís en dróg svo skyndilega aðeins í land. „Ég ætla ekki að setja of mikla pressu á hana en ég hlakka rosalega til að sjá hana,“ sagði Bryndís. „Þetta er það sem Keflavík þurfti til að gera þetta að seríu,“ sagði Ólöf Helga og Bryndís skaut inn í: „Nú vinna þær,“ sagði Bryndís létt. Pálína, Bryndís og Ólöf Helga ræddu frammistöðu liðanna í vetur og fóru yfir lykilmenn liðanna. Það má sjá alla umfjöllunina um einvígið hér fyrir ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 18.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verður bein útsending frá fyrsta leik Vals og Fjölnis og báðir leikirnir verða svo gerðir upp í Dominos Körfuboltakvöldi kvenna strax á eftir seinni leiknum.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira