Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Heimir Már Pétursson og Snorri Másson skrifa 19. maí 2021 18:48 Guðlaugur Þór Þórðarson og Sergei Lavrov klessa hann fyrir sögulegan fund Rússa og Bandaríkjamanna í Hörpu. Utanríkisráðuneytið Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. Lavrov snæðir kvöldverð í Hörpu áður en fundurinn hefst, en rússneski ráðherrann mætti á staðinn núna fyrir stuttri stundu. „Horfirðu björtum augum til fundarins?“ spurði fréttamaður Stöðvar 2 ráðherrann, sem svaraði um hæl: „Ég er bara að horfa á þig“ - á ensku: „I am looking forward at you.“ Þar lék Lavrov á fréttamann, sem orðrétt hafði spurt í sakleysi sínu: „Are you looking forward to the meeting?“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra virtist ánægður með Lavrov þar sem þeir hittu fréttamenn áður en Lavrov gekk til kvöldverðar. Fyrr í kvöld sagði Guðlaugur Þór að það yrði stórkostlegt ef fundurinn bæri árangur. „En aðalatriðið, og ég lagði á það áherslu, er að menn hittist sérstaklega. Orð eru til alls fyrst. Almenna reglan er sú að þegar menn hittast augliti til auglitis þá hefur það góð áhrif. Við vitum að það er af mörgu að taka og vitum að það er spenna á milli og það er gott að Reykjavík sé vettvangur til að þeir ræði saman,“ sagði Guðlaugur Þór í viðtali við Stöð 2, þar sem hann beið spenntur ásamt fjölda fólks í Hörpu eftir að Lavrov renndi í hlað. Í dag hefur utanríkisráðherra átt tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum einstakra ríkja. Hann fundaði meðal annars með með Anne Linde utanríkisráðherra Svíþjóðar og Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands. Haavisto segir í viðtali við Stöð 2 að fundir Norðurskautsráðsins mjög mikilvæga þar sem hefðbundnum átökum ríkja sé haldið utan við umræður um sjálfbæra þróun norðurskautsins. Ísland lætur nú af formennsku í Norðurskautsráði. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður bæði þegar við tókum við og núna, en það er gaman að í raun allir segi að við getum verið mjög stolt af okkar framgöngu,“ sagði Guðlaugur um þau tímamót. Utanríkismál Bandaríkin Rússland Harpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. 18. maí 2021 20:01 Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lavrov snæðir kvöldverð í Hörpu áður en fundurinn hefst, en rússneski ráðherrann mætti á staðinn núna fyrir stuttri stundu. „Horfirðu björtum augum til fundarins?“ spurði fréttamaður Stöðvar 2 ráðherrann, sem svaraði um hæl: „Ég er bara að horfa á þig“ - á ensku: „I am looking forward at you.“ Þar lék Lavrov á fréttamann, sem orðrétt hafði spurt í sakleysi sínu: „Are you looking forward to the meeting?“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra virtist ánægður með Lavrov þar sem þeir hittu fréttamenn áður en Lavrov gekk til kvöldverðar. Fyrr í kvöld sagði Guðlaugur Þór að það yrði stórkostlegt ef fundurinn bæri árangur. „En aðalatriðið, og ég lagði á það áherslu, er að menn hittist sérstaklega. Orð eru til alls fyrst. Almenna reglan er sú að þegar menn hittast augliti til auglitis þá hefur það góð áhrif. Við vitum að það er af mörgu að taka og vitum að það er spenna á milli og það er gott að Reykjavík sé vettvangur til að þeir ræði saman,“ sagði Guðlaugur Þór í viðtali við Stöð 2, þar sem hann beið spenntur ásamt fjölda fólks í Hörpu eftir að Lavrov renndi í hlað. Í dag hefur utanríkisráðherra átt tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum einstakra ríkja. Hann fundaði meðal annars með með Anne Linde utanríkisráðherra Svíþjóðar og Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands. Haavisto segir í viðtali við Stöð 2 að fundir Norðurskautsráðsins mjög mikilvæga þar sem hefðbundnum átökum ríkja sé haldið utan við umræður um sjálfbæra þróun norðurskautsins. Ísland lætur nú af formennsku í Norðurskautsráði. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður bæði þegar við tókum við og núna, en það er gaman að í raun allir segi að við getum verið mjög stolt af okkar framgöngu,“ sagði Guðlaugur um þau tímamót.
Utanríkismál Bandaríkin Rússland Harpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. 18. maí 2021 20:01 Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. 18. maí 2021 20:01
Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53