Allir leikirnir sýndir beint í sögulegu og umdeildu umspili NBA deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 13:00 Lið þeirra LeBron James hjá Los Angeles Lakers og Stephen Curry hjá Golden State Warriors mætast í umpili NBA deildarinnar. Getty/Harry How Deildarkeppni NBA er lokið en það eru samt enn fjögur laus sæti í úrslitakeppninni. Átta lið keppa um þessu fjögur lausu sæti í umspilinu í þessari viku og allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport. NBA deildin fer nýja leið í ár til að auka spennuna í baráttunni um sætin eftirsóttu í úrslitakeppninni. Ákveðið var að búa til umspil milli liðanna sem enduðu í sjöunda til tíunda sæti í bæði Austur- og Vesturdeild. LeBron James er enginn aðdáandi umpilsins en hann verður í aðalhlutverki þegar NBA meistarar Los Angeles Lakers reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fleiri hafa gagnrýnt umspilið en hinn almenni körfuboltaáhugamaður bíður spenntur. Það að Los Angeles Lakers sé í umspilinu og mætir liði Golden State Warriors er aðeins til að ýta undir spenninginn fyrir þessa leiki í vikunni. Einvígi þar sem sjóðheitur Steph Curry mætir ríkjandi meisturum Lakers er eitthvað sem NBA áhugafólk fær örugglega vatn í munninn yfir. watch on YouTube Lið Los Angeles Lakers og Golden State Warriors eru í sætum sjö og átta í Vesturdeildinni og væru á venjulegu ári komin í úrslitakeppnina. Nú fá þau tvö tækifæri til að tryggja sig inn. Þau mætast í fyrstu umferð umspilsins þar sem sigurvegarinn tryggir sér sjöunda sætið inn í úrslitakeppnina en tapliðið þarf aftur á móti að spila hreinan úrslitaleik á móti liðinu sem vinnur viðureignina á milli liðanna í níunda og tíunda sæti. Liðin í níunda og tíunda sæti, San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies, þurfa því að vinna tvo leiki til þess að komast í úrslitakeppnina. Í Austurdeildinni eru það lið Boston Celtics og Washington Wizards sem mætast í viðureign liðanna í sjöunda og áttunda sæti en tapliðið úr þeim leik mætir síðan sigurliðinu úr viðureign Indiana Pacers og Charlotte Hornets sem eru liðin sem enduðu í níunda og tíunda sæti í Austurdeildinni. Fyrri hlutinn fer fram á þriðjudag og miðvikudag en á fimmtudag og föstudag fara síðan fram þessir hreinu úrslitaleikir um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu en í raun er um hreina úrslitaleiki að ræða því sigurlið hvers leiks tryggir sér annað hvort sæti í úrslitakeppninni eða sæti í hreinum úrslitaleik um laust sæti. Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8) The 2021 #NBAPlayoffs and #StateFarmPlayIn Bracket!Full schedule https://t.co/DNE7pJlpQB pic.twitter.com/NidaRNQh1k— NBA (@NBA) May 17, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira
NBA deildin fer nýja leið í ár til að auka spennuna í baráttunni um sætin eftirsóttu í úrslitakeppninni. Ákveðið var að búa til umspil milli liðanna sem enduðu í sjöunda til tíunda sæti í bæði Austur- og Vesturdeild. LeBron James er enginn aðdáandi umpilsins en hann verður í aðalhlutverki þegar NBA meistarar Los Angeles Lakers reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fleiri hafa gagnrýnt umspilið en hinn almenni körfuboltaáhugamaður bíður spenntur. Það að Los Angeles Lakers sé í umspilinu og mætir liði Golden State Warriors er aðeins til að ýta undir spenninginn fyrir þessa leiki í vikunni. Einvígi þar sem sjóðheitur Steph Curry mætir ríkjandi meisturum Lakers er eitthvað sem NBA áhugafólk fær örugglega vatn í munninn yfir. watch on YouTube Lið Los Angeles Lakers og Golden State Warriors eru í sætum sjö og átta í Vesturdeildinni og væru á venjulegu ári komin í úrslitakeppnina. Nú fá þau tvö tækifæri til að tryggja sig inn. Þau mætast í fyrstu umferð umspilsins þar sem sigurvegarinn tryggir sér sjöunda sætið inn í úrslitakeppnina en tapliðið þarf aftur á móti að spila hreinan úrslitaleik á móti liðinu sem vinnur viðureignina á milli liðanna í níunda og tíunda sæti. Liðin í níunda og tíunda sæti, San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies, þurfa því að vinna tvo leiki til þess að komast í úrslitakeppnina. Í Austurdeildinni eru það lið Boston Celtics og Washington Wizards sem mætast í viðureign liðanna í sjöunda og áttunda sæti en tapliðið úr þeim leik mætir síðan sigurliðinu úr viðureign Indiana Pacers og Charlotte Hornets sem eru liðin sem enduðu í níunda og tíunda sæti í Austurdeildinni. Fyrri hlutinn fer fram á þriðjudag og miðvikudag en á fimmtudag og föstudag fara síðan fram þessir hreinu úrslitaleikir um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu en í raun er um hreina úrslitaleiki að ræða því sigurlið hvers leiks tryggir sér annað hvort sæti í úrslitakeppninni eða sæti í hreinum úrslitaleik um laust sæti. Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8) The 2021 #NBAPlayoffs and #StateFarmPlayIn Bracket!Full schedule https://t.co/DNE7pJlpQB pic.twitter.com/NidaRNQh1k— NBA (@NBA) May 17, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umspil NBA deildarinnar fyrir úrslitakeppnina: Austurdeild (Þriðjudagur 18. maí) Klukkan 22.30 Indiana Pacers (9) - Charlotte Hornets (10) Klukkan 1.00 Boston Celtics (7) - Washington Wizards (8) - Vesturdeild (Miðvikudagur 19. maí) Klukkan 23.30 Memphis Grizzlies (9) - San Antonio Spurs (10) Klukkan 2.00 Los Angeles Lakers (7) - Golden State Warriors (8)
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Sjá meira