Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 08:01 Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu á Gasa á undanförnum dögum. AP/Khalil Hamra Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. Ísraelsher hefur markvisst beint árásum sínum gegn leiðtogum Hamas en þeir eru í felum á Gasa. AP fréttaveitan segir ólíklegt að þeir hafi verið á heimilum sínum þegar árásir voru gerðar á þau. Þá ver Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas, tíma sínum að mestu í Tyrklandi og Katar en bæði ríkin styðja samtökin. Haniyeh er nú staddur í Katar þar sem hann sagði í gær að rætur þessara nýjustu átaka mætti rekja til Jerúsalem. Hann sagði Ísraelsmenn hafa talið sig geta jafnað al-Aqsa moskuna við jörðu og vísað Palestínumönnum úr Shekh Jarrah hverfinu. Hann varaði Netanjahú við því að leika sér að eldi og sagði að „titill orrustunnar, stríðsins og uppreisnarinnar væri Jerúsalem, Jerúsalem, Jerúsalem“, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Biden hringdi í leiðtoga Ísrael og Palestínu Hamas og aðrir hafa skotið um 2.900 eldflaugum á Ísrael frá því á mánudaginn. Samkvæmt hernum um helmingur þeirra verið skotinn niður eða hrapað til jarðar innan Gasa-strandarinnar. Hamas og Islamic Jihad hafa viðurkennt að tuttugu meðlimir samtakanna hafi verið felldir í loftárásum Ísraels frá því á mánudaginn. Ísraelsher segir fjölda fallinna þó mun hærri í rauninni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir 153 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraels, þar af 42 börn. Minnst tíu eru sagir hafa fallið í Ísrael frá því átökin hófust á mánudaginn, samkvæmt Reuters. Þar af tvö börn. Ísraelsmenn hafa gert hundruð loftárása á svæðinu, þar sem um tvær milljónir Palestínumanna búa í miklu þéttbýli. Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu. Sjá einnig: Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir vopnahléi á svæðinu og mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um átökin í dag. Í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi sagði Netanjahú þó að árásir Ísraelshers myndu halda áfram, svo lengi sem þeirra væri þörf, samkvæmt frétt BBC. Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Ísraelsher hefur markvisst beint árásum sínum gegn leiðtogum Hamas en þeir eru í felum á Gasa. AP fréttaveitan segir ólíklegt að þeir hafi verið á heimilum sínum þegar árásir voru gerðar á þau. Þá ver Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas, tíma sínum að mestu í Tyrklandi og Katar en bæði ríkin styðja samtökin. Haniyeh er nú staddur í Katar þar sem hann sagði í gær að rætur þessara nýjustu átaka mætti rekja til Jerúsalem. Hann sagði Ísraelsmenn hafa talið sig geta jafnað al-Aqsa moskuna við jörðu og vísað Palestínumönnum úr Shekh Jarrah hverfinu. Hann varaði Netanjahú við því að leika sér að eldi og sagði að „titill orrustunnar, stríðsins og uppreisnarinnar væri Jerúsalem, Jerúsalem, Jerúsalem“, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Biden hringdi í leiðtoga Ísrael og Palestínu Hamas og aðrir hafa skotið um 2.900 eldflaugum á Ísrael frá því á mánudaginn. Samkvæmt hernum um helmingur þeirra verið skotinn niður eða hrapað til jarðar innan Gasa-strandarinnar. Hamas og Islamic Jihad hafa viðurkennt að tuttugu meðlimir samtakanna hafi verið felldir í loftárásum Ísraels frá því á mánudaginn. Ísraelsher segir fjölda fallinna þó mun hærri í rauninni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir 153 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraels, þar af 42 börn. Minnst tíu eru sagir hafa fallið í Ísrael frá því átökin hófust á mánudaginn, samkvæmt Reuters. Þar af tvö börn. Ísraelsmenn hafa gert hundruð loftárása á svæðinu, þar sem um tvær milljónir Palestínumanna búa í miklu þéttbýli. Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu. Sjá einnig: Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir vopnahléi á svæðinu og mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um átökin í dag. Í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi sagði Netanjahú þó að árásir Ísraelshers myndu halda áfram, svo lengi sem þeirra væri þörf, samkvæmt frétt BBC.
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira