„Sé ekki hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2021 12:32 Það er erfitt að sjá að eitthvað lið geti stöðvað Deane Williams og félaga sem urðu deildarmeistarar á dögunum með miklum yfirburðum. vísir/vilhelm „Tindastóll gæti unnið einn leik en Keflavík vinnur alltaf þrjá leiki,“ segir Benedikt Guðmundsson um einvígi Keflavíkur og Tindastóls í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta sem hefst í kvöld. Benedikt og Teitur Örlygsson ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um einvígið í Dominos Körfuboltakvöldi og drógu ekkert úr því hve mikið sigurstranglegri deildarmeistarar Keflavíkur væru. Keflavík vann báða leiki sína gegn Tindastóli af nokkru öryggi, þann seinni á Sauðárkróki án Harðar Axels Vilhjálmssonar. „Maður sér ekki í spilunum hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika í þessari seríu,“ sagði Teitur en umræðuna má sjá hér að neðan: Klippa: Körfuboltakvöld - Einvígi Keflavíkur og Tindastóls „Við vorum að ræða um þrjá leikmenn sem gera allir tilkall til þess að vera í fimm manna úrvalsliði deildarinnar; Dominykas Milka, Deane Williams og Hörður Axel Vilhjálmsson. Þeir eru búnir að eiga skínandi leiktíð. Úrslitakeppnin snýst oft um einstaklingsviðureignir og ég veit ekki hvernig Stólarnir ætla að tækla þessa þrenningu,“ sagði Kjartan Atli. „Keflvíkingar eru með þessa tvo menn [Milka og Williams] og þeir eru bæði stærri og sterkari en nánast allir „inside“ leikmenn í deildinni. Ég sé ekki að Flenard Whitfield eigi nokkuð í þetta,“ sagði Teitur og bætti við: „Þeir stíga líka á varnarbensíngjöfina. Þeir vita hvernig á að taka leiki yfir. Þetta er svo góð blanda. Þeir eru með alla reynsluna líka. Hjalti er að gera frábæra hluti með því hvernig hann stjórnar af bekknum. Við gleymum oft Val Orra sem er einn besti „off ball spacing“ leikmaður. Hann er alltaf mættur í hornið, alltaf galopinn og þá er hann fínn skotmaður. Þetta lið er súpervel mannað.“ Tindastóll þarf að vona að nú kvikni allsvakalega á lykilmönnum liðsins, eins og til að mynda Nikolas Tomsick: „Hann getur hent í 40 stiga leiki og þegar hann er vel stilltur finnur hann jafnvægið á milli þess að skora og leita menn uppi. Þetta hefur ekki verið hans besta tímabil en við höfum inn á milli séð þann Nick Tomsick sem við hrifumst af,“ sagði Benedikt. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Benedikt og Teitur Örlygsson ræddu við Kjartan Atla Kjartansson um einvígið í Dominos Körfuboltakvöldi og drógu ekkert úr því hve mikið sigurstranglegri deildarmeistarar Keflavíkur væru. Keflavík vann báða leiki sína gegn Tindastóli af nokkru öryggi, þann seinni á Sauðárkróki án Harðar Axels Vilhjálmssonar. „Maður sér ekki í spilunum hvernig Tindastóll á að eiga nokkurn möguleika í þessari seríu,“ sagði Teitur en umræðuna má sjá hér að neðan: Klippa: Körfuboltakvöld - Einvígi Keflavíkur og Tindastóls „Við vorum að ræða um þrjá leikmenn sem gera allir tilkall til þess að vera í fimm manna úrvalsliði deildarinnar; Dominykas Milka, Deane Williams og Hörður Axel Vilhjálmsson. Þeir eru búnir að eiga skínandi leiktíð. Úrslitakeppnin snýst oft um einstaklingsviðureignir og ég veit ekki hvernig Stólarnir ætla að tækla þessa þrenningu,“ sagði Kjartan Atli. „Keflvíkingar eru með þessa tvo menn [Milka og Williams] og þeir eru bæði stærri og sterkari en nánast allir „inside“ leikmenn í deildinni. Ég sé ekki að Flenard Whitfield eigi nokkuð í þetta,“ sagði Teitur og bætti við: „Þeir stíga líka á varnarbensíngjöfina. Þeir vita hvernig á að taka leiki yfir. Þetta er svo góð blanda. Þeir eru með alla reynsluna líka. Hjalti er að gera frábæra hluti með því hvernig hann stjórnar af bekknum. Við gleymum oft Val Orra sem er einn besti „off ball spacing“ leikmaður. Hann er alltaf mættur í hornið, alltaf galopinn og þá er hann fínn skotmaður. Þetta lið er súpervel mannað.“ Tindastóll þarf að vona að nú kvikni allsvakalega á lykilmönnum liðsins, eins og til að mynda Nikolas Tomsick: „Hann getur hent í 40 stiga leiki og þegar hann er vel stilltur finnur hann jafnvægið á milli þess að skora og leita menn uppi. Þetta hefur ekki verið hans besta tímabil en við höfum inn á milli séð þann Nick Tomsick sem við hrifumst af,“ sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira