Íslensku afreksíþróttafólki blöskrar: „Ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 11:46 Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir eru ósátt við íslensk sóttvarnayfirvöld og þá ákvörðun þeirra að veita Eurovision-hópi Íslands undanþágu í bólusetningu. Eurovision-fararnir fengu undanþágu í bólusetningu að beiðni RÚV og voru bólusettir með Jansen-bóluefninu fyrir brottför til Hollands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útskýrði ákvörðun sína í samtali við fréttastofu í gær. „Það er verið að senda fólk þarna út á vegum íslenska ríkisins þar sem er mikil útbreiðsla. Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa,“ segir Þórólfur. Anton Sveinn endurbirti í gær tíst Hrannars Más Gunnarssonar með myndum af annars vegar frétt Vísis um að sóttvarnalæknir hafi veitt Eurovision-hópnum undanþágu og hins vegar frétt um að ólympíufarar yrðu ekki bólusettir. „Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón,“ skrifaði Anton Sveinn á Twitter. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón https://t.co/qU1z5msUFs— Anton Sveinn Mckee (@anton_mckee) May 17, 2021 Guðlaug Edda tók í sama streng á Facebook-síðu sinni og gagnrýndi að íþróttafólk sem er að reyna að komast inn á Ólympíuleikana hafi ekki fengið bólusetningu eins og Eurovision-fararnir. „Greinilega ekki sama hver spyr...“ skrifaði Guðlaug Edda sem stefnir á að komast á Ólympíuleikana. „Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi, einnig íþróttafólk á leið á Ólympíuleika fyrir hönd Íslands og íslenska ríkisins sem þarf að ferðast stanslaust á lágmarkamót erlendis í miðju COVID. En ef RÚV sendir inn beiðni þá er það ekkert mál fyrir eitt ferðalag.“ Þórólfur sagði enga sérstaka þætti hafa vegið þungt við ákvörðun sína að hleypa Eurovision-hópnum í bólusetningu. „Það voru engir sérstakir þættir og ég get skilið að mörgum finnst það kannski óréttlátt á meðan það er verið að neita öðrum hópum, en þetta var bara niðurstaðan.“ Fyrir Ólympíuleika er íþróttafólk á ferð um heiminn að reyna að ná lágmörkum til að komast inn á leikana. Eðli málsins samkvæmt myndi bólusetning skipta íþróttafólk miklu máli. Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir 23. júlí. Þeir áttu að fara fram í fyrra en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Sjá meira
Eurovision-fararnir fengu undanþágu í bólusetningu að beiðni RÚV og voru bólusettir með Jansen-bóluefninu fyrir brottför til Hollands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útskýrði ákvörðun sína í samtali við fréttastofu í gær. „Það er verið að senda fólk þarna út á vegum íslenska ríkisins þar sem er mikil útbreiðsla. Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa,“ segir Þórólfur. Anton Sveinn endurbirti í gær tíst Hrannars Más Gunnarssonar með myndum af annars vegar frétt Vísis um að sóttvarnalæknir hafi veitt Eurovision-hópnum undanþágu og hins vegar frétt um að ólympíufarar yrðu ekki bólusettir. „Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón,“ skrifaði Anton Sveinn á Twitter. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón https://t.co/qU1z5msUFs— Anton Sveinn Mckee (@anton_mckee) May 17, 2021 Guðlaug Edda tók í sama streng á Facebook-síðu sinni og gagnrýndi að íþróttafólk sem er að reyna að komast inn á Ólympíuleikana hafi ekki fengið bólusetningu eins og Eurovision-fararnir. „Greinilega ekki sama hver spyr...“ skrifaði Guðlaug Edda sem stefnir á að komast á Ólympíuleikana. „Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi, einnig íþróttafólk á leið á Ólympíuleika fyrir hönd Íslands og íslenska ríkisins sem þarf að ferðast stanslaust á lágmarkamót erlendis í miðju COVID. En ef RÚV sendir inn beiðni þá er það ekkert mál fyrir eitt ferðalag.“ Þórólfur sagði enga sérstaka þætti hafa vegið þungt við ákvörðun sína að hleypa Eurovision-hópnum í bólusetningu. „Það voru engir sérstakir þættir og ég get skilið að mörgum finnst það kannski óréttlátt á meðan það er verið að neita öðrum hópum, en þetta var bara niðurstaðan.“ Fyrir Ólympíuleika er íþróttafólk á ferð um heiminn að reyna að ná lágmörkum til að komast inn á leikana. Eðli málsins samkvæmt myndi bólusetning skipta íþróttafólk miklu máli. Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir 23. júlí. Þeir áttu að fara fram í fyrra en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Sjá meira