Líður ekki eins og hann sé í Eurovision lengur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. maí 2021 11:53 Daði Freyr ræddi við Vísi úr sóttkvínni í gegn um Zoom. vísir Daði Freyr segir það hálf súrrealískt að vera kominn út til Hollands til að keppa í Eurovision en vera fastur í sóttkví. „Við erum bara búin að vera uppi á hótelherbergi að bíða og manni líður ekkert eins og maður sé í Eurovision lengur. Svo á morgun eigum við bara að fara beint inn í generalprufu. Þetta er alveg súrrealískt.“ Íslenski hópurinn hefur verið í sóttkví í tvo daga eftir að smit kom upp hjá meðlimi hans. Hinir í hópnum fengu neikvætt úr sýnatöku í gær en verða að fara í aðra í fyrramálið og fá neikvætt aftur til að geta stigið á svið í undankeppninni á fimmtudagskvöld. Ekki mætt til að ganga á teppi Hann segir sóttkvína ekki hafa sett stórkostlegt strik í reikninginn fyrir hópinn enda eigi keppendur almennt að halda sig nokkuð til hlés vegna smithættu í Rotterdam. „Það eina svona stóra er að við fengum ekki að fara á rauða dregilinn í Eurovision. En við höfum ekkert allt of miklar áhyggjur af því – við erum hérna til að keppa í Eurovision en ekki til að ganga á teppi.“ Finniði fyrir miklum áhuga á atriðinu úti? „Já, við finnum fyrir rosa miklum áhuga. Sérstaklega eftir fyrstu æfinguna, hún gekk rosa vel og það er mjög vel tekið í þetta. Og fólk er mjög spennt að taka við okkur viðtöl og eitthvað. Ég held það sé mjög góð stemmning fyrir okkur.“ Spurður hvort hann finni fyrir nokkru stressi undir afar rólegu yfirbragði fyrir því að koma fram í beinni fyrir framan Evrópu segist Daði vera mjög slakur. „Ég held að það séu allir í hópnum bara nokkuð slakir. Stressið kemur þegar maður er kominn upp á svið og svo rétt áður en lagið byrjar. Þegar maður er svo byrjaður að syngja aðeins þá er þetta allt í lagi held ég,“ segir hann. „Það eru svona fimmtán sekúndur áður en ég byrja að syngja þegar lagið er byrjað og við erum að halda sömu pósunni. Þessar fimmtán sekúndur geta alveg liðið eins og langur tími en ég hugsa að þetta verði allt í lagi.“ Hann kveðst þá bjartsýnn á gott gengi Íslands í keppninni í ár. Eins og er situr Ísland í fjórða sæti yfir sigurstranglegustu atriði keppninnar hjá öllum helstu veðbönkum. „Ég held að við eigum bara jafn miklar líkur og allir aðrir. Við setjum fókusinn á að komast í úrslitin á laugardaginn svo að það verði gott partý á Íslandi á laugardaginn. Svo sjáum við bara hvert fókusinn fer ef við komumst áfram.“ Eurovision Holland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Íslenski hópurinn hefur verið í sóttkví í tvo daga eftir að smit kom upp hjá meðlimi hans. Hinir í hópnum fengu neikvætt úr sýnatöku í gær en verða að fara í aðra í fyrramálið og fá neikvætt aftur til að geta stigið á svið í undankeppninni á fimmtudagskvöld. Ekki mætt til að ganga á teppi Hann segir sóttkvína ekki hafa sett stórkostlegt strik í reikninginn fyrir hópinn enda eigi keppendur almennt að halda sig nokkuð til hlés vegna smithættu í Rotterdam. „Það eina svona stóra er að við fengum ekki að fara á rauða dregilinn í Eurovision. En við höfum ekkert allt of miklar áhyggjur af því – við erum hérna til að keppa í Eurovision en ekki til að ganga á teppi.“ Finniði fyrir miklum áhuga á atriðinu úti? „Já, við finnum fyrir rosa miklum áhuga. Sérstaklega eftir fyrstu æfinguna, hún gekk rosa vel og það er mjög vel tekið í þetta. Og fólk er mjög spennt að taka við okkur viðtöl og eitthvað. Ég held það sé mjög góð stemmning fyrir okkur.“ Spurður hvort hann finni fyrir nokkru stressi undir afar rólegu yfirbragði fyrir því að koma fram í beinni fyrir framan Evrópu segist Daði vera mjög slakur. „Ég held að það séu allir í hópnum bara nokkuð slakir. Stressið kemur þegar maður er kominn upp á svið og svo rétt áður en lagið byrjar. Þegar maður er svo byrjaður að syngja aðeins þá er þetta allt í lagi held ég,“ segir hann. „Það eru svona fimmtán sekúndur áður en ég byrja að syngja þegar lagið er byrjað og við erum að halda sömu pósunni. Þessar fimmtán sekúndur geta alveg liðið eins og langur tími en ég hugsa að þetta verði allt í lagi.“ Hann kveðst þá bjartsýnn á gott gengi Íslands í keppninni í ár. Eins og er situr Ísland í fjórða sæti yfir sigurstranglegustu atriði keppninnar hjá öllum helstu veðbönkum. „Ég held að við eigum bara jafn miklar líkur og allir aðrir. Við setjum fókusinn á að komast í úrslitin á laugardaginn svo að það verði gott partý á Íslandi á laugardaginn. Svo sjáum við bara hvert fókusinn fer ef við komumst áfram.“
Eurovision Holland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26
Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41