Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 12:17 Guðfinnur Sveinsson verður fundarstjóri á mótmælafundinum á Austurvelli í dag. Myndin til hægri er frá sambærilegum mótmælafundi í Brussel í Belgíu í gær. Vísir/EPA Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. Á sjötta hundrað manns hafa boðað komu sína á mótmælafundinn í dag og rúmlega þúsund til viðbótar lýst yfir áhuga, að því er fram kemur á síðu viðburðarins á Facebook. Ræðumenn á fundinum verða þær Falasteen Abu Libdeh og Rósa Björk Brynjólfsdóttir en fundarstjórn verður í höndum Guðfinns Sveinssonar. Hann segir félagið Ísland Palestínu beina þremur kröfum að íslenskum stjórnvöldum. „Við viljum að viðskiptabann verði sett á Ísrael þar til að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah verði hætt og að linnulausum árásum á Gasa-svæðið linni, sem við erum búin að vera að horfa upp á síðustu daga og að landrán á landi Palestínumanna verði stöðvað og að landinu verði skilað til baka. Þarna er um að ræða landtökubyggðir Ísraels sem öll ríki heims, líklega nema Bandaríkin og Ísrael, eru sammála um að standist alls ekki í alþjóðalög.“ Íslensk stjórnvöld hafi að mati félagsins alls ekki brugðist nógu hart við framgöngu Ísraels á Gasasvæðinu síðustu daga. „Við sjáum að ríkisstjórnin er gríðarlega klofin í þessu máli. Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð innihaldslitlar yfirlýsingar sjálf, hún tekur undir með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og mér finnst það ekki vera nóg,“ segir Guðfinnur. Hann telur að Íslendingar láti sig nú sérstaklega margir varða átökin á Gasasvæðinu. „Mér heyrist margir ætla að mæta, fyrir utan það að það er náttúrulega gott veður. Þannig að það verður baráttustemning á Austurvelli, ég hef ekki trú á öðru.“ Palestína Ísrael Tengdar fréttir STÖÐVUM BLÓÐBAÐIÐ - FRJÁLS PALESTÍNA 126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt. 15. maí 2021 10:54 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Sjá meira
Á sjötta hundrað manns hafa boðað komu sína á mótmælafundinn í dag og rúmlega þúsund til viðbótar lýst yfir áhuga, að því er fram kemur á síðu viðburðarins á Facebook. Ræðumenn á fundinum verða þær Falasteen Abu Libdeh og Rósa Björk Brynjólfsdóttir en fundarstjórn verður í höndum Guðfinns Sveinssonar. Hann segir félagið Ísland Palestínu beina þremur kröfum að íslenskum stjórnvöldum. „Við viljum að viðskiptabann verði sett á Ísrael þar til að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah verði hætt og að linnulausum árásum á Gasa-svæðið linni, sem við erum búin að vera að horfa upp á síðustu daga og að landrán á landi Palestínumanna verði stöðvað og að landinu verði skilað til baka. Þarna er um að ræða landtökubyggðir Ísraels sem öll ríki heims, líklega nema Bandaríkin og Ísrael, eru sammála um að standist alls ekki í alþjóðalög.“ Íslensk stjórnvöld hafi að mati félagsins alls ekki brugðist nógu hart við framgöngu Ísraels á Gasasvæðinu síðustu daga. „Við sjáum að ríkisstjórnin er gríðarlega klofin í þessu máli. Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð innihaldslitlar yfirlýsingar sjálf, hún tekur undir með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og mér finnst það ekki vera nóg,“ segir Guðfinnur. Hann telur að Íslendingar láti sig nú sérstaklega margir varða átökin á Gasasvæðinu. „Mér heyrist margir ætla að mæta, fyrir utan það að það er náttúrulega gott veður. Þannig að það verður baráttustemning á Austurvelli, ég hef ekki trú á öðru.“
Palestína Ísrael Tengdar fréttir STÖÐVUM BLÓÐBAÐIÐ - FRJÁLS PALESTÍNA 126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt. 15. maí 2021 10:54 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Sjá meira
STÖÐVUM BLÓÐBAÐIÐ - FRJÁLS PALESTÍNA 126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt. 15. maí 2021 10:54
Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54
VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50