Ekkert útlit fyrir vopnahlé í bráð Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2021 22:24 Ísraelskt stórskotalið skýtur að Gasa-ströndinni. AP/Tsafrir Abayov Ekkert útlit er fyrir að vopnahlé náist í bráð milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasa. Það er þrátt fyrir aukinn alþjóðlegan þrýsting á að vopnahléi verði komið á. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að árásir Ísraelshers hafi komið verulega niður á starfsemi Hamas. Þá ítrekaði hann í kvöld, eins og hann hefur gert áður, að árásunum yrði haldið áfram þar til þeirra væri ekki lengur þörf. Á undanförnum níu dögum hefur um 3.450 eldflaugum verið skotið að Ísrael. Her Ísraels áætlar að Hamas og samtökin Islamic Jihad hafi í upphafi þessara nýjustu átaka átt um það bil tólf þúsund eldflaugar og sprengjur í sprengjuvörpur. Reuters hefur eftir talsmanni hersins að Hamas-liðar gætu haldið skothríðinni áfram um nokkurt skeið. Ísraelsher hefur gert hundruð loftárása, auk annars konar árása með stórskotaliði og skriðdrekum, á undanförnum dögum en nákvæmari tölur hafa ekki verið gefnar upp. Talið er að nærri því 450 byggingar á Gasa hafi verið eyðilagðar eða skemmdar og Sameinuðu þjóðirnar segja um 52 þúsund manns vera á vergangi. Um tvær milljónir manna búa í miklu þéttbýli á Gasa. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stjórnar, segir minnst 217 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraels og þar af 63 börn. Þá hafi rúmlega 1.400 manns særst. Í Ísrael hafa tólf fallið og þar af tvö börn. Tveir verkamenn frá Taílandi eru sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í dag. BBC hefur eftir embættismönnum í Ísrael að þar á bæ sé talið að minnst 150 meðlimir Hamas og Islamic Jihad hafi verið felldir. Heilbrigðisráðuneyti Gasa gerir þó ekki grein fyrir slíku í tölum sínum. Eins og áður segir hefur alþjóðlegur þrýstingur á að vopnahléi verði komið á aukist verulega. Viðræður meðal aðildarríkja Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag stóðu þó stutt yfir í dag og enduðu án þeirrar ályktunar sem Frakkar höfðu kallað eftir að yrði samþykkt. Erindrekar frá Egyptalandi hafa reynt að miðla til friðar, með aðstoð Sameinuðu þjóðanna, en sú viðleitni þeirra hefur hingað til fallið á dauf eyru. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30 Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08 „Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08 Tekið á móti Blinken með Palestínufánum Hópur fólks er saman kominn fyrir utan Hörpu í miðbæ Reykjavíkur með Palestínuskilti á lofti. Markmiðið er að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. 18. maí 2021 09:28 Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Þá ítrekaði hann í kvöld, eins og hann hefur gert áður, að árásunum yrði haldið áfram þar til þeirra væri ekki lengur þörf. Á undanförnum níu dögum hefur um 3.450 eldflaugum verið skotið að Ísrael. Her Ísraels áætlar að Hamas og samtökin Islamic Jihad hafi í upphafi þessara nýjustu átaka átt um það bil tólf þúsund eldflaugar og sprengjur í sprengjuvörpur. Reuters hefur eftir talsmanni hersins að Hamas-liðar gætu haldið skothríðinni áfram um nokkurt skeið. Ísraelsher hefur gert hundruð loftárása, auk annars konar árása með stórskotaliði og skriðdrekum, á undanförnum dögum en nákvæmari tölur hafa ekki verið gefnar upp. Talið er að nærri því 450 byggingar á Gasa hafi verið eyðilagðar eða skemmdar og Sameinuðu þjóðirnar segja um 52 þúsund manns vera á vergangi. Um tvær milljónir manna búa í miklu þéttbýli á Gasa. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stjórnar, segir minnst 217 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraels og þar af 63 börn. Þá hafi rúmlega 1.400 manns særst. Í Ísrael hafa tólf fallið og þar af tvö börn. Tveir verkamenn frá Taílandi eru sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í dag. BBC hefur eftir embættismönnum í Ísrael að þar á bæ sé talið að minnst 150 meðlimir Hamas og Islamic Jihad hafi verið felldir. Heilbrigðisráðuneyti Gasa gerir þó ekki grein fyrir slíku í tölum sínum. Eins og áður segir hefur alþjóðlegur þrýstingur á að vopnahléi verði komið á aukist verulega. Viðræður meðal aðildarríkja Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag stóðu þó stutt yfir í dag og enduðu án þeirrar ályktunar sem Frakkar höfðu kallað eftir að yrði samþykkt. Erindrekar frá Egyptalandi hafa reynt að miðla til friðar, með aðstoð Sameinuðu þjóðanna, en sú viðleitni þeirra hefur hingað til fallið á dauf eyru.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30 Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08 „Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08 Tekið á móti Blinken með Palestínufánum Hópur fólks er saman kominn fyrir utan Hörpu í miðbæ Reykjavíkur með Palestínuskilti á lofti. Markmiðið er að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. 18. maí 2021 09:28 Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30
Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08
„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08
Tekið á móti Blinken með Palestínufánum Hópur fólks er saman kominn fyrir utan Hörpu í miðbæ Reykjavíkur með Palestínuskilti á lofti. Markmiðið er að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. 18. maí 2021 09:28
Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00