Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. maí 2021 13:32 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að ræða við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í vikunni. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. Afstaða og aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra hvernig íslensk stjórnvöld ætli að bregðast við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það kemur engum lengur á óvart að núverandi stjórnvöld í Ísrael nýti hvert tækifæri til ofsafenginna og ofbeldisfullra viðbragða gagnvart Palestínumönnum. Allt er það hluti af áætlun ísraelskra stjórnvalda um að sölsa undir sig landsvæði Palestínumanna,“ sagði Halldóra. „Aðeins samhæfður og hávær þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu getur mögulega hnikað áformum ríkisstjórnar sem virða mannslíf að vettugi.“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Einar „Það liggur algjörlega klárt fyrir af hálfu íslenskra stjórnvalda að þessar aðgerðir eru ólögmætar, þær brjóta í bága við alþjóðalög,“ sagði Katrín og bætti við að ástandið væri skelfilegt. Hún sagði rétt að leysa mál sem þessi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Þess vegna höfum við verið að beita okkur fyrir því að þeir aðilar sem við erum í mestum samskiptum við þar innan borðs, sem eru auðvitað norsk stjórnvöld, að þau hafi okkar afstöðu á hreinu og það liggur algerlega fyrir hver hún er,“ sagði Katrín og vísaði til þess að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ræddi málið við norska utanríkisráðherrann í gær. „Það á að virða alþjóðalög og árásar óbreyttra borgara eru algerlega óásættanlegar. Við höfum líka minnt á það að Ísland hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu og lausn á þessum átökum verður að byggjast á tveggja ríkja lausn. Fyrir liggur að það er afstaða íslenskra stjórnvalda.“ Hún sagðist ætla að nýta tækifærið og taka málið upp á fundi með utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Rússlands í vikunni. „Þetta er eitt af þeim málum þar sem við höfum séð ýmsa reyna að leita lausna en ekki tekist. En ég mun í öllu falli nýta tækifærið nú þegar ég funda með utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun og utanríkisráðherra Rússlands á fimmtudaginn og taka upp þessi mál og hvetja þessi ríki til að beita sér á alþjóðavettvangi til þess að ná fram friðsamlegri lausn á þessum málum,“ sagði Katrín. Alþingi Palestína Ísrael Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Sjá meira
Afstaða og aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra hvernig íslensk stjórnvöld ætli að bregðast við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það kemur engum lengur á óvart að núverandi stjórnvöld í Ísrael nýti hvert tækifæri til ofsafenginna og ofbeldisfullra viðbragða gagnvart Palestínumönnum. Allt er það hluti af áætlun ísraelskra stjórnvalda um að sölsa undir sig landsvæði Palestínumanna,“ sagði Halldóra. „Aðeins samhæfður og hávær þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu getur mögulega hnikað áformum ríkisstjórnar sem virða mannslíf að vettugi.“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Einar „Það liggur algjörlega klárt fyrir af hálfu íslenskra stjórnvalda að þessar aðgerðir eru ólögmætar, þær brjóta í bága við alþjóðalög,“ sagði Katrín og bætti við að ástandið væri skelfilegt. Hún sagði rétt að leysa mál sem þessi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Þess vegna höfum við verið að beita okkur fyrir því að þeir aðilar sem við erum í mestum samskiptum við þar innan borðs, sem eru auðvitað norsk stjórnvöld, að þau hafi okkar afstöðu á hreinu og það liggur algerlega fyrir hver hún er,“ sagði Katrín og vísaði til þess að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ræddi málið við norska utanríkisráðherrann í gær. „Það á að virða alþjóðalög og árásar óbreyttra borgara eru algerlega óásættanlegar. Við höfum líka minnt á það að Ísland hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu og lausn á þessum átökum verður að byggjast á tveggja ríkja lausn. Fyrir liggur að það er afstaða íslenskra stjórnvalda.“ Hún sagðist ætla að nýta tækifærið og taka málið upp á fundi með utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Rússlands í vikunni. „Þetta er eitt af þeim málum þar sem við höfum séð ýmsa reyna að leita lausna en ekki tekist. En ég mun í öllu falli nýta tækifærið nú þegar ég funda með utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun og utanríkisráðherra Rússlands á fimmtudaginn og taka upp þessi mál og hvetja þessi ríki til að beita sér á alþjóðavettvangi til þess að ná fram friðsamlegri lausn á þessum málum,“ sagði Katrín.
Alþingi Palestína Ísrael Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Sjá meira