Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. maí 2021 17:10 Advania dró regnbogafánann að húni við Höfða þegar Mike Pence heimsótti húsið. visir/Vilhelm Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. Fáninn fyrir utan bygginguna sögufrægu hefur eflaust minnt marga á heimsókn Mike Pence, fyrrum varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Íslands árið 2019 því þá tóku fyrirtæki í grennd við Höfða sig til og flögguðu hinsegin fánanum til að mótmæla stefnu Pence í málefnum hinsegin fólks. Núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, lendir nefnilega á Íslandi í kvöld til að vera viðstaddur ráðherrafund Norðurskautsráðsins í vikunni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir við Vísi að engin tenging sé á milli fánans og heimsóknar utanríkisráðherrans í dag. „Nei, það er bara tilviljun að þetta lendi svona á. Borgin flaggaði fánanum í dag fyrir utan Ráðhúsið, skrifstofurnar í Borgartúni og svo í Höfða.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er einnig væntanlegur til landsins í vikunni til að sækja fund Norðurskautsráðsins. Hann og Blinken munu þá nýta tækifærið saman á landinu til að funda einir. Illa hefur tekist að fá upplýsingar um efni fundarins eða hvar hann verður haldinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur þó sagt að Höfði standi þeim félögum til boða sem fundarstaður en þar fór sögulegur fundur fyrrum forseta Bandaríkjanna og Rússlands, Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev, fram árið 1986. Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. 12. maí 2021 17:34 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Fáninn fyrir utan bygginguna sögufrægu hefur eflaust minnt marga á heimsókn Mike Pence, fyrrum varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Íslands árið 2019 því þá tóku fyrirtæki í grennd við Höfða sig til og flögguðu hinsegin fánanum til að mótmæla stefnu Pence í málefnum hinsegin fólks. Núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, lendir nefnilega á Íslandi í kvöld til að vera viðstaddur ráðherrafund Norðurskautsráðsins í vikunni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir við Vísi að engin tenging sé á milli fánans og heimsóknar utanríkisráðherrans í dag. „Nei, það er bara tilviljun að þetta lendi svona á. Borgin flaggaði fánanum í dag fyrir utan Ráðhúsið, skrifstofurnar í Borgartúni og svo í Höfða.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er einnig væntanlegur til landsins í vikunni til að sækja fund Norðurskautsráðsins. Hann og Blinken munu þá nýta tækifærið saman á landinu til að funda einir. Illa hefur tekist að fá upplýsingar um efni fundarins eða hvar hann verður haldinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur þó sagt að Höfði standi þeim félögum til boða sem fundarstaður en þar fór sögulegur fundur fyrrum forseta Bandaríkjanna og Rússlands, Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev, fram árið 1986.
Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. 12. maí 2021 17:34 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands funda í fyrsta sinn í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast á tvíhliða fundi í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi. 12. maí 2021 17:34