Deane Williams: Við höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 11:31 Deane Williams hefur verið einn besti leikmaður Domino's deildarinnar í vetur. Keflavík og Tindastóll mætast í kvöld í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Keflvíkingar lönduðu deildarmeistaratitlinum á dögunum, en Tindastóll hafnaði í áttunda sæti deildarinnar. Deane Williams, sem leikur með Keflvík og hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar, á von á erfiðum leik. „Þeir eru mjög gott lið, eins og öll önnur lið í þessari deild,“ sagði Deane í samtali við Gaupa. „Við þurfum að gleyma leikjunum sem við erum búnir að vinna og einbeita okkur að næsta leik.“ „Það er sérstaklega erfitt að spila við sama liðið þrisvar, og jafnvel fimm sinnum í röð. Við þurfum að einbeita okkur og finna þessa litlu hluti sem skipta svo miklu máli.“ „Það er auðvelt að koma liði á óvart í fyrsta leik þegar þeir vita kannski ekki við hverju þeir eiga að búast. En svo ertu búinn að spila tvisvar við þá og mætir þeim í þriðja, fjórða og fimmta skipti þá verður erfitt að koma þeim á óvart. Þú þarft að vera einbeittur í 40 mínútur í senn. Þetta verður spennandi einvígi og ég hlakka til.“ Deane segir að liðið þurfi að halda einbeitingu, sérstaklega þegar tímabilið hefur verið jafn langt og í ár. „Við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta er búið að vera langt ár, en ég held að strákarnir séu reiðubúnir að spila eins lengi og þeir þurfa. Sérstaklega eftir seinasta tímabil þar sem að við fengum ekki að spila í úrslitakeppninni og okkur gekk ekki nógu vel í bikarnum. Við ætlum okkur langt í ár og höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira.“ Deane segir að styrkur Keflavíkurliðsins liggi fyrst og fremst í liðsheildinni, en Dominykas Milka, liðsfélagi hans, sagði það sama fyrr í dag. „Við eigum mjög gott samband bæði innan vallar sem utan. Ég held að það auðveldi okkur það að komast í gegnum erfiða kafla á vellinum. Liðsheildin hefur spilað stórt hlutverk í okkar árangri.“ „Við erum með frábæra þjálfara og stjórnarmeðlimi, og stuðning frá fólkinu í Keflavík sem hefur hjálpað okkur mikið. Þetta eru ekki bara við leikmennirnir sem erum að leggja okkar af mörkum, heldur allir í kringum liðið.“ „Þetta er frábær staður til að vera á og það er komið mjög vel fram við mig. Það sýnir að þetta snýst ekki bara um körfubolta, heldur líka um fólkið í kringum liðið. Það eru þau sem halda manni hérna.“ Kristján Helgi er bjartsýnn fyrir úrslitakeppnina. Kristján Helgi: Við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna Keflavík varð seinast Íslandsmeistari í körfubolta árið 2008. Kristján Helgi, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segist vera orðinn spenntur fyrir því að sjá þann stóra fara aftur á loft í Keflavík. „Fram að því var búin að vera mikil stemmning í Keflavík, og mikil sigurhefð. Stelpurnar hafa reyndar náð að halda þessu aðeins uppi fyrir okkur. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan við unnum seinast karlamegin þannig að við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna.“ Kristján segir að liðið sé virkilega vel blandað af góðum erlendum og íslenskum leikmönnum. „Okkur tókst að halda þessum kjarna og ég held að það hafi skilað miklu. Við erum auðvitað með einstaklega góða erlenda leikmenn.“ „En það er ekki bara það, við erum með góða blöndu og við erum með að mínu mati einn besta leikmann deildarinnar í Hössa sem er svona hryggjarstykki. Og svo erum við bara með flotta blöndu leikmanna og að mínu mati flotta þjálfara.“ „Allt bæjarfélagið, stuðningsmenn og styrktaraðilar hafa haldið mjög vel utan um þetta með okkur.“ Það er dýrt að reka körfuboltafélag, og sérstaklega þegar tímabilið er jafn langt og í ár. Kristján segir að allir hafi lagt hönd á plóg til að halda félaginu gangandi. „Svo sannarlega. Sérstaklega þegar það er búið að lengja tímabilið um tvo mánuði. En með mikilli samvinnu allra, ekki bara stjórnarmanna, leikmanna og þjálfara, heldur hefur bæjarfélagið snúið bökum saman og gert okkur kleift að halda þessu áfram,“ sagði Kristján að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Deane Williams og Kristján Helgi Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
„Þeir eru mjög gott lið, eins og öll önnur lið í þessari deild,“ sagði Deane í samtali við Gaupa. „Við þurfum að gleyma leikjunum sem við erum búnir að vinna og einbeita okkur að næsta leik.“ „Það er sérstaklega erfitt að spila við sama liðið þrisvar, og jafnvel fimm sinnum í röð. Við þurfum að einbeita okkur og finna þessa litlu hluti sem skipta svo miklu máli.“ „Það er auðvelt að koma liði á óvart í fyrsta leik þegar þeir vita kannski ekki við hverju þeir eiga að búast. En svo ertu búinn að spila tvisvar við þá og mætir þeim í þriðja, fjórða og fimmta skipti þá verður erfitt að koma þeim á óvart. Þú þarft að vera einbeittur í 40 mínútur í senn. Þetta verður spennandi einvígi og ég hlakka til.“ Deane segir að liðið þurfi að halda einbeitingu, sérstaklega þegar tímabilið hefur verið jafn langt og í ár. „Við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta er búið að vera langt ár, en ég held að strákarnir séu reiðubúnir að spila eins lengi og þeir þurfa. Sérstaklega eftir seinasta tímabil þar sem að við fengum ekki að spila í úrslitakeppninni og okkur gekk ekki nógu vel í bikarnum. Við ætlum okkur langt í ár og höldum áfram að spila þangað til við þurfum ekki að spila meira.“ Deane segir að styrkur Keflavíkurliðsins liggi fyrst og fremst í liðsheildinni, en Dominykas Milka, liðsfélagi hans, sagði það sama fyrr í dag. „Við eigum mjög gott samband bæði innan vallar sem utan. Ég held að það auðveldi okkur það að komast í gegnum erfiða kafla á vellinum. Liðsheildin hefur spilað stórt hlutverk í okkar árangri.“ „Við erum með frábæra þjálfara og stjórnarmeðlimi, og stuðning frá fólkinu í Keflavík sem hefur hjálpað okkur mikið. Þetta eru ekki bara við leikmennirnir sem erum að leggja okkar af mörkum, heldur allir í kringum liðið.“ „Þetta er frábær staður til að vera á og það er komið mjög vel fram við mig. Það sýnir að þetta snýst ekki bara um körfubolta, heldur líka um fólkið í kringum liðið. Það eru þau sem halda manni hérna.“ Kristján Helgi er bjartsýnn fyrir úrslitakeppnina. Kristján Helgi: Við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna Keflavík varð seinast Íslandsmeistari í körfubolta árið 2008. Kristján Helgi, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segist vera orðinn spenntur fyrir því að sjá þann stóra fara aftur á loft í Keflavík. „Fram að því var búin að vera mikil stemmning í Keflavík, og mikil sigurhefð. Stelpurnar hafa reyndar náð að halda þessu aðeins uppi fyrir okkur. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan við unnum seinast karlamegin þannig að við erum mjög spennt að geta lyft upp alvöru bikar aftur hérna.“ Kristján segir að liðið sé virkilega vel blandað af góðum erlendum og íslenskum leikmönnum. „Okkur tókst að halda þessum kjarna og ég held að það hafi skilað miklu. Við erum auðvitað með einstaklega góða erlenda leikmenn.“ „En það er ekki bara það, við erum með góða blöndu og við erum með að mínu mati einn besta leikmann deildarinnar í Hössa sem er svona hryggjarstykki. Og svo erum við bara með flotta blöndu leikmanna og að mínu mati flotta þjálfara.“ „Allt bæjarfélagið, stuðningsmenn og styrktaraðilar hafa haldið mjög vel utan um þetta með okkur.“ Það er dýrt að reka körfuboltafélag, og sérstaklega þegar tímabilið er jafn langt og í ár. Kristján segir að allir hafi lagt hönd á plóg til að halda félaginu gangandi. „Svo sannarlega. Sérstaklega þegar það er búið að lengja tímabilið um tvo mánuði. En með mikilli samvinnu allra, ekki bara stjórnarmanna, leikmanna og þjálfara, heldur hefur bæjarfélagið snúið bökum saman og gert okkur kleift að halda þessu áfram,“ sagði Kristján að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Deane Williams og Kristján Helgi
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira