Lán með breytilegum vöxtum ólögleg - Taktu þátt og verðu rétt þinn Breki Karlsson og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 19. maí 2021 08:01 Vextir húsnæðislána á Íslandi hafa líklega aldrei verið jafn lágir og undanfarið. Þó er óvinnandi vegur fyrir venjulegt fólk að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum lánastofnana. Þær virðast stundum ekki skilja það sjálfar. Ákvæði lánaskilmála um breytingar eru langar upptalningar huglægum og hlutlægum mælikvörðum sem geta haft áhrif á vaxtaákvarðanir, en ekki er tiltekið að hvaða marki. Skilmálarnir eru óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort ákvarðanir um vaxtabreytingar, eða að halda vöxtum óbreyttum, séu réttmætar. Það er brýnt að jafn mikilvægar ákvarðanir og breytingar á vaxtastigi lána séu skiljanlegar og gagnsæjar og taka úrskurðir Neytendastofu auk dóma Hæstaréttar og Evrópudómstólsins undir það einum rómi: Óskýrar og ógagnsæjar vaxtaákvarðanir stangast á við lög og eiga ekki að líðast. Nú þegar vaxtabreytingar eru mjög í deiglunni og ýmsir stíga fram til að vara við að vextir lána muni koma til með að hækka á næstunni, er réttlát og lögleg framkvæmd vaxtabreytinga eitt stærsta hagsmunamál neytenda og brýnt að framkvæmd breytinga verði komið í skikk áður en næsti vaxtahækkunarfasi hefst. Enda eru afborganir lána einn stærsti kostnaðarliður heimilanna. Eftir árangurslausar viðræður við bankana ætla Neytendasamtökin því að stefna þeim, með stuðningi VR. Því er hafin leit að lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm. Jafnframt eru lántakar hvattir til að bregðast fljótt við og verja rétt sinn og fjárkröfur. Rekin verða þrjú mál fyrir dómi, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvern lántaka, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggja lántakar eins og frekast er unnt að þeir glati ekki rétti sínum. En einungis ef þeir bregðast við og gera kröfu á lánastofnanir. Annars er hætta á að öll krafan eða hluti hennar tapist. Einhliða og óskýrar vaxtaákvarðanir varpa ljósi á þann aðstöðumun sem neytendur búa gjarnan við. Fyrirtæki sem búa yfir yfirburðar fjárhagsstöðu og þekkingu gera neytendum að samþykkja ósanngjarna skilmála sem neytendur eru ekki í aðstöðu til véfengja. Það er því mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn og fá afgerandi niðurstöðu. Þó mögulegur ávinningur þátttakenda geti numið umtalsverðum upphæðum, er mikilvægara að breyta lánaumhverfinu þannig að vaxtaákvarðanir verði gegnsæjar og skiljanlegar. Líklega munu vextir hækka á næstunni og því er mikilvægt að fá úr því skorið hvað ræður vaxtabreytingum og að hægt verði að sannreyna þær vaxtabreytingar sem kunna að verða. Það er grundvallaratriði að samtök neytenda hafi styrk til að sækja mál fyrir dómstólum og geti tekið til varna þegar svo ber undir. Sundraðir hagsmunir eru léttvægir, en sameinaðir eru þeir kraftmikið hreyfiafl sem knýr fram jákvæðar breytingar, eins og dæmin sanna. Það er ákaflega mikilvægt að við sýnum samstöðu með því að taka þátt í að sækja rétt okkar og knýja þannig fram breytingar sem gagnast öllum neytendum. Við hvetjum öll til að taka þátt í að breyta lánaumhverfinu. Fáðu allar frekari upplýsingar, taktu þátt og verðu rétt þinn á www.vaxtamalid.is. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Neytendur Húsnæðismál Breki Karlsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Vextir húsnæðislána á Íslandi hafa líklega aldrei verið jafn lágir og undanfarið. Þó er óvinnandi vegur fyrir venjulegt fólk að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum lánastofnana. Þær virðast stundum ekki skilja það sjálfar. Ákvæði lánaskilmála um breytingar eru langar upptalningar huglægum og hlutlægum mælikvörðum sem geta haft áhrif á vaxtaákvarðanir, en ekki er tiltekið að hvaða marki. Skilmálarnir eru óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort ákvarðanir um vaxtabreytingar, eða að halda vöxtum óbreyttum, séu réttmætar. Það er brýnt að jafn mikilvægar ákvarðanir og breytingar á vaxtastigi lána séu skiljanlegar og gagnsæjar og taka úrskurðir Neytendastofu auk dóma Hæstaréttar og Evrópudómstólsins undir það einum rómi: Óskýrar og ógagnsæjar vaxtaákvarðanir stangast á við lög og eiga ekki að líðast. Nú þegar vaxtabreytingar eru mjög í deiglunni og ýmsir stíga fram til að vara við að vextir lána muni koma til með að hækka á næstunni, er réttlát og lögleg framkvæmd vaxtabreytinga eitt stærsta hagsmunamál neytenda og brýnt að framkvæmd breytinga verði komið í skikk áður en næsti vaxtahækkunarfasi hefst. Enda eru afborganir lána einn stærsti kostnaðarliður heimilanna. Eftir árangurslausar viðræður við bankana ætla Neytendasamtökin því að stefna þeim, með stuðningi VR. Því er hafin leit að lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm. Jafnframt eru lántakar hvattir til að bregðast fljótt við og verja rétt sinn og fjárkröfur. Rekin verða þrjú mál fyrir dómi, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvern lántaka, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggja lántakar eins og frekast er unnt að þeir glati ekki rétti sínum. En einungis ef þeir bregðast við og gera kröfu á lánastofnanir. Annars er hætta á að öll krafan eða hluti hennar tapist. Einhliða og óskýrar vaxtaákvarðanir varpa ljósi á þann aðstöðumun sem neytendur búa gjarnan við. Fyrirtæki sem búa yfir yfirburðar fjárhagsstöðu og þekkingu gera neytendum að samþykkja ósanngjarna skilmála sem neytendur eru ekki í aðstöðu til véfengja. Það er því mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn og fá afgerandi niðurstöðu. Þó mögulegur ávinningur þátttakenda geti numið umtalsverðum upphæðum, er mikilvægara að breyta lánaumhverfinu þannig að vaxtaákvarðanir verði gegnsæjar og skiljanlegar. Líklega munu vextir hækka á næstunni og því er mikilvægt að fá úr því skorið hvað ræður vaxtabreytingum og að hægt verði að sannreyna þær vaxtabreytingar sem kunna að verða. Það er grundvallaratriði að samtök neytenda hafi styrk til að sækja mál fyrir dómstólum og geti tekið til varna þegar svo ber undir. Sundraðir hagsmunir eru léttvægir, en sameinaðir eru þeir kraftmikið hreyfiafl sem knýr fram jákvæðar breytingar, eins og dæmin sanna. Það er ákaflega mikilvægt að við sýnum samstöðu með því að taka þátt í að sækja rétt okkar og knýja þannig fram breytingar sem gagnast öllum neytendum. Við hvetjum öll til að taka þátt í að breyta lánaumhverfinu. Fáðu allar frekari upplýsingar, taktu þátt og verðu rétt þinn á www.vaxtamalid.is. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun