Sýknaður af bótakröfu fyrir gáleysi á Bitruhálsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2021 15:01 Frá vettvangi að morgni 4. desember 2017. Vísir Landsréttur hefur staðfest eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir 64 ára karlmanni sem sýndi af sér gáleysi þegar hann ók á gangandi vegfaranda á gangbraut á Bitruhálsi í Reykjavík þann 4. desember 2017. Maðurinn sem varð fyrir bílnum slasaðist alvarlega og eru möguleikar hans á að vinna fyrir sér í framtíðinni mjög takmarkaðir. Ökumaðurinn var dæmdur til að greiða fjórar milljónir í miskabætur í héraði en Landsréttur sýknaði ökumanninn af þeirri kröfu í dag. Var hann dæmdur fyrir gáleysi en hafði áður hlotið dóm fyrir stórfellt gáleysi í héraði. Gangandi vegfarandinn var við vinnu í hverfinu og í göngutúr þegar slysið varð, en hann man ekkert eftir atburðum þess dags. Hann hlaut áverkainnanskúmsblæðingu og höfuðkúpubrot vegna slyssins. Var honum haldið sofandi í öndunarvél í ellefu daga og dvaldi mánuðum saman á göngudeild Grensásdeildar í framhaldinu. Ökumaðurinn neitaði sök í málinu, að hafa sýnt af sér gáleysi. Hann hefði ekki séð gangandi vegfarandann fyrr en hann sá hann liggja í götunni. Hann hefði fundið eitthvað skella á vinstri framhlið bifreiðar sinnar. Fram kom í niðurstöðu héraðsdóms að ekkert benti til annars en að gangandi vegfarandinn hefði verið á eðlilegum gönguhraða þegar slysið varð. Erfiðar aðstæður kalli á sérstaka varkárni Í niðurstöðu sinni fjallar héraðsdómur um ábyrgð ökumanna eins og segir í umferðarlögum. Ökumaður megi ekki valda gangandi vegfaranda sem fer yfir akbraut sem beygt er inn á hættu eða óþægindum. Hann skuli bíða eftir gangandi vegfaranda á meðan hann fer yfir gangbrautina. Í lögregluskýrslu kom fram að myrkur hafi verið umræddan morgun en götulýsing góð. Yfirborð vegar hafi verið blautt. Ökumaðurinn lýsti aðstæðum sem mjög slæmum, mikið dimmviðri og myrkur, rigningarúði og lýsing ekki góð. Héraðsdómur minnti á að erfiðar aðstæður kölluðu á sérstaka varkárni ökumanns og ökuhraða ætti að miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annara. Ökumaður ætti þannig miða hraðann við gerð og ástand vegar, veður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu, svo og umferðaraðstæður að öðru leyti. Hraðinn mætti aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu og geti stöðvað það á þeim hluta vegar sem sé fram undan. Takmarkaðir möguleikar á vinnu Í niðurstöðu dómsins segir að engin ástæða sé til að véfengja orð ökumannsins um að hann hafi ekið rólega yfir gatnamótin, enda aðstæður verið slæmar. Engu að síður hafi svo farið að hann ók bílnum á gangandi vegfaranda sem hann tók ekki eftir fyrr en allt var um garð gengið. Óhjákvæmilegt væri annað en að komast að þeirri niðurstöðu að ökumaðurinn hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi. Ökumaðurinn á engan sakaferil, kominn á sjötugsaldur og sagði dómurinn engan vafa leika á því að málið hefði verið honum mjög erfitt. Hann hefði síðan leitað sér endurmenntunar sem ökumaður. Hann hefði verið hreinskilinn fyrir héraðsdómi. Þá kom fram að vegfarandinn hefði verið undir áhrifum kannabis, sem mældist í blóði hans. Dómurinn taldi að þrátt fyrir það væru ekki líkur á að hann hefði farið óvarlega á ferð sinni svo máli skipti. Aftur á móti hefði tjón hins gangandi vegfaranda verið mjög verulegt. Hann glímir nú við vitræna skerðingu og er að mati læknis eins og barn í vitrænum þroska. Möguleikar á vinnu í framtíðinni eru mjög takmarkaðir. Ljóst væri að atvikið hafi í för með sér miklar og vafalaust þungbærar breytingar í lífi hans. Tryggingafélag ökumannsins hefur þegar greitt honum sex milljónir króna. Héraðsdómur dæmdi ökumanninn til að greiða honum fjórar milljónir króna til viðbótar í miskabætur. Landsréttur sýknaði ökumanninn hins vegar af bótakröfu mannsins. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar síðdegis. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Örkumla eftir að ekið var á hann á gangbraut 62 ára karlmaður hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að sýna af sér stórfellt gáleysi þegar hann ók á gangandi vegfaranda á gangbraut á Bitruhálsi í Reykjavík þann 4. desember 2017. 10. júlí 2019 11:49 Óskað eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi á Bitruhálsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi sem varð á Bitruhálsi á móts við Bæjarháls í gærmorgun, mánudaginn 4. desember 5. desember 2017 16:09 Alvarlegt slys á Bitruhálsi Ekið var á gangandi vegfaranda við Bitruháls í Reykjavík um tíuleytið í morgun. 4. desember 2017 11:21 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir bílnum slasaðist alvarlega og eru möguleikar hans á að vinna fyrir sér í framtíðinni mjög takmarkaðir. Ökumaðurinn var dæmdur til að greiða fjórar milljónir í miskabætur í héraði en Landsréttur sýknaði ökumanninn af þeirri kröfu í dag. Var hann dæmdur fyrir gáleysi en hafði áður hlotið dóm fyrir stórfellt gáleysi í héraði. Gangandi vegfarandinn var við vinnu í hverfinu og í göngutúr þegar slysið varð, en hann man ekkert eftir atburðum þess dags. Hann hlaut áverkainnanskúmsblæðingu og höfuðkúpubrot vegna slyssins. Var honum haldið sofandi í öndunarvél í ellefu daga og dvaldi mánuðum saman á göngudeild Grensásdeildar í framhaldinu. Ökumaðurinn neitaði sök í málinu, að hafa sýnt af sér gáleysi. Hann hefði ekki séð gangandi vegfarandann fyrr en hann sá hann liggja í götunni. Hann hefði fundið eitthvað skella á vinstri framhlið bifreiðar sinnar. Fram kom í niðurstöðu héraðsdóms að ekkert benti til annars en að gangandi vegfarandinn hefði verið á eðlilegum gönguhraða þegar slysið varð. Erfiðar aðstæður kalli á sérstaka varkárni Í niðurstöðu sinni fjallar héraðsdómur um ábyrgð ökumanna eins og segir í umferðarlögum. Ökumaður megi ekki valda gangandi vegfaranda sem fer yfir akbraut sem beygt er inn á hættu eða óþægindum. Hann skuli bíða eftir gangandi vegfaranda á meðan hann fer yfir gangbrautina. Í lögregluskýrslu kom fram að myrkur hafi verið umræddan morgun en götulýsing góð. Yfirborð vegar hafi verið blautt. Ökumaðurinn lýsti aðstæðum sem mjög slæmum, mikið dimmviðri og myrkur, rigningarúði og lýsing ekki góð. Héraðsdómur minnti á að erfiðar aðstæður kölluðu á sérstaka varkárni ökumanns og ökuhraða ætti að miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annara. Ökumaður ætti þannig miða hraðann við gerð og ástand vegar, veður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu, svo og umferðaraðstæður að öðru leyti. Hraðinn mætti aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu og geti stöðvað það á þeim hluta vegar sem sé fram undan. Takmarkaðir möguleikar á vinnu Í niðurstöðu dómsins segir að engin ástæða sé til að véfengja orð ökumannsins um að hann hafi ekið rólega yfir gatnamótin, enda aðstæður verið slæmar. Engu að síður hafi svo farið að hann ók bílnum á gangandi vegfaranda sem hann tók ekki eftir fyrr en allt var um garð gengið. Óhjákvæmilegt væri annað en að komast að þeirri niðurstöðu að ökumaðurinn hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi. Ökumaðurinn á engan sakaferil, kominn á sjötugsaldur og sagði dómurinn engan vafa leika á því að málið hefði verið honum mjög erfitt. Hann hefði síðan leitað sér endurmenntunar sem ökumaður. Hann hefði verið hreinskilinn fyrir héraðsdómi. Þá kom fram að vegfarandinn hefði verið undir áhrifum kannabis, sem mældist í blóði hans. Dómurinn taldi að þrátt fyrir það væru ekki líkur á að hann hefði farið óvarlega á ferð sinni svo máli skipti. Aftur á móti hefði tjón hins gangandi vegfaranda verið mjög verulegt. Hann glímir nú við vitræna skerðingu og er að mati læknis eins og barn í vitrænum þroska. Möguleikar á vinnu í framtíðinni eru mjög takmarkaðir. Ljóst væri að atvikið hafi í för með sér miklar og vafalaust þungbærar breytingar í lífi hans. Tryggingafélag ökumannsins hefur þegar greitt honum sex milljónir króna. Héraðsdómur dæmdi ökumanninn til að greiða honum fjórar milljónir króna til viðbótar í miskabætur. Landsréttur sýknaði ökumanninn hins vegar af bótakröfu mannsins. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar síðdegis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Örkumla eftir að ekið var á hann á gangbraut 62 ára karlmaður hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að sýna af sér stórfellt gáleysi þegar hann ók á gangandi vegfaranda á gangbraut á Bitruhálsi í Reykjavík þann 4. desember 2017. 10. júlí 2019 11:49 Óskað eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi á Bitruhálsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi sem varð á Bitruhálsi á móts við Bæjarháls í gærmorgun, mánudaginn 4. desember 5. desember 2017 16:09 Alvarlegt slys á Bitruhálsi Ekið var á gangandi vegfaranda við Bitruháls í Reykjavík um tíuleytið í morgun. 4. desember 2017 11:21 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Örkumla eftir að ekið var á hann á gangbraut 62 ára karlmaður hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að sýna af sér stórfellt gáleysi þegar hann ók á gangandi vegfaranda á gangbraut á Bitruhálsi í Reykjavík þann 4. desember 2017. 10. júlí 2019 11:49
Óskað eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi á Bitruhálsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi sem varð á Bitruhálsi á móts við Bæjarháls í gærmorgun, mánudaginn 4. desember 5. desember 2017 16:09
Alvarlegt slys á Bitruhálsi Ekið var á gangandi vegfaranda við Bitruháls í Reykjavík um tíuleytið í morgun. 4. desember 2017 11:21