Sönnun í kynferðisbrotamálum II Einar Gautur Steingrímsson skrifar 17. maí 2021 09:00 Einhverjum hitnaði í hamsi yfir því að ég tel ásakanir um nauðgun ekki, einar og sér, næga sönnun, fyrir dómi, um að hún hafi átt sér stað. Að óbreyttri stjórnarskrá verða dómstólar að líta svo á. Stjórnarskráin er skýr; það verður að vera hafið yfir allan skynsamlegan vafa að sá sem dæmdur er fyrir glæp hafi framið glæpinn. Ákvæði stjórnarskrár hljómar svo: „Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. Núgildandi ákvæði stjórnarskrár eru í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Breytt stjórnarskrárákvæði, vilji menn berjast fyrir þeim, gæti hljómað svona: „Hver sá sem borinn er sökum um nauðgun telst sekur nema annað verði leitt í ljós“. Eða svona: „Dómari skal trúa frásögn konu sem sakar mann um nauðgun, nema hún verði afsönnuð.“. Tilslakanir á sönnunarbyrði ákæruvalds, af þessu tagi, fá ekki staðist núgildandi ákvæði stjórnarskrár. Í pistlum mínum miða ég við óbreytta stjórnarskrá en dómstólar mega aðeins dæma eftir lögum og telst það brot dómara í starfi ef hann lætur undan þrýstingi um eitthvað annað. Að dæma ekki eftir framburði konunnar, einum og sér, felur ekki í sér höfnun, bara að ekki tókst að sanna sök. Með þetta í huga vík ég nú að mati á munnlegum framburðum. Þegar konu er nauðgað er áfallið gríðarlegt. Slíku fylgir oft áfallastreituröskun sem aldrei hverfur. Stundum er um sálarmorð að ræða. Af þessu leiðir að framburður konu í þessu áfalli gæti á stundum virst reikull og ótrúverðugur án þess að nokkuð ótrúverðugt sé við hann í raun. Þvert á móti gæti slíkur framburður einmitt borið áfallinu vitni. Það er því mikilvægt að dómstólar hafi þetta í huga við mat á framburði konunnar. Sé kærandi staðinn að vísvitandi ósannsögli veikir það þó vissulega framburð hennar. Mér hefur þótt dómstólar vera farnir að átta sig á að vantreysta ekki frásögn konu þótt áfallið liti framsetningu hennar. Eru það framför. Aftur á móti hafa sumir héraðsdómarar ekki áttað sig á því að sá sem er sakaður um nauðgun, sekur eða saklaus, er einnig í áfalli. Tel ég mig hafa séð dóma þar sem framburði mannsins er af dómara snúið á versta veg og nánast um útúrsnúning að ræða. Dómarar verða að gæta sín þarna. Annað sem er mikilvægt að hafa í huga við mat á munnlegum framburðum er þetta; sá sem hefur besta talandann er ekki endilega sá sem segir satt. Þeir sem segja satt eru oft málhaltari en þeir sem blygðunarlaust segja ósatt. Framburðir fyrir dómi eru ekki keppni hjá málfundafélagi þar sem sá vinnur sem talar flottast. Í málum útaf nauðgunum mæta oft sálfræðingar o.fl. sem endursegja frásögn kæranda. Slíkir framburðir eru almennt ekki nein viðbót við frásögn konunnar sjálfrar og standa því áfram orð gegn orði. Það skal strax tekið fram að það er bábilja að sálfræðingar hafi nokkuð meiri hæfni en aðrir til að meta hvort framburður sé trúverðugur eða ekki. Það er engin stétt sem hefur nám að baki sem kennir þeim að vita hverjir segi satt og hverjir ósatt því það er ekki hægt að kenna slíkt. Sálfræðingar geta ekki, frekar en aðrir, fundið út hver segir satt þegar slíkt liggur ekki fyrir með öðrum hætti. Ekkert frekar en prestarnir á öldum áður sem áttu að segja til um hverjir væru göldróttir. Misnotkun dómstóla á slíkum „sönnunargögnum“ væri ávísun á réttarmorð. Í næsta pistli kem ég að því hvernig sök er sönnuð þótt standi orð gegn orði en iðulega er það mögulegt, þrátt fyrir það, að leiða hið sanna í ljós. Sem betur fer. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Einar Gautur Steingrímsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Einhverjum hitnaði í hamsi yfir því að ég tel ásakanir um nauðgun ekki, einar og sér, næga sönnun, fyrir dómi, um að hún hafi átt sér stað. Að óbreyttri stjórnarskrá verða dómstólar að líta svo á. Stjórnarskráin er skýr; það verður að vera hafið yfir allan skynsamlegan vafa að sá sem dæmdur er fyrir glæp hafi framið glæpinn. Ákvæði stjórnarskrár hljómar svo: „Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð“. Núgildandi ákvæði stjórnarskrár eru í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Breytt stjórnarskrárákvæði, vilji menn berjast fyrir þeim, gæti hljómað svona: „Hver sá sem borinn er sökum um nauðgun telst sekur nema annað verði leitt í ljós“. Eða svona: „Dómari skal trúa frásögn konu sem sakar mann um nauðgun, nema hún verði afsönnuð.“. Tilslakanir á sönnunarbyrði ákæruvalds, af þessu tagi, fá ekki staðist núgildandi ákvæði stjórnarskrár. Í pistlum mínum miða ég við óbreytta stjórnarskrá en dómstólar mega aðeins dæma eftir lögum og telst það brot dómara í starfi ef hann lætur undan þrýstingi um eitthvað annað. Að dæma ekki eftir framburði konunnar, einum og sér, felur ekki í sér höfnun, bara að ekki tókst að sanna sök. Með þetta í huga vík ég nú að mati á munnlegum framburðum. Þegar konu er nauðgað er áfallið gríðarlegt. Slíku fylgir oft áfallastreituröskun sem aldrei hverfur. Stundum er um sálarmorð að ræða. Af þessu leiðir að framburður konu í þessu áfalli gæti á stundum virst reikull og ótrúverðugur án þess að nokkuð ótrúverðugt sé við hann í raun. Þvert á móti gæti slíkur framburður einmitt borið áfallinu vitni. Það er því mikilvægt að dómstólar hafi þetta í huga við mat á framburði konunnar. Sé kærandi staðinn að vísvitandi ósannsögli veikir það þó vissulega framburð hennar. Mér hefur þótt dómstólar vera farnir að átta sig á að vantreysta ekki frásögn konu þótt áfallið liti framsetningu hennar. Eru það framför. Aftur á móti hafa sumir héraðsdómarar ekki áttað sig á því að sá sem er sakaður um nauðgun, sekur eða saklaus, er einnig í áfalli. Tel ég mig hafa séð dóma þar sem framburði mannsins er af dómara snúið á versta veg og nánast um útúrsnúning að ræða. Dómarar verða að gæta sín þarna. Annað sem er mikilvægt að hafa í huga við mat á munnlegum framburðum er þetta; sá sem hefur besta talandann er ekki endilega sá sem segir satt. Þeir sem segja satt eru oft málhaltari en þeir sem blygðunarlaust segja ósatt. Framburðir fyrir dómi eru ekki keppni hjá málfundafélagi þar sem sá vinnur sem talar flottast. Í málum útaf nauðgunum mæta oft sálfræðingar o.fl. sem endursegja frásögn kæranda. Slíkir framburðir eru almennt ekki nein viðbót við frásögn konunnar sjálfrar og standa því áfram orð gegn orði. Það skal strax tekið fram að það er bábilja að sálfræðingar hafi nokkuð meiri hæfni en aðrir til að meta hvort framburður sé trúverðugur eða ekki. Það er engin stétt sem hefur nám að baki sem kennir þeim að vita hverjir segi satt og hverjir ósatt því það er ekki hægt að kenna slíkt. Sálfræðingar geta ekki, frekar en aðrir, fundið út hver segir satt þegar slíkt liggur ekki fyrir með öðrum hætti. Ekkert frekar en prestarnir á öldum áður sem áttu að segja til um hverjir væru göldróttir. Misnotkun dómstóla á slíkum „sönnunargögnum“ væri ávísun á réttarmorð. Í næsta pistli kem ég að því hvernig sök er sönnuð þótt standi orð gegn orði en iðulega er það mögulegt, þrátt fyrir það, að leiða hið sanna í ljós. Sem betur fer. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun