NBA dagsins: Einum fimmtíu stiga leik frá því að jafna við Larry Bird Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2021 15:01 Jayson Tatum fagnar með Boston Celtics liðinu í nótt. Getty/Maddie Malhotra Jayson Tatum fór á kostum í nótt þegar Boston Celtics tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Boston menn mæta Brooklyn Nets í fyrstu umferð úrslitakeppninni eftir 118-100 sigur á Washington Wizards í umspilsleik. Wizards fær annað tækifæri annað kvöld þegar þeir spila hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers um síðasta sætið inn úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana Pacers komst í þann leik með því að senda Charlotte Hornets í sumarfrí með 144-117 sigri þar sem Domantas Sabonis var með 14 stig, 21 frákast og 9 stoðsendingar. Tatum skoraði 50 stig í leiknum en hann hitti meðal annars úr öllum sautján vítunum sínum og var einnig með 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Jayson Tatum now has 3 career 50-point games, 1 shy of matching Larry Bird for the most in Celtics history (includes regular season, postseason, & Play-In Tournament). pic.twitter.com/hTiwsePJ0A— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 19, 2021 Þetta var þriðji 50 stiga leikur Jayson Tatum með Boston Celtics og vantar hann því bara einn í viðbót til að jafna Larry Bird. Tatum hefur nú náð að skora 50 stig fyrir félagið í deildarleik, í leik í úrslitakeppni og í umspilsleik. Það voru tveir leikmenn Boston Celtics liðsins sem fóru fyrir sóknarleik liðsins því Kemba Walker skoraði 29 stig og saman voru þeir því með 79 stig. Það hefur gengið á ýmsu hjá Celtics liðinu á tímabilinu en liðið tapaði tíu af síðustu fimmtán leikjum í deildarkeppninni og þurfti fyrir vikið að spila svona leik um að komast hreinlega í úrslitakeppnina. „Við höfum farið í gegnum margt saman og það hefur að mörgu leyti hert okkur. Við höfum verið með bakið upp við vegg stærsta hluta tímabilsins og það tekur mikla samheldni að standa saman á erfiðum tímum,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston Celtics. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjum næturinnar sem og fimm flottustu tilþrif leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins (frá 18. maí 2021) NBA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Boston menn mæta Brooklyn Nets í fyrstu umferð úrslitakeppninni eftir 118-100 sigur á Washington Wizards í umspilsleik. Wizards fær annað tækifæri annað kvöld þegar þeir spila hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers um síðasta sætið inn úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana Pacers komst í þann leik með því að senda Charlotte Hornets í sumarfrí með 144-117 sigri þar sem Domantas Sabonis var með 14 stig, 21 frákast og 9 stoðsendingar. Tatum skoraði 50 stig í leiknum en hann hitti meðal annars úr öllum sautján vítunum sínum og var einnig með 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Jayson Tatum now has 3 career 50-point games, 1 shy of matching Larry Bird for the most in Celtics history (includes regular season, postseason, & Play-In Tournament). pic.twitter.com/hTiwsePJ0A— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 19, 2021 Þetta var þriðji 50 stiga leikur Jayson Tatum með Boston Celtics og vantar hann því bara einn í viðbót til að jafna Larry Bird. Tatum hefur nú náð að skora 50 stig fyrir félagið í deildarleik, í leik í úrslitakeppni og í umspilsleik. Það voru tveir leikmenn Boston Celtics liðsins sem fóru fyrir sóknarleik liðsins því Kemba Walker skoraði 29 stig og saman voru þeir því með 79 stig. Það hefur gengið á ýmsu hjá Celtics liðinu á tímabilinu en liðið tapaði tíu af síðustu fimmtán leikjum í deildarkeppninni og þurfti fyrir vikið að spila svona leik um að komast hreinlega í úrslitakeppnina. „Við höfum farið í gegnum margt saman og það hefur að mörgu leyti hert okkur. Við höfum verið með bakið upp við vegg stærsta hluta tímabilsins og það tekur mikla samheldni að standa saman á erfiðum tímum,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston Celtics. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjum næturinnar sem og fimm flottustu tilþrif leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins (frá 18. maí 2021)
NBA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira