Leikurinn var heilt yfir frekar rólegur í upphafi. Vestramenn héldu boltanum ágætlega, en Þróttarar setti góða pressu á þá og voru líklegri aðilinn.
Þegar tæplega 20 mínútur voru til leiksloka náðu heimamenn loksins að brjóta ísinn. Þar var á ferðinni Daði Bergsson eftir stoðsendingu frá Sam Ford.
Þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka komust Vestramenn í góða sókn þar sem boltinn datt fyrir Pétur Bjarnason sem jafnaði metin.
Á seinustu mínútu venjulegs leiktíma skoraði Nicolaj Madsen beint úr aukaspyrnu og kom gestunum í 2-1, og í uppbótartíma gerði Luke Morgan út um leikinn.
Vestri er því með sex stig eftir fyrstu tvo leiki sína, en Þróttur R. er enn án stiga.