Fílahirðarnir í stofunni Stefán Pálsson skrifar 18. maí 2021 07:01 Utanríkisráðherrar Norðurskautaráðsins funda í Reykjavík í þessari viku eins og skilmerkilega hefur verið rakið í fjölmiðlum. Yfirlýstur tilgangur ráðsins er göfugur. Því er öðru fremur ætlað að stuðla að friðsamlegri samvinnu þeirra landa sem liggja að þessum viðkvæma heimshluta einkum á sviði umhverfismála Í umræðum um þessi mál kjósa ansi margir þó að þykjast ekki sjá fílinn í stofunni og horfa framhjá þeirri staðreynd að í þessum landahópi eru þau tvö ríki sem hafa yfir að búa obbanum af kjarnorkuvopnum veraldarinnar og færa hluta þeirra í sífellu um norðurhöf, með tilheyrarandi ógn við náttúru svæðisins og heilsu og velferð fólksins sem þar býr. Bandaríkin og Rússland eru einnig þau ríki sem stærst skref hafa stigið til vígvæðingar á heimskautasvæðinu á liðnum árum og hafa lagt drög að enn stórfelldari uppbyggingu í náinni framtíð. Sömu ríki hafa gengið harðast fram í að berjast gegn samþykkt nýlegs sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Oft er talað eins og að ógnin af kjarnorkuvopnum sé löngu liðin, líkt og slæm minning úr kalda stríðinu. Ekkert er fjær sanni. Allan ársins hring standa yfir æsilegir eltingaleikir risaveldanna í heimshöfunum, þar sem Bandaríkin og Rússland reyna hvort um sig að halda kjarnorkuvopnakafbátum sínum leyndum hvort fyrir öðru, sem hluta af flókinni leikjafræði hershöfðingja. Ekki þarf að fjölyrða um hversu alvarleg áhrif kafbátaslyss gætu orðið. Fílahirðarnir leika lausum hala í stofunni, með kafbáta sína, herskip og loftför. Það er í hrópandi mótsögn við öll hin göfugu, yfirlýstu markmið Norðurskautaráðsins. Höfnum vígvæðingu á norðurslóðum! Höfundur á sæti í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Utanríkisráðherrar Norðurskautaráðsins funda í Reykjavík í þessari viku eins og skilmerkilega hefur verið rakið í fjölmiðlum. Yfirlýstur tilgangur ráðsins er göfugur. Því er öðru fremur ætlað að stuðla að friðsamlegri samvinnu þeirra landa sem liggja að þessum viðkvæma heimshluta einkum á sviði umhverfismála Í umræðum um þessi mál kjósa ansi margir þó að þykjast ekki sjá fílinn í stofunni og horfa framhjá þeirri staðreynd að í þessum landahópi eru þau tvö ríki sem hafa yfir að búa obbanum af kjarnorkuvopnum veraldarinnar og færa hluta þeirra í sífellu um norðurhöf, með tilheyrarandi ógn við náttúru svæðisins og heilsu og velferð fólksins sem þar býr. Bandaríkin og Rússland eru einnig þau ríki sem stærst skref hafa stigið til vígvæðingar á heimskautasvæðinu á liðnum árum og hafa lagt drög að enn stórfelldari uppbyggingu í náinni framtíð. Sömu ríki hafa gengið harðast fram í að berjast gegn samþykkt nýlegs sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Oft er talað eins og að ógnin af kjarnorkuvopnum sé löngu liðin, líkt og slæm minning úr kalda stríðinu. Ekkert er fjær sanni. Allan ársins hring standa yfir æsilegir eltingaleikir risaveldanna í heimshöfunum, þar sem Bandaríkin og Rússland reyna hvort um sig að halda kjarnorkuvopnakafbátum sínum leyndum hvort fyrir öðru, sem hluta af flókinni leikjafræði hershöfðingja. Ekki þarf að fjölyrða um hversu alvarleg áhrif kafbátaslyss gætu orðið. Fílahirðarnir leika lausum hala í stofunni, með kafbáta sína, herskip og loftför. Það er í hrópandi mótsögn við öll hin göfugu, yfirlýstu markmið Norðurskautaráðsins. Höfnum vígvæðingu á norðurslóðum! Höfundur á sæti í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun